Fræðslunefnd Borgarbyggðar

249. fundur

13. janúar 2026 kl. 16:00 - 18:00

Grunnskóli Borgarfjarðar


Nefndarmenn

Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - aðalmaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður
Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir - aðalmaður

Starfsmenn

Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri

Á fundinum voru áheyrnafulltrúar grunnskóla, Helga Jensína fulltrúi skólastjórnenda, Birna Hlín fulltrúi kennara og Kristín Magdalena fulltrúi foreldra. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla voru undir liðum 1.-3. á dagskrá.


Dagskrá

1. Fjórblómið - mönnun grunnskóla
2601055

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir málið.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir samstarfsverkefni fjögura sveitarfélaga sem hafa verið að skoða að þróa með sér samrýnt mönnunarlíkan fyrir grunnskóla. Það er mikill hagur af því að geta unnið líkan fyrir grunnskóla í samstarfi við sveitarfélög sem eru með álíka skólastærðir og skólagerðir. Samstarfið stendur yfir frá janúar 2026 til byrjun apríl 2026 og ef það gengur vel eru væntingar um að samstarfið haldi áfram næstu árin.



2. Skólaþjónusta Handbók
2506323

Farið er yfir uppfærða handbók um skólaþjónustu Borgarbyggðar.

Uppfærð handbók skólaþjónustu fyrir skólaárið 2025-2026 lögð fram til kynningar.



3. Útboð á skóla- og tómstundaakstri fyrir skólaárið 2026-2027
2509087

Farið yfir stöðuna á útboði við skólaakstur.

Farið yfir tillögur að breytingum á reglum um skóla- og tómstundaakstur. Undirbúningsvinna fyrir útboð á skólaakstri gengur vel og sviðsstjóri fjölskyldusviðs heldur áfram að upplýsa nefndina um stöðu mála.



4. Samþætting frístundar og íþróttastarfs
2510108

Kynning á skipun í stýrihóp verkefnis.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerir að tillögu eftirfarandi aðila í stýrihóp verkefnisins:



Grunnskólinn í Borgarnesi ? Kolbrún Gunnarsdóttir

Grunnskóli Borgarfjarðar ? Sólrún Halla Bjarnadóttir

Skallagrímur ? Birgitta Rán Ásgeirsdóttir

Reykdælir ? Kristrún Snorradóttir

Frístund ? Hugrún Hulda Guðjónsdóttir

Borgarbyggð ? Sonja Lind Eyglóardóttir



Samþykkt samhljóða.



5. Húsnæði frístundar á Hvanneyri.
2511136

Farið yfir minnisblað.

Sviðsstjóra falið að vinna hugmyndina áfram og fullmóta hugmyndina samkvæmt umræðum í nefndinni.



Málinu vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu.



Samþykkt samhljóða.



6. Brúum umönnunarbilið skýrsla og tillögur aðgerðahóps
2601047

Lagt fram til kynningar.

Skýrla lögð fram til kynningar.



7. Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum
2601050

Farið yfir reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

Borgarbyggð hefur ekki haft starfandi dagforeldra í næstum 10 ár. Skýrist það að því að sveitarfélagið hefur geta boðið foreldrum upp á leikskólavist við 12.mánaðar aldur. Því leggur fræðslunefnd til að þessar verklagsreglur verði feldar úr gildi.



Samþykkt samhljóða.



8. Opnun á nýju húsnæði Grunnskóla Borgjarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild
2601041

Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar kynnir fyrir fræðslunefnd nýtt húsnæði skólans við Kleppjárnsreykjardeild.

Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar kynnir fræðslunefnd fyrir nýju húsnæði skólans á Kleppjárnsrekjum.



Fræðslunefnd óskar Grunnskóla Borgrfjarðar til hamingju með glæsilegt húsnæði sem skólinn er kominn með á Kleppjárnsreykjum. Fræðslunefnd vill sérstaklega þakka nemendum, starfsfólki og stjórnendum skólans fyrir lausnamiðað hugarfar og dugnað á meðan framkvæmdum hefur staðið. Það er mikil ánægjuefni að skólinn sé kominn með nýtt húsnæði sem á eftir að vera stolt sveitarfélagins.



Fundi slitið - kl. 18:00