Byggðarráð Borgarbyggðar

723. fundur

16. október 2025 kl. 08:15 - 10:45

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri


Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2026
2505064

Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Til fundarins kemur Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri.

Vinna við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2026 stendur yfir. Nú standa yfir fundir sveitarstjórnar með forstöðumönnum og sviðsstjórum og í fyrradag fór fram vinnufundur sveitarstjórnar um framkvæmdaáætlun. Á fundum hafa sviðsstjórar og forstöðumenn farið yfir kynningar og minnisblöð. Ráðgert er leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 13. nóvember næst komandi.



2. Samskipti við Veitur vegna vatnsveitu á Varmalandi
2405162

Farið yfir stöðuna í samtali Borgarbyggðar og Veitna um eignarhald og rekstur á vatnveitu á Varmalandi.

Í framhaldi af afgreiðslu frá fundi sveitarstjórnar nr. 264 óskaði sveitarstjóri eftir formlegum fundi með Veitum til að fara yfir rekstur og eignarhald á Vatnsveitu Varmalands. Á fundi sem sveitarstjóri og formaður byggðarráðs áttu með Veitum dags. 3. október 2025 lögðu Veitur til að Vatnsveita Varmalands keypti framvegis vatn í heildsölu frá Veitum sem afhent yrði við stút. Eignarhald og rekstur dreifikerfisins yrði á ábyrgð þriðja aðila, hvort sem það er sveitarfélagið sjálft eða sérstakt félag sem yrði stofnað um reksturinn. Þessi afstaða hefur síðar verið staðfest í tölvupóstsamskiptum.

Ljóst er að í þessu felst að Veitur hafna þeirri tillögu að taka yfir rekstur og eignarhald á Vatnsveitu Varmalands. Í ljósi þess leggur byggðarráð til við sveitarstjóra að láta fara fram mat á endurnýjunarþörf dreifikerfis Vatnsveitu Varmalands, yfirfara stofnskrá og samþykktir og kanna möguleika á vatnsöflun á svæði sem er innan dreifikerfis veitunnar. Vísað til áframhaldandi vinnu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.



Samþykkt samhljóða.



3. Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélagsins Grundartanga árið 2026
2510096

Framlagt erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga með ósk um að Borgarbyggð veiti áframhaldandi fjárhagsstuðning árið 2026. Einnig lagt fram bréf um starfsemi félagsins og framtíðarhorfur.

Framlagt og vísað til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


4. Erindi frá Björgunarsveitinni Brák vegna kostnaðar við móttöku úrgangs
2510065

Góðgerðarfélög, íþróttafélög og ýmis önnur félög sem ekki eru rekin með arðsemi að leiðarljósi standa frammi fyrir hækkun á kostnaði vegna upptöku á gjaldskrá vegna móttöku á ákveðnum úrgangsflokkum. Vísað til umræðu í fjárhagsáætlun um gjaldskrá móttökustöðva að taka afstöðu til beiðninnar.



Samþykkt samhljóða.



5. Húsnæðisframlag Brákarhlíðar 2026
2510069

Framlagt erindi frá Brákarhlíð vegna húsnæðisframlags Borgarbyggðar 2026.

Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni um húsnæðisframlag vegna ársins 2026 og vísar til fjárhagsáætlunar 2026.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


6. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2025
2503350

Kynnt drög að fyrirkomulagi langtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Framlögð tillaga að fyrirkomulagi fjármögnunar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að leggja drög að lánasamningi fyrir næsta fund byggðarráðs í samræmi við tillögu.



Samþykkt samhljóða.



7. Hreinsunarátök 2025
2503209

Í samræmi við afgreiðslu á 80. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar fór fram verðfyrirspurn um söfnun brotajárns. Fjögur tilboð bárust. Hagstæðasta tilboðið barst frá Hringrás. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að fela starfsmanni að ganga til samninga við Hringrás, að uppfylltum skilmálum, á grundvelli þess. Áætlað er að söfnunin fari fram undir lok október og nóvember.

Byggðarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Tilboðið felur ekki í sér kostnað fyrir sveitarfélagið né íbúa þess.



Samþykkt samhljóða.



8. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Í útboði fyrir vetrarþjónustu í Borgarbyggð nr. 2401233 bárust enginn tilboð í samningshluta 3 og 4 sem uppfylltu skilmála.

Samkvæmt lögum um opinber innkaup er heimilt að ganga til samningskaupa án undangenginnar auglýsingar, sbr. 39. gr. laganna. Þar kemur m.a. fram að heimilt sé að nýta þessa aðferð þegar:

a. Engin tilboð, engin fullnægjandi tilboð, engar tilkynningar um þátttöku eða engar fullnægjandi tilkynningar um þátttöku berast vegna almenns eða lokaðs útboðs, enda sé í endanlegum samningi ekki vikið í verulegum atriðum frá upphaflegum skilmálum útboðsgagna.

(Tilboð telst ekki fullnægjandi þegar það hefur ekki tengsl við samninginn og dugir bersýnilega ekki, án verulegra breytinga, til að mæta þörfum kaupanda eða kröfum eins og þær eru tilgreindar í útboðsgögnum.)

c. Innkaup eru algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum og ekki er unnt að standa við fresti í almennu útboði, lokuðu útboði eða samkeppnisútboði.

Sendur var tölvupóstur á bjóðendur í útboðinu ásamt fleiri verktaka á svæðinu sem þóttu líklegir til að geta tekið verkið að sér.

Byggðaráð leggur til að gengið verði til samninga við Kaldólf ehf. kt. 420305-0440 og felur sveitastjóra að undirrita samning með fyrirvara um samþykki sveitastjórnar.



Samþykkt samhljóða.



9. Stjórnsýslukæra_sameiningarkosningar_2025- Mál nr. IRN25090119
2510013

Lögð fram stjórnsýslukæra vegna sameiningarkosninga 2025

Framlagt.



10. Stjórnsýslukæra_sameiningarkosningar_2025- Mál IRN25090129
2510014

Lögð fram stjórnsýslukæra vegna sameiningarkosninga 2025.

Framlögð ásamt viðbrögðum sveitarfélaganna.

Fylgiskjöl


11. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016

Framlagður viðauki nr. V við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2025.

Framlagður viðauki V vegna fjárhagsáætlunar 2025. Stofnaður verður nýr framkvæmdaliður sem ber heitið "Fráveitumál á Kleppjárnsreykjum" og veitt fjárheimild til hans að fjárhæð 45 m.kr. Á móti er færð lækkun á fjárheimild vegna framkvæmda við nýbyggingu GBF Kleppgjárnsreykjadeildar að fjárhæð 33 m.kr. og lækkun fjárheimilda vegna gerðar stíga í Borgarbyggð um 12 m.kr. Samtals áhrif á fjárfestingaráætlun 2026 því kr. 0.

Þörf er á endurbótum á fráveitu á Kleppjárnsreykjum m.a. sem tengist byggingum í eigu sveitarfélagsins. Brátt verður lokið við nýbyggingu við Grunnskóla Borgarfjarðar-Kleppjárnsreykjadeild og samhliða þeirri vinnu hefur verið farið í nauðsynlegar umbætur á fráveitu og nauðsyn að halda áfram þeirri vinnu.



Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



Eiríkur Ólafsson fór af fundi.



12. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047

Farið yfir samskipti við Verkís sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 722.

Framlagt uppgjör við Verkís frá í júlí þar sem Verkís endurgreiddi Borgarbyggð kr. 850.000,- vegna vinnu við niðurrifsáætlun og ráðgjöf vegna niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey. Byggðarráð felst á að með þessari greiðslu hafi Verkís endurgreitt þann kostnað sem féll til vegna ráðgjafar í upphafi verks en byggðarráð hefur gert alvarlegar athugasemdir við vinnu Verkís við undirbúning og áætlunargerð verksins. Ekki er gerð athugasemd við þá vinnu sem innt hefur verið af hendi við eftirlit með framkvæmdinni. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Verkís vegna málsins.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


13. Byggðaráðstefnan 2025 4. nóvember í Skjólbrekku í Mývatnssveit
2510052

Framlagt boð á Byggðaráðstefnuna 2025.

Framlagt.



14. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál

Framlagt

Fylgiskjöl


15. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012

Framlögð fundargerð 985. fundar stjórnar Sambandsins frá 26. september 2025.

Framlagt.

Fylgiskjöl


16. Melabraut á Hvanneyri - staða og skipulag
2510125

Umræða um viðhald Melabrautar á Hvanneyri.

Við Melabraut á Hvanneyri er skipulagt svæði fyrir atvinnustarfsemi og uppbygging stendur yfir. Í nýju húsnæði sem þar er að rísa verður m.a. slökkvistöð Slökkviliðs Borgarbyggðar. Ljóst er að mikil þörf er á endurbótum á götunni sjálfri. Land er í eigu Landbúnaðarháskólans en samkvæmt samkomulagi við skólann tilheyra byggingarlóðir við Melabraut svæði í umsjá Borgarbyggðar en gatan sjálf ekki. Að mati byggðarráðs er það fyrirkomulag ekki heppilegt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi þannig að sá hluti sem tilheyrir atvinnusvæðinu færist á ábyrgð sveitarfélagsins. Það verði t.d. gert með viðauka við samning sem nú er í gildi. Sveitarstjóra er falið að láta kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur á hluta Melabrautar. Að fengnu samþykki LBHÍ verði stefnt að því að hefja endurbætur hið fyrsta fáist ásættanlegt tilboð í verkið.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


17. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085

Framlagt mál til umsagnar frá Alþingi, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) 81. mál.

Fylgiskjöl


18. Erindi frá ON til ÚUA um álit á leyfisskyldu v styrkingar jarðvegsstíflu við Andakílsárvirkjun
2510128

Framlagt til kynningar erindi frá Orkuveitunni og ON til Úrskurðarnefndar um umhverfis og auðlindamál þar sem óskað er álits á því hvort tiltekin framkvæmd við tímabundna styrkingu jarðvegsstíflu við Andakílsárvirkjun sé leyfisskyld skv. lögum um mannvirki og eða skipulagslögum.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 10:45