Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

65. fundur

13. nóvember 2025 kl. 10:00 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Pétur Már Sigurðsson - starfsmaður
Kara Lau Eyjólfsdóttir - starfsmaður

Starfsmenn

Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri


Dagskrá

1. Klapparás 2a - Umsókn um stofnun lóða
2510044

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Klapparás 2a úr landi Munaðarness (L134915) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 4000 fm að stærð og skilgreind sem frístundalóð.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 4000 fm lóð, Klapparás 2a,úr upprunalandinu Munaðarnes (L134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð. Skipulagsfulltrúi bendir á að æskilegt sé að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið.



2. Sólbakki 24 - Umsókn um stofnun lóða
2510163

Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Sólbakki 24 (L187480). Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskiplag er á svæðinu. Lóðin er 3874 fm á fasteignaskrá HMS en verður 3880 fm eftir stækkun og í samræmi við gildandi deiliskipulag. Lóðin er skilgreind sem iðnaðar og athafnalóð.

Aðkoma að lóðinni er frá Sólbakka.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Sólbakki 24 (L187480) sem verður 3800 fm verði leiðrétt og afmörkuð þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn athafna og iðnaðarlóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.



3. Sólbakki 26 - Umsókn um stofnun lóða
2510164

Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Sólbakki 26 (L187482). Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskipulag er á svæðinu. Útmörk á lóðar verða samkvæmt deiliskipulagi. Stærð lóðar samkvæmt fasteignaskrá HMS er 3731 fm en verður leiðrétt. Samkvæmt deiliskipulagi á lóðin að vera 3773 fm en á tölvutækum grunni mælist lóðin 3733 fm.

Lóðin er skilgreind sem iðnaðar og athafnalóð.

Aðkoma að lóðinni er frá Sólbakka.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Sólbakki 26 (L187482) sem verður 3733 fm verði leiðrétt og afmörkuð þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn athafna og iðnaðarlóð. Afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins en stærð miðast við tölvutæka grunninn á deiliskipulaginu.



4. Þórðargata 2a - Umsókn um stofnun lóða
2510042

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Þórðargata 2a úr landi Borgarnesland (L191985) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 338 fm að stærð og verður skilgreind sem íbúðarhúsalóð.

Aðkoma að lóðinni er frá Hringvegi 1 og Þórðargötu.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 338 fm lóð, Þórðargata 2a,úr upprunalandinu Borgarnesland (L191985) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.



5. Þórðargata 4a - Umsókn um stofnun lóða
2510043

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Þórðargata 4a úr landi Borgarnesland (L191985) í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 444 fm að stærð og skilgreind sem íbúðarhúsalóð.

Aðkoma að lóðinni er frá Hringvegi 1 og Þórðargötu.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 444 fm lóð, Þórðargata 4a,úr upprunalandinu Borgarnesland (L191985) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.



6. Munaðarnes 2 - umsókn um stofnun lóða - 134915
2511040

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Munaðarnes 2 úr landi Munaðarness (L134915) í Borgarbyggð. Matshlutar 03, 04, 07, 09 og 10 flytjast frá Munaðarnesi á Munaðarnes 2. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 176.107,96 fm að stærð, þar af 4,3 ha ræktað land, og verður skilgreind sem jörð. Munaðarnes mun minnka sem því nemur en stærð þess er óskráð samkvæmt HMS.

Kvöð er gerð á upprunalandi um aðgengi og umferð að Munaðarnesi 2 frá þjóðveg. Einnig er kvöð um heimild til legu lagna/strengja og til viðhalds og viðgerða á þeim, þ.e. lagna/strenga sem fyrir eru og þjóna Munaðarnesi 2.

Engin réttindi eða kvaðir fylgja að örðu leiti Munaðarnesi 2 frá upprunalandi.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 176.107,96 fm lóð, Munaðarnes 2,úr upprunalandinu Munaðarnes (L134915) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn jörð.



7. Síðumúli 3 - umsókn um stofnun lóða - L175704
2511016

Lögð er fram ósk lóðareiganda Síðumúla 3 (L175704) í Borgarbyggð um að breyta stærð lóðar úr 0,084 ha í 1,4 ha. Stækkunin nemur 1,32 ha og kemur úr landi Síðumúla (L134664).

Aðkoma er af Hvítársíðuvegi (523). Neysluvatn kemur úr vatnsbóli í landi Síðumúla.

Kvöð er sett um skiptingu landsins og óheimilt er að skipta lóðinni í fleiri lóðir í 50 ár frá staðfestingu þessarar merkjalýsingar.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Síðumúla 3 (L175704) úr 0,084 ha í 1,4 ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin er í notkunarflokkinum íbúðarhúsalóð.



8. Ferjubakki 2 - Miðbæjarklettur - umsókn um stofnun lóða - L135029
2511017

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Ferjubakka 2 - Miðbæjarklettur úr landi Ferjubakka 2 - Miðbær (L135029) í Borgarbyggð. Mannvirki sem færast yfir á nýtt landnúmer eru gripahús (mhl-05), hesthús (mhl-06), hlaða (mhl-08) og einbýlishús (mhl-21). Deiliskipulag er á svæðinu og skilgreining er í samræmi við það. Lóðin verður 27.780 fm að stærð og upprunaland mun minnka sem því nemur en stærð þess er óskráð. Lóðin verður skilgreind sem jörð.

Aðkoma er af heimreið að Ferjubakkabæjum af Ferjubakkavegi 530, og síðan um heimreið að Ferjubakka 2 - Miðbæ. Neysluvatn, rafmagn og ljósleiðari kemur með sameiginlegum lögnum að Ferjubakka 2 - Miðbæ.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 27.780 fm lóð, Ferjubakki 2 - Miðbæjarklettur,úr upprunalandinu Ferjubakki 2 - Miðbær (L135029) þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn jörð.



9. Fjóluklettur-Kveldúlfshöfði-Breyting á deiliskipulagi
2511044

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fjóluklett við Kveldúlfshöfða. Breytingin felur í sér að afmörkun tveggja nyrstu lóðanna er breytt í samræmi við breidd götu. Stærð lóða helst þó óbreytt þar sem lóðarmörk til austurs færast lítillega. Gönguleið breytist lítillega meðfram götu í samræmi við breytt lóðarmörk. Byggingarreitum innan lóðanna er breytt í samræmi við breytt lóðarmörk. Inn á grænt svæði vestan megin við aðalgötuna er skilgreind lóð fyrir RARIK. Lóðin er 23,5 m² og er heimilt að reisa á henni spennistöð allt að 15 m². Til að tryggja aðkomu bíla að lóðinni er göngustígur breikkaður úr 2m í 3m á þeim kafla sem liggur frá götu að lóðarmörkum. Um akfæran göngustíg er því að ræða.

Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags gilda áfram.

Breytingin er ekki í ósamræmi við þá byggð sem fyrir er t.d. hvað varðar notkun, nýtingarhlutfall, útlit og form svæðis. Ekki er talið að breytingin varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.

Uppdráttur dags. 07.11.2025.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin á við um svo óveruleg frávik að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 11:00