10. mars, 2025
Óðal

Fimmtudaginn 6. mars var Söngkeppni Samvest haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Keppnin er undankeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi fyrir Söngkeppni Samfés. Erla Ýr Pétursdóttir og Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir sigruðu Söngkeppni Óðals og kepptu því fyrir hönd Óðals. Tæplega 40 unglingar frá Óðali fóru með til Ólafsvíkur til að hvetja þær áfram.
Kristbjörg Ragney sigraði keppnina og verður því annar tveggja fulltrúa Vesturlands í Söngkeppni Samfés þann 3. maí næstkomandi. Við óskum Kristbjörgu innilega til hamingju með sigurinn og þökkum báðum keppendum fyrir glæsilegt framlag til keppninnar fyrir hönd Óðals.