Fræðslunefnd Borgarbyggðar
246. fundur
14. október 2025 kl. 15:00 - 17:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Eðvar Ólafur Traustason - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - aðalmaður
Bjarni Þór Traustason - aðalmaður
Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir - aðalmaður
Starfsmenn
Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri
Á fundinum voru áheyrnafulltrúar fyrir grunnskóla Helga Jensína Svavarsdóttir fyrir skólastjórnendur og Birna Hlín Guðjónsdóttir fyrir kennara. Áheyrnafulltrúrar fyrir leikskóla voru Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir fyrir skólastjórnendur, Iðunn Hauksdóttir fyrir foreldra og Dröf Traustadóttir fyrir starfsfólk á leikskólum. Fulltrúar grunnskóla sátu undir dagskráliðum 1 og 2. Fulltríar leikskóla sátu undir dagskráliðum 1,2 og 3.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun fjölskyldusvið
2510088
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir fjárhagsáætlunar ramman fyrir grunnskóla, leikskóla, listaskóla, frístund, sumarfjör, vinnuskóla, Óðal og íþróttamiðstöðvar.
Lagt fram til kynningar. Tillaga fyrir fyrstu umræðu í fjárhagsáætlun fyrir fræðslusvið og Æskulýðs- og íþróttamál er kynntar fyrir nefndinni.
2. Gjaldskrár á fjölskyldusviði 2026
2510090
Lagðar eru fram breytingar á gjaldskrám fyrir frístund, listaskóla og sumarfjör. Einnig er lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir starfsfólk í grunnskólum Borgarbyggðar.
Lagðar fyrir fræðslunefnd gjaldskrár fyrir Frístund, Listaskóla, sumarfjör, Íþróttamiðstöðvar og starfsfólk mötuneyta í grunnskólum Borgarbyggðar. Flesta gjaldskrár eru að hækka um 3,2%.
Fræðslunefnd leggur áfram áherslu á að bjóða uppá frítt árskort í íþróttamiðstöð fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
3. Gjaldskrá og verklagsreglur leikskóla
2510029
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað með tillögu um breytingu á gjaldskrá leikskólanna og breytingum á verklagsreglum leikskóla.
Lagðar eru fram breytingar á gjaldskrá sem snúa að því að hækka fæðisgjald um 8% fyrir árið 2026, takaupp skráningardaga og sérstakt gjald fyrir þá. Í staðinn er lagt til að dagvistunargjald hækki ekki á milli ára.
Einnig eru lagðar til breytingar á verklagsreglum leikskóla Borgarbyggðar sem endurspegla
breytingar sem eru lagðar til á gjaldskrá ásamt breytingum sem taka mið af gildandi lögum og verklagi leikskólanna.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:00