Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi
21. fundur
9. desember 2025 kl. 14:00 - 15:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Davíð Sigurðsson - varaformaður
Brynja Þorsteinsdóttir - aðalmaður
Jón Arnar Sigurþórsson - áheyrnarfulltrúi
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Birgir Andrésson - aðalmaður
Starfsmenn
Hlynur Ólafsson - verkefnisstjóri
Ottó Ólsfsson - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Ólafsson - Verkefnastjóri framkvæmda
Dagskrá
1. Þarfagreining v.parkethús í Borgarnesi
2505246
Farið yfir minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna þarfa- og rýmisgreiningar og rætt um fyrirspurnir sem tengjast tillögum að innraskipulagi parkethús,farið yfir áætlaðar tímasetningar fyrir hönnunarvinnu og næstu skref í ferlinu ásamt tillögum sem liggja fyrir varðandi útboðsferli hönnunar.
Áframhaldandi yfirferð á þarfagreiningu, rýmisáætlun og frumhönnunargögnum,
Byggingarnefnd leggur til að Efla vinni áfram eftir fundinn að þarfa- og rýmisáætlun og yfirferð á frumhönnargögnum. Starfsmanni skipulags- og byggingardeildar falið að láta vinna uppfærða kostnaðaráætlun í samræmi við uppfærð gögn.
Byggingarnefnd íþróttamannvirkja leggur til við byggðarráð að farið verði í tveggja þrepa lokað hönnunarútboð með forvali.
Fundi slitið - kl. 15:30