Byggðarráð Borgarbyggðar

724. fundur

23. október 2025 kl. 08:15 - 11:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri


Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2026
2505064

Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Til fundarins kemur Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri. Sæmundur Óskarsson starfandi sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs og Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður eigna sitja fundinn undir þessum lið. Farið yfir viðhaldsáætlun eigna.

Fjárhagsáætlun 2026 verður lögð fram til fyrri umræðu 13. nóvember n.k.

Vinna við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2026 stendur yfir. Ráðgert er leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 13. nóvember næst komandi.



2. Húsnæði Sólbakki 4
2510202

Farið yfir stöðuna á húsnæðinu við Sólbakka 4 - Aldan

Starfsemi Öldunnar fer fram í húsnæði sem sveitarfélagið er með á leigu. Brýnt er að ráðast í endurbætur vegna frárennslis og viðræður í gangi um hvort þær endurbætur koma í hlut leigjanda eða leigutaka. Byggðarráði gerð grein fyrir stöðunni. Ekki er hægt að bjóða starfsfólki Öldunnar upp á að núverandi stöðu og samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun þannig að hægt verði að ráðast í viðgerð óháð því hvort endanlegur kostnaður fellur á sveitarfélagið.



Samþykkt samhljóða.



3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016

Gerð tillaga að viðbót við viðauka V við fjárhagsáætlun 2025.

Lögð fram tilllaga að viðbót við viðauka V við fjárhagsáætlun 2025. Tillagan felur í sér hækkun fjárheimildar til annars vegar viðhalds gatna að fjárhæð 10,0 m.kr. og til viðhalds lóða að fjárhæð 2,3 m.kr. innan eignasjóðs. Fjárheimildin er annars vegar til að ráðast í endurbætur á því svæði sem tilheyrir atvinnusvæði við Melabraut á Hvanneyri sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 723, Hins vegar er um að ræða endurbætur á stæði framan við slökkvistöðina við Sólbakka að tillögu slökkviliðsstjóra til að tryggja greiðan aðgang neyðarviðbragðs að og frá stöðinni án nokkurra tafa. Á móti lagt til að viðhaldsliður í rekstri slökkviliðs verði lækkaður um 2,3 m.kr. Samtals leiðir viðaukinn til hækkunar á rekstrarkostnaði Borgarbyggðar 2025 um allt að 10,0 m.kr.



Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



4. Þjónustustefna Borgarbyggðar 2026
2510139

Vinna við uppfærða þjónustustefnu Borgarbyggðar stendur yfir og í vikunni fóru fram íbúafundir í Lindartungu og í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Byggðarráð þakkar íbúum fyrir gott samtal og góðar ábendingar um þjónustustefnuna. Nú er unnið úr ábendingum og verður stefnan lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til samþykktar. Íbúar geta áfram komið ábendingum á framfæri í gegnum borgarbyggd@borgarbyggd.is til 1. nóvember.

Fylgiskjöl


5. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2026
2510143

Framlögð fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, gjaldskrá og greinargerð.

Framlagt, en í greingargerð er gerð er tillaga um nýjan starfsmann hjá heilbrigðiseftirlitinu sem greiddur yrði af sveitarfélögunum og sinnti tiltekt á lóðum og lendum. Samþykkt að vísa til umsagnar hjá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og til frekari umræðu í yfirstandi vinnu við fjárhagsáætlun.



Samþykkt samhljóða.



6. Gjaldskrár 2026
2510200

Lagðar fram tillögur að uppfærðum gjaldskrám fyrir árið 2026.

Framlagðar tillögur að nokkrum gjaldskrám sem heyra undir fjölskyldusvið. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur til fundarin. Samþykkt að vísa til umræðu um fjárhagsáætlun 2026 og í framhaldinu til samþykktar í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.



7. Samþætting frístundar og íþróttastarfs
2510108

Lagt fram minnisblað um verkefnið samþætt frístund og íþróttastarf.

Sonja Lind Eyglóardóttir íþrótta og tómstundafulltrúi kemur til fundarins undir þessum dagskrárlið. Í tillögunni felst að settur verði á fót starfshópur sem hafi það verkefni að skoða fýsileika þess að samþætta frístundar- og íþróttastarf í Borgarbyggð. Um yrði að ræða tilraunaverkefni sem m.a. hefði að markmiði að þróa kerfi sem stuðlar að aukinni þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, styrkja þjónustu frístundar og stuðla að auknum samvistum fjölskyldna.

Byggðarráð tekur vel í erindið en vísar til umsagnar í fræðslunefnd. Áætlun um kostnað við verkefnið er vísað til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun 2026.



Samþykkt samhljóða.



Eiríkur Ólafsson og Hlöðver Ingi Gunnarsson fara af fundi.



8. Samningur milli LBHÍ og Borgarbyggðar - mars 2019
1903066

Lagður fram samningur við LBHÍ vegna leigulands undir íbúðabyggð á Hvanneyri til umfjöllunar.

Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri hafa átt samtal við rektor Landbúnaðarháskóla Íslands um afmörkun svæðis sem Borgarbyggð er með á leigu við Melabraut. Tekið var vel í það erindi að Borgarbyggð taki yfir ábyrgð á hluta Melabrautar. Sveitarstjóra falið að gera drög að viðauka við núgildandi leigusamning og leggja fyrir byggðarráð.



Samþykkt samhljóða.



9. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2025
2503097

Framlögð fundargerð 198. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 13.okt. 2025.

Framlagt.

Fylgiskjöl


10. Stjórnsýslukæra_sameiningakosningar_2025- Mál IRN25090129
2510014

Lagður fram viðauki við stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytis vegna íbúakosninga um sameiningu, dags. 9. október 2025.

Nýjasti viðauki við kæru til Innviðráðuneytisins vegna íbúakosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lagður fyrir byggðarráð. Byggðarráð áréttar umboð fyrirsvarsmanna Borgarbyggðar þ.e. sveitarstjóra og forseta sveitarstjórnar til að standa að svörum fyrir hönd sveitarfélagsins við framkomnum kærum hér eftir sem hingað til. Það er tiltekin stjórnsýsluvenja hjá Borgarbyggð að kærur ásamt greinargerðum sveitarfélagsins eru lagðar saman fyrir byggðarráð og síðar fyrir sveitarstjórn eins fljótt og unnt er að teknu tilliti til kærufresta. Bent er á að um flýtimeðferð er að ræða í umræddum kærumálum og því mjög skammir kærufrestir veittir. Byggðarráð er upplýst um efni þeirra kæra sem hafa borist og greinargerða sem hafa farið frá sveitarfélaginu þar sem veitt eru andsvör og telur ekki þörf á því að boða til aukafunda til að fara yfir einstaka svör ef kærufrestir eru skammir.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


11. Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
2102003

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 269 uppfærðar reglur um úthlutun lóða. Til samræmis verða verða lóðarleigusamningar sem sveitarfélagið gerir framvegis við nýja lóðarhafa uppfærðir. Framlögð drög að uppfærðum samningi.

Framlagt og byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppfærðan lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


12. Endurheimt Hítarár - erindi til Borgarbyggðar
2510203

Framlagt erindi til Borgarbyggðar þar sem tveir landeigendur við Hítará óska eftir þátttöku sveitarfélagsins við athugun á lagalegri stöðu.

Afréttir Hraunhrepps og Kolbeinsstaðahrepps liggja að Hítará. Þann 7. júlí 2018 féll berghlaup úr Fagraskógarfjalli ofan í Hítardal og fyllti farveg Hítarár á um 1,5 kílómetra kafla. Við það breyttist farvegur Hítarár og þornaði upp á löngum kafla m.a. í landi í eigu sveitarfélagsins. Hítará er með betri laxveiðiám landsins og verðmæti í þeim hlunnindum sem fylgt hafa ánni. Byggðarráði er lögum samkvæmt falin fjármálastjórn sveitarfélagsins og þar með ábyrgð á fjárhagslegum verðmætum þess. Byggðarráð felst á að sem landeigandi og eigandi hlunninda er mikilvægt er að fá upplýsingar um þau verðmæti sem eru í húfi fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð tekur vel í það erindi að Borgarbyggð taki þátt í láta kanna lagalegan grundvöll þess að endurheimta ána í fyrri farveg og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar að það sé gert. Einnig að skoðuð verði áhrif þess að aðhafast ekkert. Sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga um áætlaðan kostnað og leggja fyrir að nýju.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 11:45