8. október, 2024
Allar fréttir
Föstudaginn 11. október varð leikskólinn okkar 46 ára! Við héldum að sjálfsögðu upp á það með pompi og prakt, meðal annars vorum við með bangsadag þar sem börnin komu með bangsa að heiman og sungu svo með þá í sameiginlegri söngstund í salnum, Blær Bangsi mætti og kom með drónaflugi alla leið frá Ástralíu (takk fyrir það ónefndi pabbi), það var boðið upp á pylsur í hádeginu og köku í síðdegishressingu en elstu börnin kusu um það á krakkafundi með Dóru leikskólastjóra. Við enduðum svo góðan dag á því að bjóða gestum og gangadi í opið hús þar sem foreldrar, systkini, ömmur, afar, frændur og frænkur léku með börnunum víðsvegar um leikskólann. Takk kærlega öll sem lögðu leið sína til okkar og fögnuðu með okkur þessum merkisdegi.