5. október, 2023
Allar fréttir
Borgarbyggð og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa undanfarið átt í viðræðum um leigu á húsnæði í eigu skólans fyrir starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar á Hvanneyri. Ánægjulegt er að greina frá því að samkomulag hafi náðst og er búið er að skrifa undir samning.
Þetta eru mikil gleðitíðindi enda er með þessu verið að tryggja öryggi íbúa sveitarfélagsins á Hvanneyri og nágrenni sem og Skorradal. Umrætt húsnæði er um 200 fm. að stærð og nefnist iðulega Hjartafjós (gamla verkstæðið á Hvanneyri). Húsnæðið hentar vel fyrir slökkviliðið sem mun hýsa dælubíl, nauðsynlegan slökkviliðsbúnað auk þess sem slökkviliðsmenn fá aðstöðu.