7. nóvember, 2023
Allar fréttir

Hrekkjavaka hefur fest sig í sessi í Klettaborg eins og víða annars staðar í samfélaginu. Undirbúningurinn er alltaf svo skemmtilegur og erum við að föndra alls kyns furðuverur, skreyta, lesa bækur og í leikjum nokkrum vikum fyrir sjálfa Hrekkjavökuna. Á Hrekkjavökunni komu börn og kennarar í búning í leikskólann og voru allskyns furðuverur sem dúkkuðu upp þennan dag. Við slógum upp balli í salnum og var glatt á hjalla hjá okkur.
Við leyfum myndunum að tala sínu máli.
- Hér er perlað af miklum krafti
- Ball af bestu gerð í salnum
- „Úúúú segir draugurinn“
- Hér er verið að föndra drauga
- Magga og Kristrún í sínu fínasta pússi