Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

254. fundur

10. desember 2025 kl. 10:15 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi


Dagskrá

1. Þursstaðir 135192 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
2511113

Umsækjandi: Hinni Lár ehf

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir íbúðarhúsi (mhl-02) og vinnustofu (mhl-04). Mhl-02 er steinsteypt hús á einni hæð. Stærð: 278 m2. Mhl-04 (vinnustofa) er byggð úr timbri á steyptar undirstöður. Stærð: 57.3m2

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Ósk Soffía Valtýsdóttir.

Leiðrétta þarf innsenda aðaluppdrætti (vísað í athugasemdir).

Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að leiðrétt hönnunargöng berist til byggingarfulltrúa og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



2. Hrannargerði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511171

Umsækjandi: Jón Gíslason

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Hrannargerði í Lundarreykjadal. Húsið verður á einni hæð, alls 140m2 að stærð með bílskúr. Húsið verður staðsteypt hús á með tvíhalla timburþaki.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Anne Bruun Hansen















Fyrihugað er að byggja íbúðarhús á lóðinni Hrannargerði í Lundarreykjadal. Húsið verður á einni einni hæð, alls 140m2 að stærð með bílskúr. Húsið verður staðsteypt hús á með tvíhalla timburþaki

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



3. Mýrar 134435 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511126

Umsækjandi: Gunnlaugur Johnson fh. hönd eiganda

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breytingu á núverandi íbúðarhúsi í gistiheimili. Íbúðarhúsi er breytt í gistihús með 8 herbergjum m. snyrtingu, auk tveggja salerna og tveggja sturturýma og geymslu.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Gunnlaugur Johnson.

Erindinu er vísað til umsagnar skipulags og bygginganefndar.



4. Stuttárbotnar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2405056

Umsækjandi: Björn Helgason

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi á tveimur hæðum. Stærð: 130.m2 Húsið er byggt úr timbri. Undirstöður og gólfplata steinsteypt. Húsið er ein hæð og ris þar sem eru 2 kvistir, mænisþak. Þak og útveggir klæddir með báruðum málmplötum.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Gísli G Gunnarsson

Um er að ræða endurupptöku á sama máli sem var tekið fyrir á fundi 228. afgreiðslufundi bygginhgarfulltrúa.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



5. Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511128

Umsækjandi: Félag iðn- og tæknigreina

Erindi: Sótt er um sumarhús, mhl-01. Stærð: 97.6 m2. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Eiríkur Vignir Pálsson

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



6. Háhóll-Hafdísalundur 200282 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511269

Umsækjandi: Hafdís Elín Helgadóttir

Erindi: Sótt er um að byggja íbúðarhús 121 m2 að stærð á einni hæð, mhl-01, ásamt bílageymslu 60.1 m2 að stærð, mhl-02 . Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Sigurður Hilmar Ólafsson

Erindinu er vísað til umsagnar skipulags og bygginganefndar.



Fundi slitið - kl. 11:00