Eldri borgarar

Eldri borgarar hafa aðgang að félagslegri ráðgjöf hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins og geta leitað þangað eftir aðstoð varðandi réttindi sín eða mögulega þjónustu. Eins er hægt að fá upplýsingar um mögulega þjónustu hjá heimahjúkrun. Þjónusta við eldri borgara er í stöðugri þróun og markmiðið alltaf að mæta þörfum þeirra er þurfa á henni að halda. Eldri borgarar eru hvattir til að koma með ábendingar og kanna möguleika á aðstoð hvort sem er varðandi almenna þjónustu eða þeirra eigin aðstöðu.

Heimsendur matur – mötuneyti

Sótt er um heimsendan mat á íbúagátt Borgarbyggðar. Þar er hægt að velja þá daga sem óskað er eftir. Borgarbyggð er með samning við Brákahlíð sem sér um að elda matinn sem eldri borgarar og öryrkjar innan Borgarbyggðar geta fengið sendan heim í hádeginu. Sveitarfélagið sér um akstur og innheimtu vegna þessarar þjónustu. Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri Borgarbyggðar í síma: 433-7100.

Í félagsstarfinu á Borgarbraut 65a er boðið upp á hádegismat alla virka daga.

Ferðaþjónusta

Boðið er upp á akstur í og úr félagsstarfi, í reglubundna þjálfun eða til læknis.

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er alfarið á hendi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, símanúmer Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi er 432-1430.

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarfið er á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga. Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er engin dagskrá, en opið fyrir spilamennsku og spjall.

Starfsemin er fjölbreytt; handavinna, handverk, spilamennska og ýmis námskeið.

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum stendur fyrir vikulegri starfsemi fyrir eldri borgara í Félagsheimilinu Brún á miðvikudögum.

Þjónustuíbúðir fyrir aldraða

Þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru á Borgarbraut 65a og í Ánahlíð í Borgarnesi.

Vakt er á staðnum alla virka daga sem ásamt fleiru sinnir smáviðvikum fyrir íbúa.

Einnig er neyðarvakt kvöld, nætur og helgar.

Afsláttur af fasteignaskatti

Afsláttur af fasteignaskattiTekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára.

Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.

Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna
tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.

Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári og birtist á heimasíðu Borgarbyggðar undir gjaldskrá.

Öldungaráð

Í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skal öldungaráð starfa í sveitarfélaginu sem er nefndum og ráðum Borgarbyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni íbúa sem eru 67 ára og eldri.

Ráðið mun stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Borgarbyggðar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til byggðarráðs sem varðar verksvið þess.

Félagsmálastjóri er tengiliður sveitarstjórnar við öldunaráðið, starfar með ráðinu og er því til aðstoðar.

Félög eldri borgara

Í Borgarbyggð eru tvö félög eldri borgara.

Félag eldri borgarar í Borgarnesi og nágrenni.
Félagið stendur fyrir reglulegum fundum yfir vetrartímann auk ýmissa viðburða. Formaður er Sóley Sigurþórsdóttir.

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum.
Félagið stendur fyrir samveru í Brún alla miðvikudaga yfir vetrartímann. Formaður félagsins er Anna Hallgrímsdóttir, Hamri Þverárhlíð.