Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

82. fundur

9. janúar 2026 kl. 08:30 - 09:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Orri Jónsson - aðalmaður
Friðrik Aspelund boðaði forföll og Lárus Elíasson - varamaður sat fundinn í hans stað
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - áheyrnarfulltrúi
Kristján Rafn Sigurðsson - aðalmaður

Starfsmenn

Sæmundur Óskarsson - Sviðsstjóri
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgerður H. Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri


Dagskrá

1. Umsókn um deiliskipulag
2512076

Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Sveinukot (L237748). Deiliskipulagssvæðið fyrir lóðina Sveinukot sem stofnuð er úr landareigninni Samtún (L134457) og er 4,8ha að stærð. Í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 er landnotkun lóðarinnar breytt úr landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu. Fyrirhugað er að byggja upp lágstemmda gistiþjónustu með 19 smáhýsum auk sameiginlegrar baðaðstöðu, alls um 610m². Aðkoma að svæðinu verður um núverandi vegslóða inn á túnið frá Reykdælavegi (nr.517). Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Sveinukot skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


2. Mýrar 134435 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511126

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi þar sem íbúðarhúsi að Mýrum (L134435) er breytt í gistiheimili. Húsið hefur verið endurgert og því breytt í gistihús með 8 herbergjum. Herbergin hafa hvert um sig eigin inngang og snyrtingu. Auk þess eru tvær snyrtingar og tvö sturturými til afnota fyrir gesti tjaldsvæðis og geymsla sem nýtist eiganda. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi og endurskoðuðu aðalskipulagi sem nú er í ferli er skilyrt að ef reka á gistingu á landbúnaðarlandi þarf að vera föst búseta á jörðinni. Nefndin vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá fundi nr. 80 þann 7. nóvember 2025 er varðar skipulag og landnotkun svæðisins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.



3. Háhóll-Hafdísalundur 200282 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511269

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 121 m² einbýlishúsi ásamt 60,1 m² bílageymslu á lóðinni Háhóll-Hafdísarlundur (L200282). Um er að ræða íbúðarhús og bílgeymslu byggt úr timbri. Lóðin er 18 ha og landnotkun er skilgreind sem landbúnaðarland í flokki III í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og afla umsagna lögbundinna umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.



Fylgiskjöl


4. Hamar 135401 - umsókn um framkvæmdarleyfi - 135401
2511018

Á 66. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25.11.2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu og breytingu á Hamarsvelli (L135401). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 26.11.25-29.12.25. Athugasemdir bárust frá 2 aðilum á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkæmdaleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


5. Syðstu-Fossar - umsókn um framkvæmdarleyfi - 133909
2504020

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar nr. 81 þann 5. desember 2025 var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé hægt að draga aðra ályktun en að framkomin gögn hafi verið misvísandi eins og fram hefur komið í athugasemdum við grenndarkynningu og fer nefndin því fram á að framkvæmdaraðili sendi inn uppfærð gögn og málið grenndarkynnt að nýju."

Skipulagsfulltrúi leggur hér fram uppfærð gögn til kynningar og samþykktar nefndarinnar til grenndarkynningar.

Skipulags- og byggingarnefnd sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir meðfylgjandi gögn til grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


6. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67
2512019F

6.1
2512011
Laufás Hjörleifshöfði - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 5.000 fm lóð, Laufás Hjörleifshöfði,úr upprunalandinu Laufás land (193947) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.

6.2
2511070
Jörfi 2 - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, frestar málinu og kallar eftir frekari upplýsingum.

6.3
2507080
Grjóteyrartunga - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum aðliggjandi lóða, Grjóteyri, Grjóteyri 1, Grjóteyri 2, Grjóteyri 2a,

6.4
2511318
Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67

Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.



7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 68
2512021F

7.1
2512092
Engjaás 2 - Umsókn um stofnun lóða / afskráning
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 68

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Engjaás 2 (L232998) renni saman við upprunalandið Munaðarnes (L134915) þegar merkjalýsandi hefur skilað inn merkjalýsingu í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.

7.2
2511070
Jörfi 2 - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 68

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2.805,4 fm lóð, Jörfi 2, úr upprunalandinu Jörfi (L136066) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn sumarbústaðalóð.



8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254
2512013F

8.1
2511113
Þursstaðir 135192 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Leiðrétta þarf innsenda aðaluppdrætti (vísað í athugasemdir).Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að leiðrétt hönnunargöng berist til byggingarfulltrúa og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

8.2
2511171
Hrannargerði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

8.3
2511126
Mýrar 134435 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Erindinu er vísað til umsagnar skipulags og bygginganefndar.

8.4
2405056
Stuttárbotnar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Um er að ræða endurupptöku á sama máli sem var tekið fyrir á fundi 228. afgreiðslufundi bygginhgarfulltrúa.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

8.5
2511128
Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

8.6
2511269
Háhóll-Hafdísalundur 200282 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254

Erindinu er vísað til umsagnar skipulags og bygginganefndar.



Fundi slitið - kl. 09:30