Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

80. fundur

7. nóvember 2025 kl. 08:30 - 10:50

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Friðrik Aspelund - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - áheyrnarfulltrúi
Kristján Rafn Sigurðsson - aðalmaður

Starfsmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgerður H. Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri


Dagskrá

1. Umsókn um deiliskipulag - Baula
2503334

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði Baulu. Tillagan tekur til lóðarinnar Baulu (Borgarland L134873).

Lóðin er um 20.000 m2 með aðkomu út frá Vesturlandsvegi og Borgarfjarðarbraut. Gert er ráð fyrir að núverandi þrjár eldsneytisdælur verði áfram og að hraðhleðslustöðvum verði fjölgað í allt að átta. Núverandi hraðhleðslustöðvar eru staðsettar innan 30m veghelgunarsvæðis Vesturlandsvegar og er gert ráð fyrir að fjölgun hraðhleðslustöðva verði einnig innan veghelgunarsvæðisins.

Sækja þarf um undanþágu hjá Vegagerðinni vegna þessara framkvæmda innan veghelgunarsvæðisins og setja vegrið innan veghelgunarsvæðisins í samráði við Vegagerðina til að tryggja öryggi vegfarenda.

Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 22.10.2025. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.

Lýsing deiliskipulags var kynnt frá 10.04.25-27.04.25 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Vegagerðin benti á að veghelgunarsvæði Hringvegar væri 30m og væru hleðslustöðvar því innan þess svæðis. Málsaðili í samráði við Vegagerð hefur bætt inn vegriði við Hringveg meðfram svæðinu til að bæta öryggi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði Baulu. Lagður er fram uppdráttur dags. 22.10.2025. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


2. Skiphylsland - umsókn um breytingu á landnotkun - L173837
2509296

Sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðarinnar Skiphylsland (L173837) úr sumarhúsalóð í einbýlishúsalóð. Lóðin er 5.586,9m².

Á lóðinni eru þrjú hús, 17m² geymsluhús og 17m² gróður hús ásamt húsi sem ekki er skilgreint.

Breytingin samræmist aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að notkun lóðarinnar Skiphylsland verði breytt úr sumarhúsalóð í einbýlishúsalóð.

Samþykkt samhljóða.



3. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2509327

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Húsafell 3, verslunar- og þjónustusvæði við Kaldadalsveg. Breytingin tekur til stækkunar á skipulagssvæði úr 1,5 ha í 4,8 ha og liggja mörk skipulagssvæðisins meðfram Kaldadalsvegi eftir stækkun og til suðurs að birkikjarri sem er hverfisverndað. Bætt er við lóð milli núverandi lóðar og Kaldadalsvegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum geymsluhúsum. Aðkoma að núverandi lóð er færð austurs um 180m til samræmis við núverandi staðsetningu og verður vegtenging að nýrri lóð frá þeim vegi.

Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi. Lagður er fram uppdráttur dags. 20.10.2025. Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 20.10.2025. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


4. Fyrirspurn um skipulagsmál
2510334

Lögð er fram ósk um álit nefndarinnar á breytingu á deiliskipulagi gamla miðbæjarins fyrir lóðina Brákarbraut 2.

Sótt er um að breyta skipulagsskilmálum lóðarinnar fyrir leyfi til stækkunar hótels Borgarness sem tengist að hluta við hótelíbúðir á Egilsgötu 11.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að gerð verði breyting á deiliskipulagi gamla miðbæjarins miðað við framkomnar hugmyndir en leggur áherslu á að breytingarnar verði kynntar vandlega fyrir íbúum og hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða.



5. Mýrar - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134435
2411055

Þann 12.11.2024 óskaði eigandi Drop inn ehf. eftir breytingu á aðalskipulagi fyrir Mýrar (L134435) úr landbúnaðarlandi í verslun- og þjónustu. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við málsaðila að leggja fram frekari rökstuðning og áætlun um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu í heild sinni sem fellur undir núverandi og áætlaða starfsemi Drop inn ehf. áður en afstaða verður tekin til fyrirspurnarinnar.

Meðfylgjandi er útlistun á áformum Drop in ehf. fyrir svæðið.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að landnotkun fyrir Mýrar verði breytt úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu að því tilskyldu að deiliskipulag verði unnið samhliða fyrir svæðið og verslunar- og þjónustusvæði VÞ12 sem skilgreint er í endurskoðuðu aðalskipulagi Borgarbyggðar 2022-2037 sem nú er í ferli.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að skipulagsferlið geti ekki hafist fyrr en endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2022-2037 hefur tekið gildi.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma frekari ábendingum sem fram komu á fundinum á framfæri til málsaðila.

Samþykkt samhljóða.





6. Deiliskipulag Flatahverfis á Hvanneyri - Hrafnaflöt
2506031

Lögð er fram ósk um breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Breytingin tekur til lóðanna Hrafnaflöt 2-8 og Hrafnaflatar 1-5 þar sem m.a. útmörkum lóða er breytt.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri.

Samþykkt samhljóða.



7. Umsögn-Sundabraut
2511013

Umhverfismat Sundabrautar er í kynningu í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og leitar stofnunin umsagna umsagnaraðila.

Gögn málsins eru til kynningar í Skipulagsgátt, mál nr. 627/2023.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að skrifa umsögn fyrir hönd Borgarbyggðar og leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.



8. Brúartorg 6 - Umsókn um deiliskipulag
2505005

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúartorgs frá árinu 2000 m.s.br. Breytingin sem um ræðir tekur til lóðar nr. 6 við Brúartorg og felst í að komið er fyrir átta rafhleðslustæðum á lóðinni. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem niðurstaðan var að nefndin óskaði eftir að unnin yrði lóðahönnun með umferðargreiningu á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að vegna staðsetningar lóðarinnar, við innkomu inn í Borgarnes frá suðri, þurfi að vinna enn frekar með landslagshönnun á lóðinni með tilliti til fegrunar umhverfisins. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með lóðarhöfum.



Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður er fram skipulagsuppdráttur, dags. 23.06.2025, ásamt skýringaruppdráttum. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.



Fylgiskjöl


9. Fjóluklettur-Kveldúlfshöfði-Breyting á deiliskipulagi
2511044

Gera þarf breytingu á deiliskipulagi Fjólukletts - Kveldúlfshöfða frá árinu 2024. Breytingin felst m.a. í skilgreiningu og lagfæringu lóða innan svæðis.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta breyta deiliskipulagi Fjólukletts - Kveldúlfshöfða frá árinu 2024.

Samþykkt samhljóða.



10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 252
2510019F

10.1
2510079
Kárastaðaland - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 252

Erindið er samþykkt með fyrirvara um samkomulag um aðkomu að lóð. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.

10.2
2510015
Sólbakki 31 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 252

Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.

10.3
2509325
Lambalækjarflöt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 252

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum



11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64
2510006F

11.1
2509233
Umsókn um lóð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 20 fm lóð, Kárastaðaland - spennistöð, úr upprunalandinu Kárastaðaland L210317 þegar aðkoma að lóðinni hefur verið skilgreind, merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.

11.2
2509147
Fúsavatn - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Fúsavatn L230944 úr 136 ha í 340 ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.

11.3
2509054
Hreðavatn - umsókn um stofnun lóða - 134772
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 10.000 fm lóð, Hreðalækur,úr upprunalandinu Hreðavatn L134772 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð.

11.4
2503115
Umsókn um stofnun lóða Snorrastaðir
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi samþykkir framlagða leiðréttingu á stærð landsins sem samþykkt var á 53. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.

11.5
2508053
Sólbakki 31a - umsókn um stofnun lóðar
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 20,3 fm lóð, Sólbakki 31a, úr upprunalandinu Borgarnesland L191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.

11.6
2510041
Brúartorg 6a - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 35 fm lóð, Brúartorg 6a,úr upprunalandinu Borgarnesland L191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.

11.7
2510050
Þverbrekka 4 - Umsókn um stofnun lóða
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðirnar verði sameinaðar og verði 20824,9 fm lóð, Þverbrekka 4 (L191560), þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

11.8
2509296
Skiphylsland - umsókn um breytingu á landnotkun - L173837
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi bendir á að á lóðinni eru óskráð mannvirki sem gera þarf grein fyrir og vísar málinu á fund skipulags- og byggingarnefndar.

11.9
2509327
Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 64

Skipulagsfulltrúi samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Húsafells 3, verslunar- og þjónustusvæði við Kaldadalsveg. Skipulagsfulltrúi bendir á að skipulagshönnuður þarf að vera á skrá Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa.



Fundi slitið - kl. 10:50