Dagskrá
1. 6 mánaða milliuppgjör 2025
2509293
Lagt fram 6 mánaða milliuppgjör 2025. Á fundinn mætir Halldóra Ágústa Pálsdóttir frá KPMG undir þessum dagskrárlið og fer yfir uppgjörið.
Rekstrarniðurstaða A hluta Borgarbyggar var neikvæð um 320 m.kr. á fyrri árshelmingi 2025 en hún var til samanburðar neikvæð um 172 m.kr. á sama tímabili árið áður. Mikilvægt er að hafa í huga að tekjustreymi Borgarbyggðar er jafnan mun meira á seinni árshelmingi og gildir það um alla helstu tekjustrauma; útsvar, framlag Jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur, svo sem greiðslur frá ríkissjóði vegna samningsbundinna verkefna. Rekstrarniðurstaðan er 92 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir á tímabilinu. Lakari afkoma milli ára og frávik frá áætlun skýrist af hækkun launakostnaðar umfram hækkun skatttekna og lægri endurgreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn.
Veltufé frá rekstri var neikvætt upp á 121 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en handbært fé frá rekstri var jákvætt um 167 m.kr. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.030 m.kr. og voru tekin ný langtímalán fyrir 900 m.kr. Staða handbærs fjár í lok júní 2025 var jákvæð um 508 m.kr. Stærstu fjárfestingar fyrri árshelmings voru í endurnýjuðu húsnæði GBF á Kleppjárnsreykjum og nýju knatthúsi í Borgarnesi fyrir um 400 m.kr. í hvoru verkefni um sig.
Eignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 11.076 m.kr. 30. júní s.l. og heildarskuldir stóðu í 5.123 m.kr.
Sex mánaða uppgjör gefur takmarkaða mynd af rekstri sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Þó er ljóst að mikil hækkun launakostnaðar umfram skatttekjur og stóraukinn hreinn kostnaður sveitarfélagsins af fjárhagsaðstoð hafa veruleg neikvæð áhrif á afkomu ársins. Mikilvægt er að ná tökum á þeirri óheillaþróun. 6 mánaða uppgjöri vegna ársins 2025 vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Ragnhildur Eva Jónsdóttir Sjálfstæðisflokki (D. lista) Lagði fram eftirfarandi bókun: Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins lýsi ég yfir þungum áhyggjum af stöðu rekstursins og þróun undanfarna mánuði.
Stefán Broddi Guðjónsson fór af fundi.
Fylgiskjöl
2. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233
Lögð fram drög að þjónustusamningum við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð drög að þjónustusamningum við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli. Sveitarstjóra falið að fullvinna m.t.t. athugasemda sem fram komu á fundi og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða
3. Rennibrautir í sundlaug
2509306
Lagt fram erindi um stöðu rennibrautar í sundlauginni í Borgarnesi.
Fram hefur farið úttekt á ástandi rennibrauta við sundlaugina í Borgarnesi. Úttektin sýnir að þörf er á umfangsmiklum viðgerðum á öllum þremur rennibrautum við sundlaugina. Lagðir fram valkostir um viðgerð á núverandi rennibraut eða kaup á nýjum. Byggðarráð vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða
4. Umferðarhraði að Einkunnum
2509271
Umsjónanefnd fólkvagnsins í Einkunnum ræddi á fundi nr. 91 þann 24. október 2025 um umferðarhraða frá hringveginum að fólkvanginum. Umsjónanefnd fólkvangsins í Einkunnum leggur til að ökuhraði verði færður niður í 20 km/klst til að auka umferðaröryggi og vísar þeirri ákvörðun til Byggðaráðs.
Byggðarráð tekur undir tillögu umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum og leggur til við sveitarstjórn að umferðarhraði á veginum frá Vindási upp að Einkunnum verði 20 km/klst og felur sveitarstjóra að vinna að því að hrinda tillögunni í framkvæmd. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
5. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016
Í samræmi við afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 721 lagður fram uppfærður viðauki við fjárhagsáætlun 2025.
Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2025 þar sem lagðar eru til breytingar á framkvæmdar - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 191.200.000 m.kr. í framlögðum viðauka er lagt upp með að mæta kostnaðarauka með lækkun á öðrum liðum innan fjárfestingaráætlun ársins.
Samþykkt samhljóða
6. Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
2102003
Lögð fram tillaga að breytingu á úthlutunarreglum lóða í Borgarbyggð í samræmi við afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 720.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingu á úthlutunarreglum fyrir lóðir í Borgarbyggð og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Stefán Broddi Guðjónsson kom til fundarins á ný.
Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi.
Fylgiskjöl
7. Uppbygging í Borgarbyggð - kynningar- og markaðsmál
2501129
Farið yfir stöðu vinnu við kynningu og markaðssetningu á nýrri íbúðabyggð í Bjargslandi. Kynnt frumútgáfa af markaðssíðu fyrir lóðir. Farið yfir samningsgerð við Borgarverk vegna fyrirkomulags á úthlutun lóðanna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna framlagðan viðauka við samning við Borgarverk og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að fyrsta skref hefur verið stigið en ljóst er að talsvert verk er óunnið í að fullgera síðuna áður en hún fer í loftið. Hins vegar getur hún nýst sem tól til að hefja ferli við úthlutun lóða. Sveitarstjóra falið að fullvinna í samstarfi við hönnuð.
Samþykkt samhljóða.
GLE vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
8. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047
Í samræmi við afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 721 farið yfir rýni á þeirri sérfræðiþjónustu sem keypt var vegna undirbúnings að niðurrifi fyrsta áfanga gamla sláturhússins í Brákarey. Lagt fram minnisblað frá Verkís.
Ljóst er að undirbúningsvinnu af hálfu ráðgjafa var mjög ábótavant. Sveitarstjóra falið að fara fram á fulla endugreiðslu útlagðs kostnaðar sveitarfélagsins vegna ráðgjafarvinnu við verkið.
Samþykkt samhljóða.
9. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2025
2503350
Lögð fram tillaga um fyrirkomulag langtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga sbr. afgreiðslu fundar sveitarstjórnar nr. 263. Farið yfir lántökur ársins vegna yfirstandandi framkvæmda.
Framlögð tillaga sveitarstjóra um áframhald á skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarfélagið hefur lánsloforð hjá sjóðnum að fjárhæð 2,0 ma.kr. Fyrir lok október verði lögð fram tillaga fyrir byggðarráð um nánari útfærslu.
Samþykkt samhljóða.
10. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál
Lagt fram.
Fylgiskjöl