Fjölmenningarráð

10. fundur

29. september 2025 kl. 14:00 - 15:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Guðrún Vala Elísdóttir - aðalmaður
Sjöfn Hilmarsdóttir - aðalmaður
Dagný Pétursdóttir - aðalmaður
Tania D Ellifson - aðalmaður
Jovana Pavlovic - aðalmaður

Starfsmenn

Heiðrún Halldórsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Heiðrún Halldórsdóttir - verkefnastjóri

Dagskrá

1. Kynning á móttöku flóttafólks
2010090

Kynning á stöðunni á Bifröst, fjöldi, áframhaldandi samningur, samgöngur og fleira.











Heiðrún Halldórsdóttir kynnir stöðuna á Bifröst og stöðu á samningum um Samræmda mótttöku sem renna út 31. desember 2025. Ráðið fagnar því að VMST ætlar að vera með fasta viðveru vikulega með náms og starfsráðgjöf. Eins að það standi til að halda íslensku námskeið á komandi vikum, því það er mikilvægt að halda fólki í vikni.



2. Önnur mál fjölmenningarráðs
2305050

Umræða um stefnu í málefnum íbúa af erlendum uppruna.







Ráðið kynni sér fyrirliggjandi stefnu um málefni innflytjenda í sveitarfélaginu, allir lesi yfir og komi með athugasemdir á næsta fund með tillögum að úrbótum og endurmeta núverandi stefnu.



Fundi slitið - kl. 15:30