Sveitarstjórn Borgarbyggðar

269. fundur

9. október 2025 kl. 16:00 - 19:00

Hjálmakletti


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - Forseti
Davíð Sigurðsson - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir boðaði forföll og Þórður Brynjarsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Eðvar Ólafur Traustason - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir boðaði forföll og Kristján Ágúst Magnússon - varamaður sat fundinn í hans stað
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir boðaði forföll og Kristján Rafn Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslu

Dagskrá

1. Skýrsla sveitarstjóra
2102062

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra



2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016

Lagður fram viðauki nr 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025. Afgreiðsla fundar byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 722:"Í samræmi við afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 721 lagður fram uppfærður viðauki við fjárhagsáætlun 2025.



Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2025 þar sem lagðar eru til breytingar á framkvæmdar - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 191.200.000 m.kr. í framlögðum viðauka er lagt upp með að mæta kostnaðarauka með lækkun á öðrum liðum innan fjárfestingaráætlun ársins.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025. Með honum eru áveðnar breytingar á framkvæmda - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 191.200.000 m.kr. og lagt upp með að mæta kostnaðarauka með lækkun á öðrum liðum innan fjárfestingaráætlunar ársins.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


3. 6 mánaða milliuppgjör 2025
2509293

Afgreiðsla fundar byggðarráð nr. 722:"Lagt fram 6 mánaða milliuppgjör 2025. Á fundinn mætir Halldóra Ágústa Pálsdóttir frá KPMG undir þessum dagskrárlið og fer yfir uppgjörið.



Rekstrarniðurstaða A hluta Borgarbyggar var neikvæð um 320 m.kr. á fyrri árshelmingi 2025 en hún var til samanburðar neikvæð um 172 m.kr. á sama tímabili árið áður. Mikilvægt er að hafa í huga að tekjustreymi Borgarbyggðar er jafnan mun meira á seinni árshelmingi og gildir það um alla helstu tekjustrauma; útsvar, framlag Jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur, svo sem greiðslur frá ríkissjóði vegna samningsbundinna verkefna. Rekstrarniðurstaðan er 92 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir á tímabilinu. Lakari afkoma milli ára og frávik frá áætlun skýrist af hækkun launakostnaðar umfram hækkun skatttekna og lægri endurgreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn.



Veltufé frá rekstri var neikvætt upp á 121 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en handbært fé frá rekstri var jákvætt um 167 m.kr. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.030 m.kr. og voru tekin ný langtímalán fyrir 900 m.kr. Staða handbærs fjár í lok júní 2025 var jákvæð um 508 m.kr. Stærstu fjárfestingar fyrri árshelmings voru í endurnýjuðu húsnæði GBF á Kleppjárnsreykjum og nýju knatthúsi í Borgarnesi fyrir um 400 m.kr. í hvoru verkefni um sig.



Eignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 11.076 m.kr. 30. júní s.l. og heildarskuldir stóðu í 5.123 m.kr.



Sex mánaða uppgjör gefur takmarkaða mynd af rekstri sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Þó er ljóst að mikil hækkun launakostnaðar umfram skatttekjur og stóraukinn hreinn kostnaður sveitarfélagsins af fjárhagsaðstoð hafa veruleg neikvæð áhrif á afkomu ársins. Mikilvægt er að ná tökum á þeirri óheillaþróun. 6 mánaða uppgjöri vegna ársins 2025 vísað til sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða



Ragnhildur Eva Jónsdóttir Sjálfstæðisflokki (D. lista) Lagði fram eftirfarandi bókun: Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins lýsi ég yfir þungum áhyggjum af stöðu rekstursins og þróun undanfarna mánuði.



Stefán Broddi Guðjónsson fór af fundi."

Rekstrarniðurstaða A hluta Borgarbyggar var neikvæð um 320 m.kr. á fyrri árshelmingi 2025 en hún var til samanburðar neikvæð um 172 m.kr. á sama tímabili árið áður. Mikilvægt er að hafa í huga að tekjustreymi Borgarbyggðar er jafnan mun meira á seinni árshelmingi og gildir það um alla helstu tekjustrauma; útsvar, framlag Jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur, svo sem greiðslur frá ríkissjóði vegna samningsbundinna verkefna. Rekstrarniðurstaðan er 92 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir á tímabilinu. Lakari afkoma milli ára og frávik frá áætlun skýrist af hækkun launakostnaðar umfram hækkun skatttekna og lægri endurgreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn.



Veltufé frá rekstri var neikvætt upp á 121 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en handbært fé frá rekstri var jákvætt um 167 m.kr. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.030 m.kr. og voru tekin ný langtímalán fyrir 900 m.kr. Staða handbærs fjár í lok júní 2025 var jákvæð um 508 m.kr. Stærstu fjárfestingar fyrri árshelmings voru í endurnýjuðu húsnæði GBF á Kleppjárnsreykjum og nýju knatthúsi í Borgarnesi fyrir um 400 m.kr. í hvoru verkefni um sig.



Eignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 11.076 m.kr. 30. júní s.l. og heildarskuldir stóðu í 5.123 m.kr.



Sex mánaða uppgjör gefur takmarkaða mynd af rekstri sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Þó er ljóst að mikil hækkun launakostnaðar umfram skatttekjur og stóraukinn hreinn kostnaður sveitarfélagsins af fjárhagsaðstoð hafa veruleg neikvæð áhrif á afkomu ársins. Mikilvægt er að ná tökum á þeirri óheillaþróun.



Samþykkt samhljóða



Fylgiskjöl


4. Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi
2311314

Afgreiðsla fundar byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 720:"Framlögð beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2026.



Byggðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk að fjárhæð 200.000 kr. fyrir árið 2026.



Málinu vísað til staðfestingar í sveitarstjórn"

Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk að fjárhæð 200.000 kr. fyrir árið 2026.



Samþykkt samhljóða



5. Erindi frá körfuknattleiksdeild Skallagríms vegna Þorsteinsgötu 5
2507195

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 720: "Framlögð drög að samningi við Körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæðinu við Þorsteinsgötu 5 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 716.



Lilja Björg Ágústsdóttir og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir víkja af fundi undir þessum lið.



Byggðarráð samþykkir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæði við Þorsteinsgötu 5, dags. 19.08.2025 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn staðfestir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæðinu Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi dags. 19.08.2025.



Samþykkt samhljóða



Lilja Björg Ágústsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.



6. Bjargsland og Kveldúlfshöfði - Gatnagerð og kostnaður
2203079

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 720: "Framlögð opnunarskýrsla vegna útboðs á gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi dags. 11. september 2025.



Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Borgarverk ehf. í gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið rúmast innan fjárheimilda.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Borgarverks ehf. í verkið gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi.



Samþykkt samhljóða



7. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 720: "Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs frá fundi nr. 719, farið yfir áframhaldandi vinnu við yfirferð á innsendum tilboðum. Logi Sigurðsson, umhverfisfulltrúi kemur til fundarins undir þessum lið og fer yfir valforsendur útboðs.



Mati á tilboðum er lokið. Niðurstaða matsins er að velja tilboð Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 1, Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 2, Hundastapa ehf. í samningshluta 5, Hundastapa ehf. í samningshluta 6 og Gests Úlfarssonar í samningshluta 7. Enginn tilboð bárust í samningshluta 3 og 4 sem uppfylla skilmála útboðslýsingar.



Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val á þeim tilboðum sem voru hagkvæmust samkvæmt valforsendum útboðslýsingar og standast skilmála útboðs."

Sveitarstjórn staðfestir að velja skuli tilboð Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 1, Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 2, Hundastapa ehf. í samningshluta 5, Hundastapa ehf. í samningshluta 6 og Gests Úlfarssonar í samningshluta 7. Enginn tilboð bárust í samningshluta 3 og 4 sem uppfylla skilmála útboðslýsingar.



Samþykkt samhljóða



8. Styrkvegaumsóknir 2025
2502060

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 720: "Borgarbyggð fékk úthlutað 3.500.000 kr. í styrkvegi frá Vegagerðinni.



Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir vonbrigðum yfir þeirri upphæð sem Borgarbyggð fékk úthlutað frá Vegagerðinni í ár úr styrkvegasjóði.



Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:



Vegur að Arnarvatnsheiði.



Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.



Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.



Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.



Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.



Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd og leggur til við sveitarstjórn að ákveðið verði útdeiling á styrk í samræmi við tillögu nefndarinnar eða með eftirfarandi hætti.







Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:



Vegur að Arnarvatnsheiði.



Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.



Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.



Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.



Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstórn staðfestir að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:



Vegur að Arnarvatnsheiði.



Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.



Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.



Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.



Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


9. Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
2311308

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 721: "Farið yfir stöðuna á framkvæmdum vegna stigalýsingar upp í Einkunnir. Erfiðlega hefur gengið að fá verktaka til að taka verið að sér og því var ákveðið að skipta upp verkþáttum. Fyrir liggja tilboð tveggja verktaka þ.e. Arnar rafvirki ehf. og Sigur-garðar ehf. samtals að fjárhæð 52.913.784 m.kr. Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri, Ottó Ólafsson, verkefnastjóri og Hlynur Ólafsson verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.



Sigurður Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki (D. listi) leggur til að málinu verði frestað og vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026: Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) 1 atkvæði með tillögu (SG)."



Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í verkið Stígalýsing upp í Einkunnir, samtals að fjárhæð 52.913.784 kr. enda rúmast verkið innan fjárheimilda. Máli vísað til sveitarstjórnar.



Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) á móti 1 atkvæði (SG).

Sveitarstjórn staðfestir að gengið verði til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í verkið Stígalýsing upp í Einkunnir, samtals að fjárhæð 52.913.784 kr. enda rúmast verkið innan fjárheimilda.



Tillagan felld með 5 atkvæðum

Með kusu: GLE, DS, SÓ og EÓT

Á móti: SG, KRS, TDH, KÁM og ÞB





Til máls tók: SG og KRS



10. Göngustígar - Verðfyrirspurn
2503353

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 721:"Lögð fram tilboðsskrá vegna göngustígar meðfram Snæfellsnessveg. Fyrirliggur tilboð frá Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168.



Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur (D. listi) leggur fram eftirfarandi tillögu: Besti tími til malbikunar er yfir sumarmánuðina sá tími er liðinn og í ljósi þessa legg ég til að malbikun göngustígs verði frestað og vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2026.



Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði með tillögu (SG)



Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168 m.kr., um að leggja göngustíg meðfram Snæfellsveg byggt á framlögðum tilboðsgögnum. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og mun kostnaður skiptast til helminga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.



Samþykkt með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði á móti (SG)"

Sveitarstjórn staðfestir að gengið verði til samninga við Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168 m.kr., um að leggja göngustíg meðfram Snæfellsveg byggt á framlögðum tilboðsgögnum. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og mun kostnaður skiptast til helminga.



Samþykkt með 5 atkvæðum

Með kusu: ÞB, DS, GLE, SÓ og EÓT

Á móti: TDH, SG, KRS og KÁM



11. Tilboð um kaup - Álftanes á Mýrum
2509218

Afgreiðsla fundar byggðarráðs nr. 721: "Lagt fram formlegt boð Ásdísar Haraldsdóttur þar sem Borgarbyggð er boðið að kaupa jörðina Álftanes á Mýrum.



Byggðarráð þakkar málsbeiðanda fyrir innsent erindi og gott boð. Byggðarráð er þó ekki fært að samþykkja boð um kaup á Álftanesi á Mýrum. Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er hlutverk sveitarfélaga að annast þau verkefni sem þeim eru falin með lögum, meðal annars rekstur grunnskóla, skipulags- og byggingarmál, félagsþjónustu og fleiri lögbundin verkefni. Því er ekki unnt að rökstyðja kaup á fasteignum og jörðum sem ekki eru nauðsynleg til að uppfylla þetta lögbundna hlutverk sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn staðfesir ákvörðun byggðaráðs um að ekki verði gengið að tilboði um kaup á Álftanesi á Mýrum.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


12. Hagasjóður - niðurlagning sjóðsins
2509039

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 721:"Stjórnarmenn sem síðast sátu í stjórn Hagasjóðs hafa óskað eftir að sjóðurinn verði lagður niður.



Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Hagasjóður verði lagður niður og að þeir fjármunir sem eru til staðar í sjóðnum renni til Staðarhraunskirkju, kt. 610269-0529 enda er það í samræmi við tilgang sjóðsins.



Máli vísað til sveitarstjórnar



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn samþykkir að Hagasjóður verði lagður niður og að þeir fjármunir sem eru til staðar í sjóðnum renni til Staðarhraunskirkju, kt. 610269-0529.





Samþykkt samhljóða



13. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
2509122

Afgreiðslaf frá fundi byggðarráðs nr. 721:"Framlagt fundarboð á ársfund jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025.



Fundur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fer fram 1. október nk. kl. 16.00. Er Lilju Björgu Ágústsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn staðfestir að Lilju B. Ágústsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hafi verið falið að mæta fyrir hönd Borgarbyggðar á fund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fór 1. október sl.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


14. Niðurstöður íbúakosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og skipun stjórnar til undirbúnings stofnunar sameinaðs sveitarfélags
2509247

Afgreiðsla fundar byggðarráðs nr. 721:"Tillaga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps var samþykkt í báðum sveitarfélögum í íbúakosningum sem fram fóru dagana 5.-20. september sl.



Í Borgarbyggð voru 3.137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. Já sögðu 417 eða 83,2% greiddra atkvæða, Nei sögðu 82 eða 16,4%. Tveir seðlar voru auðir. Í Skorradalshreppi var 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. Já sögðu 32 eða 59,3% en 22 sögðu nei eða 40,7%.



Í ljósi niðurstöðu íbúakosninganna skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skipa tvo til þrjá fulltrúa hvor í stjórn til undirbúnings að stofnun nýs sveitarfélags skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga. Lagt er til að stjórnin verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og þremur til vara.



Byggðarráð þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar.



Sveitarstjórn skipar Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Ragnhildi Evu Jónsdóttur og Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur til vara. Málinu vísað til sveitarstjórnar



Samþykkt samhljóða"

Lögð fram skýrsla kjörstjórnar um sameiningakosningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Tillaga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps var samþykkt í báðum sveitarfélögum í íbúakosningum sem fram fóru dagana 5.-20. september sl.



Í Borgarbyggð voru 3.137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. Já sögðu 417 eða 83,2% greiddra atkvæða, Nei sögðu 82 eða 16,4%. Tveir seðlar voru auðir. Í Skorradalshreppi var 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. Já sögðu 32 eða 59,3% en 22 sögðu nei eða 40,7%.



Í ljósi niðurstöðu íbúakosninganna skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skipa tvo til þrjá fulltrúa hvor í stjórn til undirbúnings að stofnun nýs sveitarfélags skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga. Lagt er til að stjórnin verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og þremur til vara.



Sveitarstjórn þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar.



Sveitarstjórn skipar Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Ragnhildi Evu Jónsdóttur og Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur til vara.



Samþykkt samhljóða



Til máls tóku SG og KRS



15. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs 722:"Lögð fram drög að þjónustusamningum við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli.



Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð drög að þjónustusamningum við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli. Sveitarstjóra falið að fullvinna m.t.t. athugasemda sem fram komu á fundi og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn samþykkir samning vegna snjómoksturs við Gest Úlfasson, dags. 10. október 2025 og felur sveitarstjóra að undirrita hann.



Sveitarstjórn samþykkir samning vegna snjómoksturs við Hundastapa ehf. dags. 10. október 2025 og felur sveitarstjóra að undirrita hann.



Sveitarstjórn samþykkir samning vegna snjómoksturs við Hálstak Tryggva ehf. dags. 10. október 2025 og felur sveitarstjóra að undirrita hann.



Samþykkt samhljóða



16. Umferðarhraði að Einkunnum
2509271

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 722: "Umsjónanefnd fólkvagnsins í Einkunnum ræddi á fundi nr. 91 þann 24. október 2025 um umferðarhraða frá hringveginum að fólkvanginum. Umsjónanefnd fólkvangsins í Einkunnum leggur til að ökuhraði verði færður niður í 20 km/klst til að auka umferðaröryggi og vísar þeirri ákvörðun til Byggðaráðs.



Byggðarráð tekur undir tillögu umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum og leggur til við sveitarstjórn að umferðarhraði á veginum frá Vindási upp að Einkunnum verði 20 km/klst og felur sveitarstjóra að vinna að því að hrinda tillögunni í framkvæmd. Málinu vísað til sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða"

Lögð fram tillaga Sigurðar Guðmundssonar, Sjálfstæðisflokki (D-listi)um að umferðarhraði á veginum frá Vindási upp að Einkunnum verði 30 km/klst.



Tillagan felld með 5 atkvæðum

Með: SG, KÁM og KRS

Á móti: EÓT, SÓ, ÞB, DS, GLE og TDH





Sveitarstjórn staðfestir að umferðarhraði á veginum frá Vindási upp að Einkunnum verði 20 km/klst og felur sveitarstjóra að vinna að því að hrinda tillögunni í framkvæmd.



Samþykkt með 8 atkæðum: TDH, SG, KRS, EÓT, SÓ, ÞB, DS og GLE

Einn sat hjá: KÁM



Til máls tóku: SG, GLE og DS



17. Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
2102003

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 722:"Lögð fram tillaga að breytingu á úthlutunarreglum lóða í Borgarbyggð í samræmi við afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 720.



Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingu á úthlutunarreglum fyrir lóðir í Borgarbyggð og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja. Málinu vísað til sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða



Stefán Broddi Guðjónsson kom til fundarins á ný.



Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi."

Sveitarstjórn staðfestir reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra falið að birta uppfærðar reglur.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


18. Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
2501129

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 722:"Farið yfir stöðu vinnu við kynningu og markaðssetningu á nýrri íbúðabyggð í Bjargslandi. Kynnt frumútgáfa af markaðssíðu fyrir lóðir. Farið yfir samningsgerð við Borgarverk vegna fyrirkomulags á úthlutun lóðanna.



Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna framlagðan viðauka við samning við Borgarverk og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að fyrsta skref hefur verið stigið en ljóst er að talsvert verk er óunnið í að fullgera síðuna áður en hún fer í loftið. Hins vegar getur hún nýst sem tól til að hefja ferli við úthlutun lóða. Sveitarstjóra falið að fullvinna í samstarfi við hönnuð.



Samþykkt samhljóða.



GLE vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið."

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka um fyrirkomulag úthlutunar lóða vegna síðari áfanga Bjarglands II í Borgarnesi, við samning við Borgarverk og felur sveitarstjóra að undirrita hann.



Samþykkt samhljóða



19. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2025
2503350

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 722: "Framlögð tillaga sveitarstjóra um áframhald á skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarfélagið hefur lánsloforð hjá sjóðnum að fjárhæð 2,0 ma.kr. Fyrir lok október verði lögð fram tillaga fyrir byggðarráð um nánari útfærslu."

Sveitarstjórn samþykkir áframhald á skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarfélagið hefur lánsloforð hjá sjóðnum að fjárhæð 2,0 ma.kr. Fyrir lok október verði lögð fram tillaga fyrir byggðarráð um nánari útfærslu.



Samþykkt með 6 atkvæðum

Með kusu: KRS, EÓT, SÓ, ÞB, DS og GLE

Sátu hjá: SG, KÁM og TDH



Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðisflokki (D. lista) leggur fram eftirfarandi bókun: Í upphafi kjörtímabils var ljóst að staða sveitarfélagsins var það góð að mögulegt var að ráðast í löngu tímabæra uppbyggingu innviða sveitarfélagsins enda öll framboð fyrir seinustu kosningar með það á stefnuskrá sinni. Mismunandi skoðanir flokka á forgangsröðun fjárfestinga hefur komið í ljós allt kjörtímabilið en endanleg fjárfestingaráætlun meirihlutans hefur allajafna ekki tekið breytingum í umfjöllun um hana í sveitarstjórn og er forgangsröðun sem unnið er eftir alfarið á ábyrgð meirihluta Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Nú er komið að því að taka lán fyrir því sem hefur verið framkvæmt umfram handbært fé sveitarfélagsins og hér á eftir er lagt fyrir sveitarstjórn að samþykkja lántöku uppá 2.000 milljónir sem aukning á langtímaskuldum A sjóðs um 118%. Þessum fjármunum verður að hluta varið í fjárfestingar innviða samkvæmt forgangsröðun Framsóknarflokksins sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum oftar en ekki verið á öðru máli um hver ætti að vera. Við mun því sitja hjá við afgreiðslu á heimild til sveitarfélagsins til að ráðast í þessa lántöku.





Til máls tóku: SG, DS, SG, DS, KRS, GLE og SBG



20. Háskólasamfélagið í Borgarbyggð - rannsóknir og nýsköpun á Hvanneyri
2510057

Háskólar á Íslandi standa á krossgötum. Í Borgarbyggð starfa tveir öflugir en ólíkir háskólir sem eru leiðandi hvor á sínu sviði.

Háskólar á Íslandi standa á krossgötum. Bæði Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa verið leiðandi í breyttu umhverfi og þróun menntunar og rannsókna á háskólastigi, hvor á sínu sviði. Skólarnir hafa átt með sér gott samstarf, ekki síst í undanfarin ár eftir stofnun nýsköpunarmiðstöðvarinnar Gleipnis fyrir fjórum árum. Í dag leigir Háskólinn á Bifröst húsnæði á Hvanneyri fyrir staðlotur ásamt skrifstofuhúsnæði fyrir starfstöð sína á svæðinu. Sveitarstjórn Borgarbyggðar styður eindregið hugmyndir um frekara samstarf skólanna.

Báðir skólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í að skapa og miðla sérfræðiþekkingu um land allt með áherslu á atvinnu- og verðmætasköpun. Skólarnir hafa frá upphafi menntað fólk til ábyrgðar og þá sérstaklega greitt leið landsbyggðarfólks að háskólanámi sem markað hafa gæfuspor í íslensku samfélagi og atvinnulífi.

Háskólinn á Bifröst er brautryðjandi fjarnáms á Íslandi og heldur þannig áfram að gegna lykilhlutverki í að styrkja byggðafestu og byggðaþróun á Íslandi. Háskólinn á Bifröst gerir íbúum landsbyggðarinnar kleift að stunda háskólanám hvaðan sem er án þess að nemendur þurfi að flytjast búferlum. Hann er með stærstu viðskiptadeild landsins og stundar öflugar rannsóknir á sviði byggðamála, sveitarstjórnamála, mannauðsfræða, öryggismála, fjármála og fleiri greina, og undirbýr nú umsókn um doktorsnám.

Landbúnaðarháskólann skarar sömuleiðis fram úr í fjarnámi á landsvísu. Hann leiðir rannsóknir og kennslu á Íslandi á sviði auðlindanýtingar, landbúnaðar, fæðuöryggis, skipulags og sjálbærni ásamt því að virka sem segull fyrir alþjóðlega nemendur og sérfræðinga. Slíkar sérhæfðar rannsóknir eru forsenda þess að nýjar stoðir í íslensku atvinnulífi blómstri og skili sem mestum ávinningi fyrir íslenskt þjóðarbú. Stjórnvöld sem kenna sig við verðmætasköpun verða að tryggja að ekki dragist lengur að löngu fjármögnuð jarðræktarmiðstöð rísi við skólann. Samfélagið á Hvanneyri hefur byggst upp í nánu samstarfi við skólann og býður nemendum frábæra þjónustu og umhverfi til náms.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hvetur stjórnvöld eindregið til að efla báða háskólana í kennslu, rannsóknum og nýsköpun með áherslu á uppbyggingu á Hvanneyri. Mikil tækifæri felast í sameiningu eða samstarfi stofnana á Hvanneyri og vinda þar með ofan af þeirri sundurleitni sem gætir í rannsóknum á landnýtingu, jarðrækt og fæðuöryggi landsins.

Hvanneyri er um klukkustundar akstur frá höfuðborginni og styttist sá tími vegalengd verulega með tilkomu Sundabrautar. Á sama tíma er Hvanneyri við krossgötur landshluta, miðsvæðis í landbúnaðar- og ferðaþjónustuhéraði. Land á Hvanneyri er í eigu ríkisins og öll skilyrði til staðar fyrir hagkvæma uppbyggingu. Þar eru lausar lóðir til uppbyggingar íbúða og atvinnulífs og leikskólavist í boði fyrir börn frá tólf mánaða aldri.



Samþykkt samhljóða



21. Umsókn um deiliskipulag
2509102

Afgreiðsla 79. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulegra breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir eigendum frístundahúsa á Brókarstíg 24, 26, 27, 28 og 30 og leita umsagna lögbundinna umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða"

Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir eigendum frístundahúsa á Brókarstíg 24, 26, 27, 28 og 30 og leita umsagna lögbundinna umsagnaraðila.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


22. Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
2301040

Afgreiðsla 79. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið sem breyta þó ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar voru með tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


23. Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
2301075

Afgreiðsla 79. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Friðrik Aspelund leggur fram tillögu að eftirfarandi breytingum á almennum skilmálum í kafla 7.16.

Að í 1. mgr. muni standa:

Svæði fyrir skógrækt og landgræðslu, svo sem nytjaskógrækt, fjölnytjaskógrækt, landbótaskógrækt,

landgræðsluskógrækt, skipulagða landgræðslu og aðra uppgræðslu.

Að í 2. mgr. muni standa:

Ný skógræktaráform sem ná til 50 ha eða stærra svæðis eru háð því að svæðið sé afmarkað með reit í þessum

flokki á aðalskipulagsuppdrætti. Svæði undir 50 ha að stærð í dreifbýli eru ekki færð inn á skipulagsuppdráttinn ef þau falla að ákvæðum um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.

Að í 4. mgr. skuli standa:

Fyrir ofan 300 m hæð er einungis heimilt að gróðursetja íslenskar plöntur samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000. Sveitarstjórn getur heimilað notkun

erlendra trjátegunda enda sé ekki um að ræða verndarsvæði, vistgerðir eða náttúrufyrirbæri sem njóta

verndar skv. lögum.

Samþykkt samhljóða.



Friðrik Aspelund leggur fram tillögu að eftirfarandi breytingum á almennum skilmálum í kafla 7.10.

Að í 17. mgr. muni standa:

Skógrækt á allt að 50 ha er heimil á landbúnaðarsvæðum. Skógrækt getur falist í hagnýtingu trjágróðurs til landbóta, fegrunar auk landgræðslu. Stærri skógrækt (50 ha og stærri) skal vera á skógræktar- og landgræðslusvæði.

Á landbúnaðarlandi í flokki I er heimilt að vera með skjólbelti en ekki skógrækt. Sama gildir um svæði sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.

Samþykkt samhljóða.



Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 skv. 32. gr. skipulagslaga 123/2010 til staðfestingar.

Skipulagsfulltrúa er falið að gera þær breytingar sem samþykktar voru á fundinum áður en aðalskipulagið er lagt fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Lögð fram tillaga Sigurðar Guðmundssonar, Sjálfstæðisflokki (D.lista) um að afgreiðslu aðalskipulagsins verði frestað um einn fund sbr. framlagðri bókun.



Tillagan felld

Með: SG, KÁM, KRS og TDH

Móti: DS, GLE, SÓ, EÓT, ÞB



Forseti leggur fram eftirfarandi bókun

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 skv. 32. gr. skipulagslaga 123/2010 til staðfestingar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundi skipulags- og byggingarnefndar.



Samþykkt með 7 atkvæðum

Með kusu: DS, GLE, SÓ, EÓT, SG, KÁM, ÞB og TDH

Á móti: KRS



Davíð Sigurðsson, Framsóknarflokki (B.lista) leggur fram eftirfarandi bókun: Í byrjun langar mig til að koma á framfæri fyrir hönd okkar sem höfum starfað í starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar kærum þökkum til starfsmanna Eflu sem hafa unnið þetta Aðalskipulag fyrir okkur og jafnframt skipulagsfulltrúa og starfsfólks skipulagssviðs sveitarfélagsins fyrir þá miklu vinnu sem þetta fólk hefur unnið í tengslum við þetta risastóra verkefni sem hefur verið í vinnslu síðustu þrjú ár.

Hér er lagt fram endurskoðað aðalskipulag sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu og er stefnan unnin skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037. Aðalskipulagi er skv. skipulagsreglugerð ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum. Aðalskipulag nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagamörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðalögum. Skipulagssvæðið á landi er tæplega 5.000 km2.

Unnið hefur verið að stefnumótun fyrir Borgarbyggð sem spennandi staðar til að heimsækja, búa, starfa og reka fyrirtæki í. Styrkleikar Borgarbyggðar eru m.a. fjölskylduvænt og vinalegt samfélag, nálægð við náttúru, staðsetning nálægt höfuðborgarsvæðinu og fjölbreytt afþreying og þjónusta. Leiðarljós Borgarbyggðar byggir á þessum styrkleikum:

„Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar-, og listalíf, góða þjónustu og vinalegt viðmót ásamt fjölbreyttri afþreyingu í einstakri náttúrufegurð.“

Á grunni þessa leiðarljóss eru einkunnarorð Borgarbyggðar:

“Lífið bíður þín í Borgarbyggð?

Lögð er áhersla á að Borgarnes er og verður áfram aðal þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Nýir byggðakjarnar hafa orðið til eða stækkað á gildistíma eldra skipulags. Þetta á t.d. við um Varmaland, Reykholt og Húsafell. Haft er í huga hvernig þéttbýlisstaðir geta þróast m.t.t. sjálfbærni byggðar og aðgengi að opnum svæðum. Horft er til þess hvernig má fella nýja byggð að þeirri sem fyrir er m.t.t. þess að styrkja bæjarbrag og þá starfsemi og samfélag sem fyrir er.

Öflug samfélagsþjónusta er í Borgarbyggð og samanstendur hún af skólum, allt frá leikskóla til háskóla, heilbrigðisstofnun og hjúkrunar- og dvalarheimili. Skólar anna áætlaðri fjölgun nemenda skv. Húsnæðisáætlun 2024 og sama gildir um hjúkrunarrými.

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og er lögð áhersla á að heilsa og vellíðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum.

Við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis er áhersla á minni og meðalstórar íbúðir, m.a. vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu og þörf fyrir starfsmannaíbúðir. Í dreifbýli sé á hverjum tíma nægt framboð af áhugaverðum búsetukostum þar sem reynt verður að koma til móts við óskir samfélagsins á hverjum tíma. Við mat á þörf fyrir nýja íbúðarbyggð er horft til Húsnæðisáætlunar 2024 en þar er gerð grein fyrir líklegri fjölgun íbúa og þörf fyrir íbúðir.

Í Borgarbyggð getur fólk valið milli þess að búa í þéttbýli, dreifbýli eða minni íbúðarkjörnum. Hefur þessi þróun verið að raungerast á síðustu árum og þeim farið fjölgandi sem kjósa að búa í dreifbýli án tengsla við landbúnað.

Greiðar samgöngur og ljósleiðaratenging hafa verulega breytt atvinnumöguleikum í sveitarfélaginu. Ljósleiðari veitir íbúum meiri tækifæri til fjarvinnu.

Þéttbýli er í Borgarnesi, Bifröst, Hvanneyri og Reykholti. Minni byggðakjarnar eru t.d. Kleppjárnsreykir, Varmaland og Húsafell. Í eldra skipulagi voru Kleppjárnsreykir þéttbýli en þar sem íbúar þar eru innan við 50 og byggð er dreifð þá er fallið frá þéttbýlisskilgreiningunni og svæðið verður dreifbýli í endurskoðuðu aðalskipulagi. Dregin eru þéttbýlismörk umhverfis Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst og Reykholt. Skilgreina þau vaxtarmörk þeirra og styðja við skýr mörk milli þéttbýlis og dreifbýlis. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir nokkrum svæðum fyrir nýja íbúðarbyggð í þéttbýli. Þessi svæði eru óbyggð. Í Reykholti er svæði fyrir um 100 íbúðir. Á Hvanneyri er tekið frá svæði

fyrir framtíðar byggingarland, þar má koma fyrir um 200 íbúðum. Á Bifröst er afmarkað svæði fyrir um 200 íbúðir. Í Borgarnesi er svæði fyrir um 500 íbúðir. Auk þess eru svæði í byggðakjörnum á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.

Í dreifbýli eru nokkur minni svæði, þeirra stærst er í Húsafelli þar sem verið er að byggja 40 íbúðir.

Allt land í sveitarfélaginu hefur verið flokkað m.t.t. ræktunarhæfni og mögulegrar nýtingar til matvælaframleiðslu.

Land var flokkað í fjóra flokka. Í fyrsta flokk fellur land sem er slétt og vel fallið til ræktunar, í fjórða flokk fellur land sem er bratt, grýtt, hátt yfir sjó eða með aðrar þær takmarkanir sem koma í veg fyrir ræktun þess. Niðurstaða flokkunarinnar er sett fram í skýrslunni „Borgarbyggð. Flokkun landbúnaðarlands 2024“ og kortlagningin sýnd á skýringaruppdrætti.

Landsskipulagsstefna leggur áherslu á að skipulag stuðli að fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu landbúnaðarlands í sátt við umhverfið og stuðli að fæðuöryggi þjóðarinnar. Líta skal á gott ræktunarland sem auðlind sem verði almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti.

Niðurstaða flokkunar landbúnaðarlands er nýtt til að móta stefnu um nýtingu og vernd landbúnaðarsvæða í heild og fyrir einstök svæði. Þannig eru settir strangari skilmálar til að besta ræktunarlandið verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu en rýmri heimildir eru til að nýta lakara eða óræktanlegt land undir annað en landbúnaðarstarfsemi.

? Borgarbyggð er sterkt landbúnaðarhérað þar sem byggt er á hefðbundnum landbúnaði og sköpuð skilyrði fyrir aðra starfsemi sem fellur vel að búskap eða búsetu í dreifbýli.

? Innan landbúnaðarlands haldist dreifbýlisyfirbragð, þ.e. þar verði ekki samfelld byggð eða götumynd. Búseta í dreifbýli án beinna tengsla við landbúnað er álitlegur kostur en beina skal uppbyggingu á þegar byggð svæði nálægt bæjartorfum og þeim innviðum sem þegar eru, vegum og veitum.

? Góðu ræktunarlandi verði haldið til haga fyrir matvælaframleiðslu og skal flokkun landbúnaðarlands ávallt lögð til grundvallar skipulagsákvörðunum á landbúnaðarsvæðum. Landi sem hentar vel til ræktunar matvæla verði almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti.



Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa fengið tækifæri til þess að leiða þessa vinnu fyrir hönd okkar í sveitarstjórn sem formaður bæði starfshópsins og sem formaður skipulags og byggingarnefndar, ég get ekki látið hjá líða að koma á framfæri þökkum frá mér persónulega til samnefndarmanna minna í þessari vinnu. Vinnan gekk mjög vel og enginn ágreiningur var um lokaafurðina og niðurstaða sem allir gátu gengið sáttir frá náðist um öll þau atriði sem skiptar skoðanir voru um, þannig að hér er lögð fram sú lokaafurð sem er ánægjulegt að segja að þverpólitísk samstaða náðist um.



Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðisflokki (D. lista) lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar:Óvissa ríkir um hvort uppbyggingaráform í Brákarey muni raungerast á næstunni. Með því að samþykkja Aðalskipulag sem felur í sér breytingar á landnotkun í Brákarey skapast ákveðin óvissa um stöðu aðila sem eiga eignir og stunda atvinnurekstur í Brákarey. Við sveitarstjórnarfulltrúar í minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar höfum áhyggjur af þessari óvissu.

Fyrir hönd minnihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar legg ég til að afgreiðslu aðalskipulagsins verði frestað um einn fund og fengið lögfræðiálit sem fjalli um hvaða áhrif fyrirlyggjandi breyting á aðalskipulagi, með þeim skilmálum sem koma fram um svæð M402, hafa á núverandi starfsemi, ef gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið verður óbreytt.



Til máls tók: DS, SG, KRS, DS, SG, DS, TDH, GLE, KRS, TDH, DS, GLE, KÁM og DS.

Fylgiskjöl


24. Galtarholt 3 L135043 - Deiliskipulag
2302212

Afgreiðsla 79. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum en þó með þeim fyrirvara að viðbragðs- og neyðaráætlun fyrir svæðið verði gerð og send sveitarfélaginu og slökkviliði Borgarbyggðar.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


25. Umsögn - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum
2510077

Atvinnuvegaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993.

Bókun sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna frumvarps til laga um breytingu á búvörulögum

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur þungar áhyggjur af afkomu íslenskra bænda og þar með fæðuöryggi landsins. Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja og ber að vernda sérstaklega. Borgarbyggð hefur ekki farið varhluta af þessari þróun sem orðið hefur í nafni hagræðingar í greininni síðustu áratugi.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt drög að breytingum á búvörulögum. Verði þau að lögum óttast sveitarstjórn Borgarbyggðar að afkomu sífellt fleiri bænda verði teflt í tvísýnu.

Íslenskur landbúnaður þarfnast opinbers stuðnings til að lifa af. Á móti býður íslenskur landbúnaður neytendum upp á sjálfbæra matvælaframleiðslu í hæsta gæðaflokki, styður við fæðuöryggi í landinu, atvinnu og byggð í öllum landshlutum.

Drög að breytingum á búvörulögum virðast einkum taka mið af markaðs- og samkeppnissjónarmiðum. Það er langsótt að breytingarnar muni í raun stuðla að því markmiði að styrkja stöðu bænda og leiða til aukinnar verðmætasköpunar. Þvert á móti bendir flest til að minni stuðningur við innlendan landbúnað muni leiða til þess að bændur hætta í matvælaframleiðslu og snúi sér að öðru sem leiðir af sér að þjóðin verður háðari innflutningi.

Á hveitibrauðsdögum núverandi ríkisstjórnar átti forsætisráðherra góðan fund með íbúum í Borgarbyggð og víðar af Vesturlandi, ekki síst bændum. Bændur upplifðu þar skilning á þeirra stöðu og vilja til samstarfs um öflugri landbúnað í sveitum landsins. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hvetur atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina til að víkja ekki af vegi þessa samtals heldur vinna að bættri afkomu greinarinar í samráði við bændur.



Samþykkt samhljóða



26. Byggðarráð Borgarbyggðar - 720
2509011F

Fundargerð framlögð



Til máls tók TDH um lið 12

SÓ um lið 12

26.1
2508246
Vatnsveita Hraunhrepps - Endurnýjun vatnstanka
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð vísar erindi vatnsveitu Hraunhrepps til næsta viðauka við fjárhagsáætlun og til sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur þannig til við sveitarstjórn að aðalsjóður láni vatnsveitunni (b hluta fyrirtækinu) fyrir kaupum á vatnstökunum að hámarki 7 m.kr. og unnin verði áætlun um endurgreiðslu á fjármununum. Samþykkt samhljóða

26.2
2102003
Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Farið yfir núgildandi reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð og ljóst er að þörf er á að uppfæra þær. Sveitarstjóra falið að uppfæra reglurnar og leggja aftur fyrir byggðarráð. Samþykkt samhljóða

26.3
2203079
Bjargsland og Kveldúlfshöfði - Gatnagerð og kostnaður
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Borgarverk ehf. í gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið rúmast innan fjárheimilda.Samþykkt samhljóða

26.4
2401233
Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Mati á tilboðum er lokið. Niðurstaða matsins er að velja tilboð Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 1, Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 2, Hundastapa ehf. í samningshluta 5, Hundastapa ehf. í samningshluta 6 og Gests Úlfarssonar í samningshluta 7. Enginn tilboð bárust í samningshluta 3 og 4 sem uppfylla skilmála útboðslýsingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val á þeim tilboðum sem voru hagkvæmust samkvæmt valforsendum útboðslýsingar og standast skilmála útboðs.Samþykkt samhljóða

26.5
2502060
Styrkvegaumsóknir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd og leggur til við sveitarstjórn að ákveðið verði útdeiling á styrk í samræmi við tillögu nefndarinnar eða með eftirfarandi hætti. Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:Vegur að Arnarvatnsheiði.Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.Samþykkt samhljóða

26.6
2509104
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2025 eins og síðustu ár enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar. Lagt er til að keyptur verði grunnpakki án aukaspurninga til samanburðar við fyrri ár.Samþykkt samhljóða

26.7
2311314
Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk að fjárhæð 200.000 kr. fyrir árið 2026.Málinu vísað til staðfestingar í sveitarstjórn

26.8
2509106
Veitumál á Varmalandi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð þakkar Vilhjálmi Hjörleifssyni kærlega fyrir þessa samantekt og ábendingar og er sveitarstjóra falið að rýna stöðuna og vinna málið áfram. Að lögð verði aðgerðar- og kostnaðaráætlun fyrir byggðarráð í framhaldinu. Samþykkt samhljóða

26.9
2507195
Erindi frá körfuknattleiksdeild Skallagríms vegna Þorsteinsgötu 5
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæði við Þorsteinsgötu 5, dags. 19.08.2025 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða

26.10
2509061
Vallarás 14D og 14E - Umsókn um lóð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir að úthlutað verði lóðunum Vallarás 14D og 14E til Sigur-garða ehf. enda uppfyllir lóðarhafi sett skilyrði og hefur skilað inn tilskildum gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð. Samþykkt samhljóða

26.11
2509062
Vallarás 14 - Umsókn um lóð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð samþykkir að úthlutað verði lóðunum Vallarás 14 til Sindri sjálfur slf. enda uppfyllir lóðarhafi sett skilyrði og hefur skilað inn tilskildum gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð. Samþykkt samhljóða

26.12
2509068
Beiðni um fjárstuðning við starfsemi Stígamóta 2026
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Stígamótum verði veittur rekstrarstyrkur að fjárhæð 100.000 kr. Samþykkt samhljóða

26.13
2509070
Haustþing SSV 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Haustþing samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram 24. september nk. Fulltrúar Borgarbyggðar sbr. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 266 sem fram fór 12. júní sl. verða Aðalfulltrúar: Sigrún Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Brynja Þorsteinsdóttir og Eðvar Ólafur Traustason. Varafulltrúar: Guðveig Eyglóardóttir, Þórður Brynjarsson, Kristján Rafn Sigurðsson, Friðrik Aspelund og Davíð Sigurðsson. Smþykkt samhljóða

26.14
2405268
Tillögur að breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits
Byggðarráð Borgarbyggðar - 720

Nú ligga fyrir áform um breytinu á ýmsum lögum með það að markmiði að einfalda regluverk og auka skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum í Samráðsgátt. Sveitarstjórn Borgarbyggðar bókaði á fundi sínum nr. 257 sem fram fór 9. október 2024 afstöðu sína til þeirra breytinga sem liggja fyrir og ítrekar þær áhyggjur sem þar komu fram. Byggðarráð áréttar að um sé að ræða mikilvæga þjónustu og heilbrigðiseftirlit sem íbúar, stofnanir og fyrirtæki reiða sig á. Mikilvægt er að starfsmenn hafi staðgóða þekkingu og geti brugðist hratt við. Ef svo fer sem horfir virðist vera lögð aukin áhersla á miðstýringu eftirlitsstofnana sem getur haft í för með sér að staðbundin þekking geti tapist, þjónustulund minnki, viðbragðstími lengist og kostnaður notenda hækki. Samþykkt samhljóða



27. Byggðarráð Borgarbyggðar - 721
2509025F

Fundargerð framlögð

27.1
2502016
Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025 þar sem lagðar eru til breytingar á framkvæmdar - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 186.200.000 m.kr. í framlögðum viðauka er lagt upp með að mæta kostnaðarauka með aukinni lántöku og handbæru fé. Byggðarráð leggur til að farið verði yfir þær framkvæmdir sem eru á framkvæmdaráætlun ársins og fært á milli liða í þeim verkefnum sem ljóst er að næst ekki að klára á yfirstandandi ári. Eins að bætt verði við 5 m.kr. vegna frágangs í Brákarey. Sveitarstjóra falið að uppfæra viðaukann í samræmi við umræður á fundi og leggja aftur fyrir byggðarráð á næsta fundi. Samþykkt samhljóða

27.2
2509039
Hagasjóður - niðurlagning sjóðsins
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Hagasjóður verði lagður niður og að þeir fjármunir sem eru til staðar í sjóðnum renni til Staðarhraunskirkju, kt. 610269-0529 enda er það í samræmi við tilgang sjóðsins. Máli vísað til sveitarstjórnar Samþykkt samhljóða

27.3
2509240
Breyttur fundatími byggðarráðs
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Byggðarráð leggur til að næsti fundur byggðarráðs fari fram miðvikudaginn 1. október nk. kl. 8.15. Samþykkt samhljóða

27.4
2509122
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Fundur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fer fram 1. október nk. kl. 16.00. Er Lilju Björgu Ágústsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar. Samþykkt samhljóða

27.5
2509247
Niðurstöður íbúakosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og skipun stjórnar til undirbúnings stofnunar sameinaðs sveitarfélags
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Byggðarráð þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar.Sveitarstjórn skipar Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Ragnhildi Evu Jónsdóttur og Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur til vara. Málinu vísað til sveitarstjórnar Samþykkt samhljóða

27.6
2503097
Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Fundargerð framlögð

27.7
2502009
Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Fundargerð framlögð

27.8
2501012
Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Fundargerð framlögð

27.9
2509209
Staða framkvæmda í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Farið yfir stöðu framkvæmda. Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðiflokki (D lista) leggur fram eftirfarandi bókun: Ljóst er að nánast öll verkefni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hafa farið fram úr áætlunum, kostnaðarlega, tímalega eða hvorutveggja. Í þessum verkefnum hefur það opinberast að fulltrúar Framsóknarflokksins hafa á engann hátt náð utanum neitt af þessum verkefnum svo vel sé. Framsóknarflokkurinn ber einn póltíska ábyrgð á þeim framúrkeyrslum og oft á tíðum slælegu utanumhaldi þeirra uppbyggingarverkefna sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili. Guðveig Lind Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Framsóknarflokks (B lista): Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið farið í stórátak í uppbygginu innviða, endurbætur á skólahúsnæði, gatnagerð. Fjölgun atvinnu- og íbúðarhúsalóða. Um er að ræða löngu tímabærar aðgerðir sem bæði skapa verðmæti og auka búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Ljóst er að tímarammi og kostnaður við ákveðnar framkvæmdir hefur ekki verið samkvæmt áætlun. Það sem öllu máli skiptir er að vandað hefur verið til verka og eiga starfsmenn sveitarfélagsins þakkir skildar fyrir vel unnin störf undir miklu álagi. Fulltrúar Framsóknar fagna þeirri löngu tímabæru uppbyggingu sem hefur verið í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu eftir kyrrstöðu árin á undan.

27.10
2311308
Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Sigurður Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki (D. listi) leggur til að málinu verði frestað og vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026: Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) 1 atkvæði með tillögu (SG). Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í verkið Stígalýsing upp í Einkunnir, samtals að fjárhæð 52.913.784 kr. enda rúmast verkið innan fjárheimilda. Máli vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) á móti 1 atkvæði (SG).

27.11
2503353
Göngustígar - Verðfyrirspurn
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur (D. listi) leggur fram eftirfarandi tillögu: Besti tími til malbikunar er yfir sumarmánuðina sá tími er liðinn og í ljósi þessa legg ég til að malbikun göngustígs verði frestað og vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2026.Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði með tillögu (SG)Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168 m.kr., um að leggja göngustíg meðfram Snæfellsveg byggt á framlögðum tilboðsgögnum. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og mun kostnaður skiptast til helminga. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði á móti (SG)

27.12
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Ánægjulegt er að niðurrifi á fyrsta áfanga í eyjunni er lokið. Þar hefur verið gengið frá á verkstað og nokkuð til af efni sem mögulegt er að nýta í aðrar framkvæmdir. Ófyrirséður kostnaður hefur verið mikill við verkið en m.a kom í ljós á seinni stigum verksins meira efnismagn í grunni hússins. Verkís hefur farið með verkeftirlit með verkinu og unnu upphaflega kostnaðaráætlun. Ljóst er að verkið er ekki í samræmi við þá áætlun og lýsir byggðarráð yfir miklum vonbrigðum með það. Byggðarráð felur sveitarstjóra að rýna í þá sérfræðiþjónustu sem keypt var og kynna þá niðurstöðu fyrir byggðarráði í kjölfarið.Samþykkt samhljóða

27.13
2104092
Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Farið yfir stöðu verklegra framkvæmda við byggingu Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum. Verkið er nokkurn veginn á áætlun miðað við uppfærða tímaáætlun. Það eru þó nokkrir verkþættir þar sem ljóst er að fellur til viðbótarkostnaður í tengslum við verkið m.a. vegna magnbreytinga, hitalagna, hönnunar, breytingu á fráveitu og kaup á hreinisibúnaði. Hluti af ófyrirséðum kostnaði tengist fráveitumálum sem tilheyra ekki eingöngu framkvæmdinni við grunnskólann og er sveitarstjóra falið að fara yfir þann þátt og uppfæra viðauka m.t.t þess. Heildarframkvæmdarkostnaður er þó innan fjárheimilda. Gert hefur verið ráð fyrir auknum kostnaði í viðauka við fjárhagsáætlun ársins nr. 4. Samþykkt samhljóða

27.14
2509218
Tilboð um kaup - Álftanes á Mýrum
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Byggðarráð þakkar málsbeiðanda fyrir innsent erindi og gott boð. Byggðarráð er þó ekki fært að samþykkja boð um kaup á Álftanesi á Mýrum. Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er hlutverk sveitarfélaga að annast þau verkefni sem þeim eru falin með lögum, meðal annars rekstur grunnskóla, skipulags- og byggingarmál, félagsþjónustu og fleiri lögbundin verkefni. Því er ekki unnt að rökstyðja kaup á fasteignum og jörðum sem ekki eru nauðsynleg til að uppfylla þetta lögbundna hlutverk sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða

27.15
2509213
Starfsmannamál slökkviliðs
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Farið yfir grundvöll launaáætlunar fyrir slökkviliðið árið 2026. Samþykkt samhljóða

27.16
2509126
Tilkynning um kæru nr. 127/2025, Ógilding ákvörðunar byggingarfulltrúa v uppsetningar rannsóknarmasturs Grjóthálsi
Byggðarráð Borgarbyggðar - 721

Farið efnislega yfir kæruna og kærumálsgögn. Lögð fram greinargerð af hálfu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða



28. Byggðarráð Borgarbyggðar - 722
2509031F

Fundargerð framlögð

28.1
2509293
6 mánaða milliuppgjör 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Rekstrarniðurstaða A hluta Borgarbyggar var neikvæð um 320 m.kr. á fyrri árshelmingi 2025 en hún var til samanburðar neikvæð um 172 m.kr. á sama tímabili árið áður. Mikilvægt er að hafa í huga að tekjustreymi Borgarbyggðar er jafnan mun meira á seinni árshelmingi og gildir það um alla helstu tekjustrauma; útsvar, framlag Jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur, svo sem greiðslur frá ríkissjóði vegna samningsbundinna verkefna. Rekstrarniðurstaðan er 92 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir á tímabilinu. Lakari afkoma milli ára og frávik frá áætlun skýrist af hækkun launakostnaðar umfram hækkun skatttekna og lægri endurgreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn.Veltufé frá rekstri var neikvætt upp á 121 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en handbært fé frá rekstri var jákvætt um 167 m.kr. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.030 m.kr. og voru tekin ný langtímalán fyrir 900 m.kr. Staða handbærs fjár í lok júní 2025 var jákvæð um 508 m.kr. Stærstu fjárfestingar fyrri árshelmings voru í endurnýjuðu húsnæði GBF á Kleppjárnsreykjum og nýju knatthúsi í Borgarnesi fyrir um 400 m.kr. í hvoru verkefni um sig.Eignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 11.076 m.kr. 30. júní s.l. og heildarskuldir stóðu í 5.123 m.kr. Sex mánaða uppgjör gefur takmarkaða mynd af rekstri sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Þó er ljóst að mikil hækkun launakostnaðar umfram skatttekjur og stóraukinn hreinn kostnaður sveitarfélagsins af fjárhagsaðstoð hafa veruleg neikvæð áhrif á afkomu ársins. Mikilvægt er að ná tökum á þeirri óheillaþróun. 6 mánaða uppgjöri vegna ársins 2025 vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða Ragnhildur Eva Jónsdóttir Sjálfstæðisflokki (D. lista) Lagði fram eftirfarandi bókun: Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins lýsi ég yfir þungum áhyggjum af stöðu rekstursins og þróun undanfarna mánuði. Stefán Broddi Guðjónsson fór af fundi.

28.2
2503085
Umsagnarmál frá Alþingi 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Lagt fram.

28.3
2401233
Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð drög að þjónustusamningum við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli. Sveitarstjóra falið að fullvinna m.t.t. athugasemda sem fram komu á fundi og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða

28.4
2509306
Rennibrautir í sundlaug
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Fram hefur farið úttekt á ástandi rennibrauta við sundlaugina í Borgarnesi. Úttektin sýnir að þörf er á umfangsmiklum viðgerðum á öllum þremur rennibrautum við sundlaugina. Lagðir fram valkostir um viðgerð á núverandi rennibraut eða kaup á nýjum. Byggðarráð vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.Samþykkt samhljóða

28.5
2509271
Umferðarhraði að Einkunnum
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Byggðarráð tekur undir tillögu umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum og leggur til við sveitarstjórn að umferðarhraði á veginum frá Vindási upp að Einkunnum verði 20 km/klst og felur sveitarstjóra að vinna að því að hrinda tillögunni í framkvæmd. Málinu vísað til sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða

28.6
2502016
Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2025 þar sem lagðar eru til breytingar á framkvæmdar - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 191.200.000 m.kr. í framlögðum viðauka er lagt upp með að mæta kostnaðarauka með lækkun á öðrum liðum innan fjárfestingaráætlun ársins.Samþykkt samhljóða

28.7
2102003
Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingu á úthlutunarreglum fyrir lóðir í Borgarbyggð og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða Stefán Broddi Guðjónsson kom til fundarins á ný.Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi.

28.8
2501129
Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna framlagðan viðauka við samning við Borgarverk og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að fyrsta skref hefur verið stigið en ljóst er að talsvert verk er óunnið í að fullgera síðuna áður en hún fer í loftið. Hins vegar getur hún nýst sem tól til að hefja ferli við úthlutun lóða. Sveitarstjóra falið að fullvinna í samstarfi við hönnuð.Samþykkt samhljóða. GLE vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.

28.9
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Ljóst er að undirbúningsvinnu af hálfu ráðgjafa var mjög ábótavant. Sveitarstjóra falið að fara fram á fulla endugreiðslu útlagðs kostnaðar sveitarfélagsins vegna ráðgjafarvinnu við verkið.Samþykkt samhljóða.

28.10
2503350
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 722

Framlögð tillaga sveitarstjóra um áframhald á skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarfélagið hefur lánsloforð hjá sjóðnum að fjárhæð 2,0 ma.kr. Fyrir lok október verði lögð fram tillaga fyrir byggðarráð um nánari útfærslu.Samþykkt samhljóða.



29. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79
2509032F

Fundargerð framlögð

29.1
2509244
Breyttur fundartími skipulags- og byggingarnefndar
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breyttan fundartíma.Samþykkt samhljóða

29.2
2509016F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 250
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Lagt fram

29.3
2509027F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 251
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Lagt fram

29.4
2301040
Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið sem breyta þó ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt samhljóða.

29.5
2509102
Umsókn um deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulegra breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir eigendum frístundahúsa á Brókarstíg 24, 26, 27, 28 og 30 og leita umsagna lögbundinna umsagnaraðila.Samþykkt samhljóða.

29.6
2509129
Fyrirspurn um skipulagsmál
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn sveitarstjórnar, samþykkir að heimila byggingu á 30m² gestahúsi en bendir á að landeigandi þarf að uppfæra deiliskipulag. Frekari uppbygging á svæðinu verður ekki heimiluð nema búið sé að uppfæra deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.

29.7
2302212
Galtarholt 3 L135043 - Deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum en þó með þeim fyrirvara að viðbragðs- og neyðaráætlun fyrir svæðið verði gerð og send sveitarfélaginu og slökkviliði Borgarbyggðar.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.Samþykkt samhljóða.

29.8
2505064
Fjárhagsáætlun 2026
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við drög að framlagðri fjárhagsáætlun.Samþykkt samhljóða.

29.9
2301075
Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Friðrik Aspelund leggur fram tillögu að eftirfarandi breytingum á almennum skilmálum í kafla 7.16.Að í 1. mgr. muni standa:Svæði fyrir skógrækt og landgræðslu, svo sem nytjaskógrækt, fjölnytjaskógrækt, landbótaskógrækt,landgræðsluskógrækt, skipulagða landgræðslu og aðra uppgræðslu.Að í 2. mgr. muni standa:Ný skógræktaráform sem ná til 50 ha eða stærra svæðis eru háð því að svæðið sé afmarkað með reit í þessumflokki á aðalskipulagsuppdrætti. Svæði undir 50 ha að stærð í dreifbýli eru ekki færð inn á skipulagsuppdráttinn ef þau falla að ákvæðum um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.Að í 4. mgr. skuli standa:Fyrir ofan 300 m hæð er einungis heimilt að gróðursetja íslenskar plöntur samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000. Sveitarstjórn getur heimilað notkunerlendra trjátegunda enda sé ekki um að ræða verndarsvæði, vistgerðir eða náttúrufyrirbæri sem njótaverndar skv. lögum.Samþykkt samhljóða.Friðrik Aspelund leggur fram tillögu að eftirfarandi breytingum á almennum skilmálum í kafla 7.10. Að í 17. mgr. muni standa:Skógrækt á allt að 50 ha er heimil á landbúnaðarsvæðum. Skógrækt getur falist í hagnýtingu trjágróðurs til landbóta, fegrunar auk landgræðslu. Stærri skógrækt (50 ha og stærri) skal vera á skógræktar- og landgræðslusvæði. Á landbúnaðarlandi í flokki I er heimilt að vera með skjólbelti en ekki skógrækt. Sama gildir um svæði sem njóta verndar vegna jarðminja, vistkerfa eða menningarminja.Samþykkt samhljóða.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 skv. 32. gr. skipulagslaga 123/2010 til staðfestingar.Skipulagsfulltrúa er falið að gera þær breytingar sem samþykktar voru á fundinum áður en aðalskipulagið er lagt fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

29.10
2509008F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 62
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Lagt fram

29.11
2509019F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 63
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 79

Lagt fram



30. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 81
2509022F

Fundargerð framlögð

30.1
2508258
Umhverfisviðurkenningar 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 81

Niðurstöður verða kynntar á næsta fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þegar verlaun verða afhent.

30.2
2503209
Hreinsunarátök 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 81

Í samræmi við afgreiðslu á 80. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar fór fram verðfyrirspurn um söfnun brotajárns. Fjögur tilboð bárust. Hagstæðasta tilboðið barst frá Hringrás. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að fela starfsmanni að ganga til samninga við Hringrás, að uppfylltum skilmálum, á grundvelli þess.Áætlað er að söfnunin fari fram undir lok október og nóvember.

30.3
2505233
Söfnun rúlluplasts 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 81

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.



31. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164
2510004F

Fundargerð framlögð



KÁM yfirgaf fundinn kl. 18.29

31.1
2501057
Trúnaðarbók 2025
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

31.2
2411036
Gjaldskrár fjölskyldusviðs 2025
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164

Gjaldskrá tekur að hluta til mið af vísitöluhækkun. Velferðarnefnd leggur til að gjaldskrá er snýr að félagslegri heimaþjónustu taki mið af hjúskap og tekjum. Hækkun á heimsendum mat tekur mið af kostnaði á hvern matarbakka. Jafnframt verður áfram unnið að hækkun á akstursþjónustu og að hún taki gildi um áramót 2026.

31.3
2306047
Janus heilsuefling
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164

Velferðarnefnd telur að nýtt greiðslufyrirkomulag sé bæði hagkvæmara fyrir sveitarfélagið og veiti meiri fyrirsjáanleika þegar kemur að kostnaði og fyrirkomulagi. Velferðarnefnd samþykkir því fyrir sitt leyti að gengi verði til áframhaldandi samninga við Janus heilsueflingu, og valin verði þjónustuleið 1. Leggur nefndin áherslu á að nýr samningur verði til tveggja ára. Er málinu vísað til Byggðarráðs.

31.4
2510035
Umboðsmaður barna
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164

Velferðarnefnd þakkar Umboðsmanni barna og föruneyti hans fyrir komuna og sýndan áhuga á málefnum barna og fjölskyldna í sveitarfélaginu.

31.5
1810002
Félagslegt leiguhúsnæði
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 164

Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofnaður verði vinnuhópur til að endurskoða fyrirkomulag félagslegs leiguhúsnæðis, með áherslu á sölu eigna í mikilli viðhaldsþörf og utan þéttbýliskjarna, endurfjárfestingu í hagkvæmum eignum og aukið samstarf við leigufélög. Lagt er til að í vinnuhópnum sé félagsmálastjóri, verkefnastjóri í félagsþjónustu, umsjónarmaður fasteigna, fjármálastjóri, formaður velferðarnefndar og sveitastjóri. Vinnuhópurinn skal leggja fram heilstæða framkvæmdaáætlun innan þriggja mánaða, eða í síðasta lagi 15. janúar 2026. Samhliða verði hafið samtal við leigufélög varðandi uppbyggingu og fjárfestingu í sveitarfélaginu.



32. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245
2508027F

Fundargerð framlögð

32.1
2508293
Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sonja Lind íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir starfsemi frístundar í haust. Það hefur verið mikil áskorun að ná að manna frístund og því miður var ekki hægt að opna fyrir alla árganga við upphaf skólaárs. Nú í byrjun október stefnir í að hægt sé að opna fyrir alla árganga í Borgarnesi.

32.2
2506233
Steam Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Máli frestað.

32.3
2506057
Fundargerðir ungmennaráðs 2025
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Fundargerðir ungmennaráðs lagðar fram.

32.4
2509272
Reglur um námsstyrki til starfsmanna á leikskólum Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram breytingar á reglum um námsstyrki til starfsmanna leikskóla Borgarbyggðar. Reglurnar taka við af reglum um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar og falla þær því úr gildi.Fræðslunefnd samþykkir Reglur um námsstyrki til starfsmanna í leikskólum Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.

32.5
2508295
Starfsemi Vinnuskóla og sumarfjörs 2025
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sonja Lind íþrótta og tómstundafulltrúi fer yfir starfsemi vinnuskóla og sumarfjörs í sumar. Fjölbreytt starf var í boði og sérstök áhersla á að bjóða upp öfluga dagskrá fyrir börn í 5.-7.bekk. Vinnuskólinn sambandi við fyrirtæki og stofnanir um að taka við vinnuskólastarfsmönnum. Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag starfsins í sumar.

32.6
2508292
Frístund á Varmalandi
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um málið. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram og því er vísað til Byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

32.7
2508294
Nemendatölur í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar 2025 haust
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sviðsstjóri leggur fram minnisblað um nemendatölur í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar.

32.8
2501035
Umgjörð leikskóla hjá Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir hvernig framkvæmd við breytingar á umgjörð leikskóla hefur gengið. Almennt hefur breytinginn gengið vel og hefur töluverður fjöldi foreldra ákveðið að breyta vistunartíma sinna barna.

32.9
2509057
Ósk um endurskoðun skólaaksturs í Lundarreykjadal og Bæjarsveit
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Fræðslunefnd tekur undir erindið og óskar eftir að það sé kostnaðarmetið og lagt fyrir Byggðarráð til samþykkis.Samþykkt samhljóða.

32.10
2509056
Ósk um breytingu á skóladagatali
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Fræðslunefnd samþykkir framlagða breytingu á skóladagatali Grunnskólans í Borgarnesi.

32.11
2507028
Innleiðing á Frigg
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 245

Lagt fram til kynningar.



Fundi slitið - kl. 19:00