19. júní, 2024
Allar fréttir

Sumarhátíð Klettaborgar er haldin hátíðlega ár hvert og er alltaf jafn gaman hjá okkur! Foreldrafélagið hefur komið að sumarhátíðinni með ýmsum hætti undanfarin ár og að þessu sinni gáfu þau leikskólanum frisbígolf sett og sápukúlu sett sem vakti sko heldur betur mikla lukku á sumarhátíðinni og á eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni, bestu þakkir fyrir okkur kæru foreldrar!

Í ár vorum við með iceguys þema en þetta skólaárið hafa lögin þeirra reglulega verið spiluð við miklar undirtektir, gaman að sjá hvað öll tóku vel í þetta þó sumum foreldrum hafi brugðið við að heyra jólalög í júní 😉 (iceguys gáfu út jólaplötu fyrir síðustu jól).

Það var mikið fjör og gleði í útiveru, en við slógum upp útiballi og komu ungmenni úr vinnuskólanum og þeyttu skífum sem vakti mikla lukku og var þetta þvílíkt flott hjá þeim! Einnig var forðudiskó, sápurennibraut, sullukör, sápukúlúr og fribígolf – það voru heldur betur hamingjusöm og blaut börn sem komu inn í pylsupartý.

Við viljum nýta tækifærið og minna á sumarlokun leikskólans frá og með miðvikudeginum 10. júlí til og með miðvikudagsins 7. ágúst. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. águst klukkan 10.00. Við vonum að þið eigið gott sumarfrí með dásamlegu börnunum ykkar og hlökkum til að sjá ykkur næsta haust.

Endilega skoðið myndirnar því þær segja meira en 1000 orð 😊

Tengdar fréttir