Dagskrá
1. Viðauki við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2026
2601124
Viðauki I við fjárhagsáætlun 2026.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að viðauka I í samræmi við umræðu á fundi og leggja fyrir byggðarráð. Sigurður Kristjánsson fjármálastjóri kemur til fundarins.
Samþykkt samhljóða.
2. Umræða um fjármagnsskipan Faxaflóahafna
2305024
Starf starfshóps eigenda um fjármagnsskipan Faxaflóahafna hefur legið í láginni í bráðum tvö ár. Framundan er að endurvekja starf hópsins.
Byggðarráð telur afar mikilvægt að leiða til lykta vinnu við endurskoðun á fjármagnsskipan Faxaflóahafna. Sem fyrr leggur byggðarráð áherslu á að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að íbúar Borgarbyggðar njóti þess að sveitarfélagið á talsverðan eignarhlut í þessu stóra og öfluga félagi og Borgarbyggð er innan starfssvæðis þess.
Samþykkt samhljóða.
3. Frumvarp til laga um lagareldi
2601242
Rædd drög að frumvarpi til laga um lagareldi sem verið hafa í samráðsgátt og lögð fram umsögn sveitarfélagsins.
Framlögð eftirfarand umsögn Borgarbyggðar:
Um Borgarbyggð renna margar af bestu laxveiðiám landsins. Veiðihlunnindi er undirstaða verðmætis fjölmargra jarða og nýting þeirra veitir fjölda fólks atvinnu í sveitarfélaginu. Jarðeigendur hafa varið óhemju tíma og fjármunum til uppbyggingar og markaðssetningar veiðihlunninda. Þá hafa upprekstrarfélög og sveitarfélagið sjálft talsverðar tekjur af veiðirétti. Ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúa er nátengd lax- og silungsveiði.
Íbúar víða í Borgarbyggð hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu sjókvíeldis við Ísland. Ef illa fer og villtir stofnar bera skaða af fæli það í sér fjárhagslegt áfall fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Tjónið á lífríkinu væri óbætanlegt. Mjög sterk hreyfing er innan sveitarfélagsins sem telur að stöðva eigi með öllu laxeldi í sjó við Ísland.
Markmið frumvarpsins er að uppbygging laxeldis verði sjálfbær og ábyrg og tryggi vernd villtra nytjastofna. Borgarbyggð óttast hins vegar að frumvarpið tryggi ekki nægjanlega að þessum markmiðum verði fylgt eftir í framkvæmd. Borgarbyggð telur brýnt að löggjöf um lagareldi tryggi að fyllstu varúðar sé gætt og henni fylgt eftir með eftirliti, tryggingum og viðurlögum. Þannig er mikilvægt að frumvarpið tryggi að veiðiréttarhöfum og sveitarfélögum yrði bætt að fullu tjón ef áfall í laxeldi leiðir af sér tjón á lífríki laxveiðiáa, að svo miklu leyti sem það er hægt.
Að mati Borgarbyggðar er ástæða að styrkja frumvarpið hvað varðar vernd lífríkis í ám og tryggja að hagsmunir veiðiréttarhafa séu metnir til jafns við aðra hagsmuni.
Borgarbyggð lýsir yfir áhuga á að koma að frekari vinnu við lagasetninguna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða umsögn.
Fylgiskjöl
4. Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Farið yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu GBF á Kleppjárnsreykjum. Til fundarins koma Hlynur Ólafsson verkefnastjóri framkvæmda hjá Borgarbyggð og Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Orri Jónsson frá Eflu situr fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Framkvæmdum við yfirstandandi áfanga við endurbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum er nær lokið og búið að taka nýbyggingu í notkun. Verið er magntaka verkið endanlega og ganga frá útistandandi kostnaðarliðum. Að viðbættum verðbótum var fjárhæð tilboðs í verkið tæplega 1.070 m.kr. en ljóst er að kostnaður við verkið verður eitthvað hærri en verðbætt tilboð. Hluti kostnaðar tengist fráveitumálum á Kleppjárnsreykjum sem voru ótengdir verkinu og gerður hafði verið viðauki fyrir.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
5. Vallarás - hönnun og framkvæmdir
2311091
Farið yfir stöðu framkvæmdar við gatnagerð við Vallarás.
Farið yfir vinnu við framkvæmdir við Vallarás og framlagt minnisblað um aukaverk. Byggðarráð samþykkir að um nauðsynlegar framkvæmdir er að ræða við ræsi og hjáleið. Ekki er tilefni til að gera viðauka vegna ársins 2025 en sveitarstjóra falið að leggja mat á hvort gera þurfi viðauka vegna verksins í heild og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
6. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2026
2601241
Farið yfir stöðu lánamála og áform um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2026.
Farið yfir áform um lántöku á árinu 2026. Fjárfestingaráætlun ársins 2026 gerir ráð fyrir 1.950 m.kr. lántöku en búið er að óska eftir lánsheimild hjá Lánasjóði sveitarfélaga í til samræmis við það.
Sigurður Kristjánsson fer af fundi.
7. Kæra til Úrskurðanefndar um upplýsingamál
2601152
Framlögð tilkynning frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál um kæru sem borist hefur frá IKAN ehf. vegna synjunar um aðgang að gögnum.
Framlagt og sveitarstjóra falið að svara.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
8. Stjórnsýslukæra íbúasamtakanna Sólar til framtíðar
2601074
Framlögð stjórnsýslukæra sem Innviðaráðuneytinu hefur borist frá samtökunum Sól til framtíðar þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 11. desember 2025 um að hafna beiðni kærenda um að fram fari söfnun undirskrifta vegna samþykktar sveitarfélagsins á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Kæra og drög að greinargerð sveitarfélagsins lögð fram. Byggðarráð samþykkir framlagða greinargerð og felur sveitarstjóra að senda til Innviðaráðuneytisins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
9. Fundargerðir stjórnar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
2512169
Framlögð fundargerð undirbúningsstjórnar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Fundargerðir framlagðar.
10. Umsagnarmál frá Alþingi 2026
2601170
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 322. mál - Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030
Framlagt.