Fundargerð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
66. fundur
25. nóvember 2025 kl. 11:30 - 12:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Fjóluklettur - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Framkvæmdin felur í sér gerð nýrrar götu og tveggja botnlanga við Fjóluklett í Borgarnesi.
Framkvæmdin er gerð á grundvelli deiliskipulags og felur í sér framhald á núverandi götu við Fjóluklett sem tengist Sóleyjarkletti.
Götustæðum verður jarðvegsskipt og lagt styrktarlag og burðarlag.
Götur og gangstéttar verða malbikaðar og kantsteinar steyptir.
Lagnir: fráveita, vatnsveita, hitaveita, fjarskiptalagnir.
Ljósastaurar verða reistir í samræmi við hönnun.
Verktaki mun losa laus jarðlög/mold að heild 6000m3 og mynda mön annarsvegar fyrir ofan plan við Egilsholt 2 og hinsvegar sunnan megin við Fjóluklett 22 og meðfram komandi vegi við Fjóluklett 24.
Verktaki mun fylla í svæði ofan við mön upp að klöpp til að koma í veg fyrir vatnssöfnun.
Verklok eru áætluð 30. október 2026.
Í aðalskipulagi er svæðið í notkunarflokki íbúðarbyggð. Deiliskipulag er á svæðinu og samræmist framkvæmdin því.
2. Hamar 135401 - ums?kn um framkv?mdarleyfi - 135401
Uppbygging tekur 4-6 ár og reiknað er með að byrja sem fyrst og framkvæmd ljúki 2030-2032.
Í endurskoðuðu aðalskipulagi Borgarbyggðar er svæði fyrir golfvöll stækkað og verður framkvæmdasvæðið innan skilgreinds íþróttasvæðis. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
3. Fannholt - umsokn um framkvæmdarleyfi - 235601
Fyrirhuguð er skógrækt á 24,3ha svæði innan 45,1ha verkefnasvæðis. Framkvæmdaleyfi var áður gefið út dags. 9. september 2024 en framkvæmdirnar hafa ekki hafist innan gildistíma þess leyfis.
Athugasemdum umsagnaraðila var svarað eftir að grenndarkynning fór fram í fyrra ferli máls. Fornleifaskráning hefur verið framkvæmd á svæðinu og fannst einn minjastaður sem settur hefur verið inn á kort.
Sýnt er að framkvæmdin hefur ekki breyst frá fyrra ferli og því ekki þörf á að grenndarkynna framkvæmdina.
Málsmeðferð verður skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.