
Í dag, þriðjudaginn 22. apríl hefst miðasala á SamFestinginn 2025. SamFestingurinn er uppskeruhátíð Samfés þar sem unglingar koma saman og skemmta sér á stærsta balli ársins í Laugardalshöll. Nánar má lesa um þennan viðburð hér.
Ballið verður haldið 2. maí og Söngkeppni Samfés daginn eftir, laugardaginn 3. maí. Í ár er Óðal með fulltrúa í Söngkeppni Samfés, en þá er hefð fyrir því að gista í Reykjavík og mæta svo á Söngkeppnina daginn eftir og styðja okkar keppanda. Gist verður í frístundaheimilinu Dalheimum sem er staðsett nálægt Laugardalshöll. Hægt er að velja um að gista eða fara heim eftir ballið með rútu. Þau sem gista fara heim með rútu eftir að söngkeppninni lýkur.
Fjórir starfsmenn fara með hópnum á ballið. Miðaverð er 8.500 án gistingar og 10.500 með gistingu. Athugið að til þess að kaupa miða þarf að vera með 8 mætingarpunkta. Þau sem eru með færri punkta en það geta skráð sig á biðlista og verður miðum úthlutað samkvæmt biðlista á morgun, 23. apríl.
Við minnum á að þessi ferð er að sjálfsögðu vímuefna- og nikótínlaus og að reglur Óðals gilda í ferðinni sem og á öðrum viðburðum á vegum Óðals.