Dagskrá
1. Starfsemi frístundar í Borgarbyggð
2508293
Lagt er fram minnisblað um starfsemi frístundaheimila í Borgarbyggð.
Sonja Lind íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og fer yfir starfsemi frístundar í haust. Það hefur verið mikil áskorun að ná að manna frístund og því miður var ekki hægt að opna fyrir alla árganga við upphaf skólaárs. Nú í byrjun október stefnir í að hægt sé að opna fyrir alla árganga í Borgarnesi.
2. Starfsemi Vinnuskóla og sumarfjörs 2025
2508295
Yfirferð yfir starfsemi Vinnuskóla og sumarfjörs síðasta sumar.
Sonja Lind íþrótta og tómstundafulltrúi fer yfir starfsemi vinnuskóla og sumarfjörs í sumar. Fjölbreytt starf var í boði og sérstök áhersla á að bjóða upp öfluga dagskrá fyrir börn í 5.-7.bekk. Vinnuskólinn sambandi við fyrirtæki og stofnanir um að taka við vinnuskólastarfsmönnum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag starfsins í sumar.
3. Frístund á Varmalandi
2508292
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um starfsemi frístundar á Varmalandi.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um málið.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram og því er vísað til Byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
4. Nemendatölur í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar 2025 haust
2508294
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir nemendatölur í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar við upphaf skólaársins 2025-2026.
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað um nemendatölur í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar.
5. Umgjörð leikskóla hjá Borgarbyggð
2501035
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um stöðu innleiðingar á nýrri umgjörð fyrir leikskóla Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir hvernig framkvæmd við breytingar á umgjörð leikskóla hefur gengið. Almennt hefur breytinginn gengið vel og hefur töluverður fjöldi foreldra ákveðið að breyta vistunartíma sinna barna.
6. Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi- leikskólar
2506320
Sviðsstjóri fjölskyldusvið kynnir verkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi sem leikskólar Borgarbyggðar eru að hefja innleiðingu á í vetur.
Máli frestað.
7. Ósk um endurskoðun skólaaksturs í Lundarreykjadal og Bæjarsveit
2509057
Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar um skólaakstur.
Fræðslunefnd tekur undir erindið og óskar eftir að það sé kostnaðarmetið og lagt fyrir Byggðarráð til samþykkis.
Samþykkt samhljóða.
8. Ósk um breytingu á skóladagatali
2509056
Lagt fram erindi um breytingu á skóladagatali Grunnskólans í Borgarnesi vegna námsferðar.
Fræðslunefnd samþykkir framlagða breytingu á skóladagatali Grunnskólans í Borgarnesi.
9. Innleiðing á Frigg
2507028
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10. Skólaþjónusta Handbók
2506323
Farið er yfir uppfærða handbók um skólaþjónustu Borgarbyggðar.
Máli frestað.
11. Steam Borgarbyggð
2506233
Lagður fram verktakasamningur um vinnu við STEAM Borgarbyggð skólaárið 2025-2026.
Máli frestað.
12. Fundargerðir ungmennaráðs 2025
2506057
Tvær fundargerðir Ungmennaráðs lagðar fram til umræðu og kynningar.
Fundargerðir ungmennaráðs lagðar fram.
13. Reglur um námsstyrki til starfsmanna á leikskólum Borgarbyggðar
2509272
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram nýjar reglur að námsstyrkum til starfsmanna leikskóla.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram breytingar á reglum um námsstyrki til starfsmanna leikskóla Borgarbyggðar. Reglurnar taka við af reglum um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar og falla þær því úr gildi.
Fræðslunefnd samþykkir Reglur um námsstyrki til starfsmanna í leikskólum Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.