Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

81. fundur

25. september 2025 kl. 08:00 - 11:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi

Dagskrá

1. Umhverfisviðurkenningar 2025
2508258

Farið yfir innsendar tillögur og þeir staðir skoðaðir.

Niðurstöður verða kynntar á næsta fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þegar verlaun verða afhent.



2. Hreinsunarátök 2025
2503209

Farið yfir innsend tilboð í söfnun brotajárns.

Í samræmi við afgreiðslu á 80. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar fór fram verðfyrirspurn um söfnun brotajárns. Fjögur tilboð bárust. Hagstæðasta tilboðið barst frá Hringrás. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að fela starfsmanni að ganga til samninga við Hringrás, að uppfylltum skilmálum, á grundvelli þess.



Áætlað er að söfnunin fari fram undir lok október og nóvember.



3. Söfnun rúlluplasts 2025
2505233

Farið yfir stöðu mála í söfnun rúlluplasts.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.



Fundi slitið - kl. 11:00