Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
82. fundur
28. október 2025 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1. Hönnun á opnum svæðum og leikvöllum í Borgarnesi
2510198
Lagt fram til kynningar.
2. Fjárhagsáætlun 2026 - umhhverfis- og landbúnaðarnefnd
2510303
Fjármálastjóri, sviðstjóri og umhverfisfulltrúi fara yfir tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem heyra undir nefndina.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmönnum að vinna fjárhagsáætlun áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3. Gjaldskrár og samþykktir 2025 - Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
2505030
Yfirferð nefndar á gjaldskrám og samþykktum sem falla undir verksvið nefndarinnar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fór yfir gjaldskrár og samþykktir sem heyra undir nefndina. Nefndin leggur til að svo stöddu að gjald vegna Móttökustöðvar á Sólbakka verði óbreytt milli ára.
4. Umhverfis- og landbúnaðarmál september og október 2025
2510312
Lagt fram til kynningar
5. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026
2510143
Áætlun lögð fram og tillaga að ráðningu starfsmanns hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur ekki tímabært að ráða sérstaklega starfsmann hjá heilbrigðiseftirlitinu til að sinna tiltekt á lóðum og lendum á Vesturlandi og Kjósarhreppi. Nefndin telur að þörf á frekari umræðu á vettvangi aðildarsveitarfélaga HEV áður en slík ákvörðun er tekin.
6. Umhverfisviðurkenningar 2025
2508258
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025 veittar.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Snyrtilegt bændabýli 2024: Hvítárvellir í Andakíl
Falleg lóð við íbúðarhúsnæði: Kjartansgata 6
Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði: Hótel Hamar
Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi:Pálstangi
Samfélagsviðurkenning umhverfis-og landbúnaðarnefndar: Jóhannes Ellertsson
Fundi slitið - kl. 11:00