18. mars, 2025
Óðal

Það styttist í árlega uppskeruhátíð félagsmiðstöðva, SamFestinginn 2025. Ballið verður haldið í Laugardagshöll 2. maí næstkomandi. Félagsmiðstöðvar fá úthlutað takmörkuðu magni miða og er nauðsynlegt fyrir þau sem vilja kaupa miða að vera með góða mætingu í Óðal. Miðaverð á SamFestinginn í ár er 5.500 kr., ofan á það bætist svo rútukostnaður. Heildarverð fyrir Óðalsfólk verður auglýst þegar nær dregur.

Söngkeppni Samfés verður haldin daginn eftir í Laugardalshöll og verður keppninni sjónvarpað. Óðal á fulltrúa í keppninni í ár, en Kristbjörg Ragney mun stíga á svið fyrir Óðal og verður spennandi að fá að hvetja hana áfram í þessari glæsilegu keppni.

Við hvetjum alla unglinga til að vera dugleg að mæta á næstu opnunum og muna eftir að merkja við sig í mætingarlistanum sem liggur frammi í sjoppunni. Við viljum minna á að unglingar utan Borgarness geta skráð sig í rútu heim á þriðjudögum, skráning fer fram í Abler appinu.

Nánari upplýsingar um SamFestinginn má sjá hér.

Tengdar fréttir