Framkvæmdaleyfi

Hvort framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld er ákvarðað af sveitarfélaginu í hverju tilfelli fyrir sig.

Framkvæmdaleyfi er leyfi til framkvæmda sem ekki eru háðar ákvæðum laga um mannvirki og skulu vera í samræmi við skipulag. Samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal afla framkvæmdaleyfis „vegna meiri háttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þó þarf ekki að afla slíks leyfis vegna framkvæmda sem háðar eru byggingarleyfi samkvæmt lögum um mannvirki.“