Kortasjá

Teikningar af flestum mannvirkjum í Borgarbyggð eru aðgengilegar á Kortasjá/teikningavef Borgarbyggðar. Allar stimplaðar teikningar eru skannaðar inn á vefinn. Auk þess má nálgast skipulagsuppdrætti, upplýsingar um jarðamörk og fleira á Kortasjánni. Loftmyndir á Kortasjánni eru uppfærðar reglulega.

Leiðbeiningar:

  • Opnaðu Kortasjána/teikningavefinn í gegnum slóðina hér hægra megin á síðunni.
  • Sláðu inn heimilisfangið sem leitað er að.
  • Hafðu hakað við „teikningar af byggingum“. Þá birtast rauðir deplar ofan á loftmyndinni.
  • Smelltu á rauða depilinn yfir viðkomandi húsi eða „skoða teikningar“.
  • Þá birtist listi af þeim teikningum sem skráðar eru á viðkomandi fasteign.

Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði til að kanna gildi þeirra gagna sem eru á netinu, leiki á því einhver vafi. Athugið að oft eru fáar eða jafnvel engar teikningar til af eldri byggingum.