Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

69. fundur

20. janúar 2026 kl. 10:00 - 10:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri
Pétur Már Sigurðsson - starfsmaður

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri


Dagskrá

1. Jörfi 2 - Umsókn um stofnun lóða
2511070

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar, Jörfi 2 úr landi Jörfa (L136066) í Borgarbyggð. Sumarbústaður (mhl-18) flyst á ný stofnaða lóð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 2.805,4 fm að stærð og verður skilgreind sem íbúðarhúsalóð. Jörfi minnkar sem því nemur og verður 933,7 ha. Kvöð er á Jörfa vegna aðkomu vegar að Jörfa 2.

Málið var tekið á 68. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þar sem lóðin var sett í notkunarflokkinn sumarbústaðalóð. Bókun þessi er leiðrétting að ósk landeiganda.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2.805,4 fm lóð, Jörfi 2, úr upprunalandinu Jörfi (L136066) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.



2. Vanaheim - umsókn um breytingu á landnotkun - F2535890
2511125

Lögð er fram umsókn um breytingu á skráningu lóðarinnar Vanaheim (L237771) í Norðurárdal í Borgarfirði úr viðskipta- og þjónustulóð í íbúðarhúsalóð.

Skipulagsfulltrúi frestar málinu og óskar eftir upplýsingum um stöðu mannvirkja á svæðinu.





3. Grjóteyrartunga - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507080

Á 67. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16. desember 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 149,6m² frístundahúsi á Grjótaeyrartungu L133840. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 18. desember 2025 til og með 15. janúar 2026. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fundi slitið - kl. 10:15