
Vikan 17. – 21. mars var einstaklega skemmtileg hjá okkur í Klettaborg þar sem þá var haldin árleg GLEÐIVIKA.
Á degi hverjum var lögð áhersla á sérstakan lit og ákveðið þema, það var gulur ruglidagur þar sem það var alls konar rugl og uppbrot á starfinu, rauður vinadagur þar sem áhersla var lögð á vináttu og góð samskipti með sérstakri hjálp frá Blæ bangsa. Á miðvikudeginum var grænn stafadagur og var Lubbi okkur innan handar í þeim efnum, Anna Stína kom einnig með gítarinn og hélt uppi stuðinu með söngstund í salnum. Þá var blár sulludagur þar sem það var sullað bæði inni og úti, við enduðum vikuna á náttfatadegi þar sem áhersla var lögð á alla regnbogansliti og notalegheit. Einnig breyttum við rýmunum okkar í nýja heima og má þar nefna sólarströndina á Kattholti, ævintýraheim á Sjónarhóli, skynjunarveröld í salnum og vatnsrennibraut úti í garði.
Það var virkileg gaman að sjá hve vel börn og foreldrar tóku í þetta og að sjá leikskólann breyta um lit á degi hverjum. Við leyfum myndunum að tala sýnu máli!