Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

83. fundur

2. desember 2025 kl. 08:30 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi


Dagskrá

1. Gjaldskrár 2026
2510200

Yfirferð nefndar á gjaldskrám sem falla undir verksvið nefndarinnar.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs hækki ekki milli ára. Með bættri flokkun íbúa er ljóst að greiðslur úr úrvinnslusjóði hafa hækkað umtalsvert sem leiðir til þess að ekki þarf að hækka gjalskrá með verðlagi. Gjaldskrá um söfnun og eyðingu dýraleifa hækki um 15% þar sem raunkostnaður er hærri en gert var ráð fyrir. Aðrar gjaldskrár sem falla undir valdsvið nefndarinnar hækki um 3,2% með verðlagi.



2. Samskipti við Veitur vegna vatnsveitu á Varmalandi
2405162

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 723: "Í framhaldi af afgreiðslu frá fundi sveitarstjórnar nr. 264 óskaði sveitarstjóri eftir formlegum fundi með Veitum til að fara yfir rekstur og eignarhald á Vatnsveitu Varmalands. Á fundi sem sveitarstjóri og formaður byggðarráðs áttu með Veitum dags. 3. október 2025 lögðu Veitur til að Vatnsveita Varmalands keypti framvegis vatn í heildsölu frá Veitum sem afhent yrði við stút. Eignarhald og rekstur dreifikerfisins yrði á ábyrgð þriðja aðila, hvort sem það er sveitarfélagið sjálft eða sérstakt félag sem yrði stofnað um reksturinn. Þessi afstaða hefur síðar verið staðfest í tölvupóstsamskiptum. Ljóst er að í þessu felst að Veitur hafna þeirri tillögu að taka yfir rekstur og eignarhald á Vatnsveitu Varmalands. Í ljósi þess leggur byggðarráð til við sveitarstjóra að láta fara fram mat á endurnýjunarþörf dreifikerfis Vatnsveitu Varmalands, yfirfara stofnskrá og samþykktir og kanna möguleika á vatnsöflun á svæði sem er innan dreifikerfis veitunnar. Vísað til áframhaldandi vinnu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd."

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur brýnt að þetta mál verði unnið áfram þannig að farsæl niðurstaða náist fyrir notendur veitunar. Nefndinn leggur til við Byggðaráð að fengið verði utan að komanadi ráðgjafi til þess að leggja mat á endurnýjunarþörf dreifikerfis Vatnsveitu Varmalands og kanna möguleika á frekari vatnsöflun innan starfsvæðis veitunnar. Einnig verði lagt mat á hvaða leið sé skynsamlegust þegar kemur að rekstri veitunar.



3. Þjónustustig snjómoksturs í þéttbýli
2511314

Farið yfir þjónustustig snjómoksturs í þéttbýli og þjónustuflokka um forgangsröðun snjómoksturs í þéttbýli.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og kynna betur þjónustuflokka snjómoksturs í þéttbýli sem fram koma á kortasjá sveitarfélagsins.



4. Umhverfismál - innkoma í Borgarnes
2511311

Borgarnes er einn vinsælasti áningarstaður landsins og státar af fjölmörgum fyrirtækjum sérstaklega í verslun og þjónustu. Mikill fjöldi fyrirtækja er staðsett við brúnna inn í Borgarnes. Borgarbyggð vill nú leggja til að farið verði í vinnu þar sem megináherslan verður að skapa gott og aðlaðandi umhverfi, en um leið verði áhersla á samspil umferðar bæði gangandi og akandi. Með bættu umhverfi, umferðaröryggi og auðveldu flæði fólks á svæðinu telur sveitarfélagið að Borgarnes laði enn frekar til sín gesti og efli þá um leið þau tækifæri sem felast í þeirri góðu þjónustu sem í boði er.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitastjóri hefji samtal við fyrirtæki á svæðinu, boði til fundar og óski eftir samstarfi við forsvarsmenn fyrirtækja um þetta mál. Farið verði yfir aðgerðir á svæðinu til þess að bæta ásýnd og umhverfi.



5. Refa- og minkaveiði 2026
2512013

Farið yfir veiðar þessa árs og reynslu þeirra samninga sem voru gerðir við veiðimenn.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfisfulltrúa að undirbúa gerð samninga við veiðimenn og leggja fram tillögu að samningum fyrir næsta fund nefndarinnar.



Fundi slitið - kl. 11:00