Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

64. fundur

9. október 2025 kl. 10:00 - 00:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Umsókn um lóð
2509233

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Kárastaðaland - spennistöð úr landi Kárastaðalands L210317 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 20 fm að stærð og skilgreind sem iðnaðar- og athafnalóð.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 20 fm lóð, Kárastaðaland - spennistöð, úr upprunalandinu Kárastaðaland L210317 þegar aðkoma að lóðinni hefur verið skilgreind, merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.



2. Fúsavatn - Umsókn um stofnun lóða
2509147

Lögð er fram ósk landeiganda Fúsavatns L230944 í Borgarbyggð um að breyta stærð lands úr 136 ha í 340 ha, stækkar landið um 204 ha. Aðliggjandi land, Leirulækur L135942 mæld stærð verður 427,6 en stærð þess er óskráð skv. HMS. Fasteignir fylgja ekki hlutdeild í óskiptu landi Leirulækjar L135942. Mannvirki eru fyrir í landi Fúsavatns L230944. Aðkoma er frá Álftaneshreppsvegi (533). Neysluvatn kemur frá Vatnsveitu Álftaneshrepps í Borgarbyggð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Landnotkun er skilgreind Landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Fúsavatn L230944 úr 136 ha í 340 ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.



3. Hreðavatn - umsókn um stofnun lóða - 134772
2509054

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Hreðalækur úr landi Hreðavatns L134772 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 10.000 fm að stærð og verður skilgreind sem frístundalóð. Hreðavatn L134772 mun minnka sem því nemur en stærð þess er óskráð samkvæmt HMS. Kvöð er gerð á upprunalandi um að aðkomu að þessari lóð um veg sem má leggja samkvæmt uppdrætti. Einnig er kvöð um að rafveita, vatnsveitur, ljósleiðari o.þ.h. liggi um upprunaland að nýstofnaðri lóð.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 10.000 fm lóð, Hreðalækur,úr upprunalandinu Hreðavatn L134772 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð.



4. Umsókn um stofnun lóða Snorrastaðir
2503115

Á 53. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa var lögð fram ósk um stofnun nýrrar lóðar. Lóðin var sögð vera 35.000 fm en samkvæmt uppfærðum og samþykktum gögnum er lóðin 350.000 fm.

Skipulagsfulltrúi samþykkir framlagða leiðréttingu á stærð landsins sem samþykkt var á 53. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.



5. Sólbakki 31a - umsókn um stofnun lóðar
2508053

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Sólbakki 31a úr landi Borgarnesland L191985 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Lóðin er 20,3 fm að stærð og verður skilgreind sem iðnaðar- og athafnalóð.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 20,3 fm lóð, Sólbakki 31a, úr upprunalandinu Borgarnesland L191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.



6. Brúartorg 6a - Umsókn um stofnun lóða
2510041

Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Brúartorg 6A úr landi Borgarnesland L191985 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 35 fm að stærð og skilgreind sem iðnaðar- og athafnalóð. Hnit samræmast merkjalýsingu fyrir Brúartorg 6.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 35 fm lóð, Brúartorg 6a,úr upprunalandinu Borgarnesland L191985 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.



7. Þverbrekka 4 - Umsókn um stofnun lóða
2510050

Lögð er ósk um afmörkun lóðar Þverbrekku 4 (L191560). Deiliskipulag er á svæðinu. Þverbrekka 4 er sameinuð við Birkibrekku 1 (L217231) og Birkibrekku 3 (L217233) auk 1292,9 fm úr Eskiholti 2 (L191582). Ein fasteign er skráð á lóðinni Þverbrekku 4, sumarbústaður (F2320446).

Lóðin er 20.624,9 fm að stærð og skilgreind sem frístundalóð.

Lóðinn er innan frístundabyggðar Eskiholts II (F37).

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðirnar verði sameinaðar og verði 20824,9 fm lóð, Þverbrekka 4 (L191560), þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.



8. Skiphylsland - umsókn um breytingu á landnotkun - L173837
2509296

Sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðarinnar Skiphylsland (L173837) úr sumarhúsalóð í einbýlishúsalóð.

Lóðin er 5.586,9m²

Skipulagsfulltrúi bendir á að á lóðinni eru óskráð mannvirki sem gera þarf grein fyrir og vísar málinu á fund skipulags- og byggingarnefndar.



9. Fyrirspurn um skipulagsmál
2509327

Lögð er fram ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi Húsafells 3, verslunar- og þjónustulóð við Kaldadalsveg (L219075). Breytingin felst í að bæta við lóð milli núverandi lóðar og Kaldadalsvegar þar sem gert verður ráð fyrir fjórum geymsluhúsum (20x40m). Húsin verða lágreist og falla vel að umhverfinu. Aðkomuvegur að núverandi lóð verður færður til samræmis við núverandi legu vegarins. Breytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Skipulagsfulltrúi samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Húsafells 3, verslunar- og þjónustusvæði við Kaldadalsveg. Skipulagsfulltrúi bendir á að skipulagshönnuður þarf að vera á skrá Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa.



Fundi slitið - kl. 00:00