Byggðarráð Borgarbyggðar

725. fundur

30. október 2025 kl. 08:15 - 11:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri


Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2026
2505064

Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Til fundarins kemur Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar.

Farið yfir vinnu sem nú stendur yfir við fjárhagsáætlun 2026. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar verður lög fram til fyrri umræðu 13. nóvember næst komandi.



2. Ljósleiðari Borgarbyggðar - rekstur og horfur
2510333

Starfsemi Ljósleiðara Borgarbyggðar og rekstrarhorfur. Til fundarins kemur Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Borgarbyggðar um rekstur ljósleiðarans.

Farið yfir rekstur Ljósleiðara Borgarbyggðar á yfirstandandi ári og horfur í rekstri á árinu 2026.



3. Gjaldskrár 2026
2510200

Lagðar fram tillögur að uppfærðum gjaldskrám fyrir árið 2026.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Ljósleiðara Borgarbyggðar. Samþykkt að vísa til umræðu um fjárhagsáætlun 2026 og í framhaldinu til samþykktar í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.



Guðmundur Daníelsson og Eiríkur Ólafsson fóru af fundi.





4. Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hallkelsstaðahlíðarvegar 2 (5642-01) af vegaskrá
2409304

Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 23.október.2025 um fyrirhugaða niðurfellingu vegar að Hallkelsstaðahlíð 2

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri við Vegagerðina.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


5. Stjórnsýslukæra_sameiningakosningar_2025- Mál IRN25090129
2510014

Lögð fram athugasemd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna viðauka við stjórnsýslukæru um íbúakosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.

Framlagt. Byggðarráð er upplýst um efni þeirra kæra, og viðauka vegna þeirra, sem hafa borist og greinargerða sem hafa farið frá sveitarfélaginu þar sem veitt eru andsvör. Vísað til sveitarstjórnar.

Fylgiskjöl


6. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012

Framlögð fundargerð 987. fundar stjórnar Sambandsins frá 21. október 2025.

Lagt fram.

Fylgiskjöl


7. Kæra nr. 119-2025, Mælimastur á Grjóthálsi
2507190

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 119/2025, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 8. maí 2025 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Grjótháls.

Úrskurður framlagður en niðurstaða hans er að kærumálinu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fylgiskjöl


8. Ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaga EBÍ 2025
2510335

Framlögð tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands um ágóðahlut vegna ársins 2026.

Fylgiskjöl


9. Samstarf við Festi um uppbyggingu Brákareyjar
2405160

Vinna við nýtt deiliskipulag í Brákarey stendur nú yfir. Hún byggir á rammaskipulagi sem unnið var af Festi í samstarfi við sveitarfélagið og kynnt sumarið 2024. Rætt um áframhaldandi samstarf Borgarbyggðar og Festis um uppbyggingu í Brákarey. Til fundarins koma Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóri Festis og Þorsteinn Ingi Garðarsson verkefnastjóri hjá Festi. Til fundarins koma einnig sveitarstjórnarfulltrúarnir Eðvar Ólafur Traustason (um fjarfundarbúnað), Ragnhildur Eva Jónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

Byggðarráð þakkar fulltrúum Festis fyrir gott samtal um þá vinnu sem nú stendur yfir og þá uppbyggingu sem stefnt er að. Lögð fram drög að uppfærðri viljayfirlýsingu milli Borgarbyggðar og Festis um samstarf um skipulag og uppbyggingu í Brákarey. Byggðarráð tekur vel í framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna í samstarfi við Festi og leggja fyrir sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóðaþ



Fundi slitið - kl. 11:45