Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

67. fundur

16. desember 2025 kl. 13:00 - 13:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Pétur Már Sigurðsson - starfsmaður
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri


Dagskrá

1. Laufás Hjörleifshöfði - Umsókn um stofnun lóða
2512011

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Laufás Hjörleifshöfði úr Laufás landi (L193947) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin verður 5.000 fm að stærð og óskað er eftir að lóðin verði íbúðarhúsalóð.

Aðkoma er af Snæfellsnesvegi (54), um Skjólbrekkuveg (5338) og Selás. Neysluvatn kemur frá vatnsveitu Álftaneshrepps.

Breyting á afmörkun aðliggjandi lóðar, Skjólbrekku (L134993) á þeim hluta sem snýr að fyrirhugaðri lóð og Laufás landi. Við þetta minnkar Skjólbrekka um 1 ha og verður eftir breytinguna 4,7 ha.

Samþykki landeiganda af Laufás landi og Skjólbrekku liggja fyrir.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 5.000 fm lóð, Laufás Hjörleifshöfði,úr upprunalandinu Laufás land (193947) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.



2. Jörfi 2 - Umsókn um stofnun lóða
2511070

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Jörfi 2 úr landi Jörfa (L136066) í Borgarbyggð. Sumarbústaður (mhl-18) flyst á ný stofnaða lóð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 2805,4 fm að stærð og verður skilgreind sem lóð. Jörfi minnkar sem því nemur og verður 933,7 ha.

Kvöð er á Jörfa vegna aðkomu vegar að Jörfa 2.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, frestar málinu og kallar eftir frekari upplýsingum.



3. Grjóteyrartunga - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2507080

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 149,6m² frístundahúsi á Grjóteyrartungu L133840. Á lóðinni er nú þegar 46,6m² sumarhús og 28,4m² geymsla. Ekkert deiliskipulag er á lóðinni. Lóðin er skilgreind sem sumarbústaðaland.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir eigendum aðliggjandi lóða, Grjóteyri, Grjóteyri 1, Grjóteyri 2, Grjóteyri 2a,

Fylgiskjöl


4. Fyrirspurn um skipulagsmál
2511318

Lögð er fram umsókn RARIK dags. 28.11.2025 um framkvæmdaleyfi vegna styrkingar á kerfum RARIKS frá aðveitustöð á Vatnshömrum að Ferjubakka þar sem strengurinn verður tengdur við strengi sem voru plægðir í sumar. Stefnt er á að plægja nýja strengi í jörðu og í þessu verkefni þarf að fara í gegnum friðland, Andakíl og þvera Hvítá. Einnig er stefnt að því á sama tíma verði plægðir fleiri strengi sem myndu nýtast til frekari styrkingar vegna uppbyggingar í Borgarnesi. Samhliða verður sótt um leyfi til plæingar í friðlandinu hjá Umhverfisstofnun. Erindið er í samræmi við markmið aðalskipulags um að koma háspennustrengjum í jörðu.

Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.



Fundi slitið - kl. 13:45