Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
68. fundur
18. desember 2025 kl. 13:00 - 13:15
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Pétur Már Sigurðsson - starfsmaður
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri
Dagskrá
1. Engjaás 2 - Umsókn um stofnun lóða / afskráning
2512092
Lögð er fram ósk um afskráningu lóðarinnar Engjaás 2 (L232998) í Borgarbyggð. Við breytinguna rennur lóðin til upprunalands, Munaðarnes (L134915). Við þessa breytingu stækkar Munaðarnes um 5.152 fm en stærð upprunalands er ekki skráð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Engjaás 2 (L232998) renni saman við upprunalandið Munaðarnes (L134915) þegar merkjalýsandi hefur skilað inn merkjalýsingu í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
2. Jörfi 2 - Umsókn um stofnun lóða
2511070
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar, Jörfi 2 úr landi Jörfa (L136066) í Borgarbyggð. Sumarbústaður (mhl-18) flyst á ný stofnaða lóð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 2.805,4 fm að stærð og verður skilgreind sem sumarbústaðalóð. Jörfi minnkar sem því nemur og verður 933,7 ha. Kvöð er á Jörfa vegna aðkomu vegar að Jörfa 2.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 2.805,4 fm lóð, Jörfi 2, úr upprunalandinu Jörfi (L136066) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn sumarbústaðalóð.
Fundi slitið - kl. 13:15