Dagskrá
1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2502016
Lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun
Lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025 þar sem lagðar eru til breytingar á framkvæmdar - og fjárfestingaráætlun að fjárhæð 186.200.000 m.kr. í framlögðum viðauka er lagt upp með að mæta kostnaðarauka með aukinni lántöku og handbæru fé. Byggðarráð leggur til að farið verði yfir þær framkvæmdir sem eru á framkvæmdaráætlun ársins og fært á milli liða í þeim verkefnum sem ljóst er að næst ekki að klára á yfirstandandi ári. Eins að bætt verði við 5 m.kr. vegna frágangs í Brákarey.
Sveitarstjóra falið að uppfæra viðaukann í samræmi við umræður á fundi og leggja aftur fyrir byggðarráð á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða
2. Staða framkvæmda í Borgarbyggð
2509209
Á fundi byggðarráðs nr. 720 óskaði Sigurður Guðmundsson, aðalfulltrúi eftir að tekin yrði saman fjárhagsleg staða framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Farið yfir stöðu framkvæmda. Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu framkvæmda.
Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðiflokki (D lista) leggur fram eftirfarandi bókun: Ljóst er að nánast öll verkefni sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili hafa farið fram úr áætlunum, kostnaðarlega, tímalega eða hvorutveggja. Í þessum verkefnum hefur það opinberast að fulltrúar Framsóknarflokksins hafa á engann hátt náð utanum neitt af þessum verkefnum svo vel sé. Framsóknarflokkurinn ber einn póltíska ábyrgð á þeim framúrkeyrslum og oft á tíðum slælegu utanumhaldi þeirra uppbyggingarverkefna sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili.
Guðveig Lind Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Framsóknarflokks (B lista): Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið farið í stórátak í uppbygginu innviða, endurbætur á skólahúsnæði, gatnagerð. Fjölgun atvinnu- og íbúðarhúsalóða. Um er að ræða löngu tímabærar aðgerðir sem bæði skapa verðmæti og auka búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Ljóst er að tímarammi og kostnaður við ákveðnar framkvæmdir hefur ekki verið samkvæmt áætlun. Það sem öllu máli skiptir er að vandað hefur verið til verka og eiga starfsmenn sveitarfélagsins þakkir skildar fyrir vel unnin störf undir miklu álagi. Fulltrúar Framsóknar fagna þeirri löngu tímabæru uppbyggingu sem hefur verið í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu eftir kyrrstöðu árin á undan.
3. Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
2311308
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum vegna stigalýsingar upp í Einkunnir. Erfiðlega hefur gengið að fá verktaka til að taka verið að sér og því var ákveðið að skipta upp verkþáttum. Fyrir liggja tilboð tveggja verktaka þ.e. Arnar rafvirki ehf. og Sigur-garðar ehf. samtals að fjárhæð 52.913.784 m.kr. Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri, Ottó Ólafsson, verkefnastjóri og Hlynur Ólafsson verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki (D. listi) leggur til að málinu verði frestað og vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026: Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) 1 atkvæði með tillögu (SG).
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í verkið Stígalýsing upp í Einkunnir, samtals að fjárhæð 52.913.784 kr. enda rúmast verkið innan fjárheimilda. Máli vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) á móti 1 atkvæði (SG).
4. Göngustígar - Verðfyrirspurn
2503353
Lögð fram tilboðsskrá vegna göngustígar meðfram Snæfellsnessveg. Fyrirliggur tilboð frá Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168.
Sigurður Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur (D. listi) leggur fram eftirfarandi tillögu: Besti tími til malbikunar er yfir sumarmánuðina sá tími er liðinn og í ljósi þessa legg ég til að malbikun göngustígs verði frestað og vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2026.
Tillagan felld með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði með tillögu (SG)
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Borgarverk ehf. að fjárhæð 5.940.168 m.kr., um að leggja göngustíg meðfram Snæfellsveg byggt á framlögðum tilboðsgögnum. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og mun kostnaður skiptast til helminga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt með 2 atkvæðum (DS og GLE) og 1 atkvæði á móti (SG)
5. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047
Farið yfir stöðuna á verkinu við niðurrif í Brákarey. Ljóst er að frekari viðbótarkostnaður er að falla til á verkið. Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri, Ottó Ólafsson verkefnastjóri og Hlynur Ólafsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Ánægjulegt er að niðurrifi á fyrsta áfanga í eyjunni er lokið. Þar hefur verið gengið frá á verkstað og nokkuð til af efni sem mögulegt er að nýta í aðrar framkvæmdir. Ófyrirséður kostnaður hefur verið mikill við verkið en m.a kom í ljós á seinni stigum verksins meira efnismagn í grunni hússins. Verkís hefur farið með verkeftirlit með verkinu og unnu upphaflega kostnaðaráætlun. Ljóst er að verkið er ekki í samræmi við þá áætlun og lýsir byggðarráð yfir miklum vonbrigðum með það. Byggðarráð felur sveitarstjóra að rýna í þá sérfræðiþjónustu sem keypt var og kynna þá niðurstöðu fyrir byggðarráði í kjölfarið.
Samþykkt samhljóða
6. Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Farið yfir stöðuna á framkvæmdum vegna fráveitulagna. Verkið er langt komið en ljóst er á framvindu að viðbótarkostnaður mun falla til vegna hreinsibúnaðar fyrir fráveituna og fl. Hlynur Ólafsson verkefnastjóri, Ottó Ólafsson verkefnastjóri, Sæmundur Óskarsson sviðsstjóri og Orri Jónsson verkeftirlitsmaður sitja fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu verklegra framkvæmda við byggingu Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum. Verkið er nokkurn veginn á áætlun miðað við uppfærða tímaáætlun. Það eru þó nokkrir verkþættir þar sem ljóst er að fellur til viðbótarkostnaður í tengslum við verkið m.a. vegna magnbreytinga, hitalagna, hönnunar, breytingu á fráveitu og kaup á hreinisibúnaði. Hluti af ófyrirséðum kostnaði tengist fráveitumálum sem tilheyra ekki eingöngu framkvæmdinni við grunnskólann og er sveitarstjóra falið að fara yfir þann þátt og uppfæra viðauka m.t.t þess. Heildarframkvæmdarkostnaður er þó innan fjárheimilda. Gert hefur verið ráð fyrir auknum kostnaði í viðauka við fjárhagsáætlun ársins nr. 4.
Samþykkt samhljóða
7. Tilboð um kaup - Álftanes á Mýrum
2509218
Lagt fram formlegt boð Ásdísar Haraldsdóttur þar sem Borgarbyggð er boðið að kaupa jörðina Álftanes á Mýrum.
Byggðarráð þakkar málsbeiðanda fyrir innsent erindi og gott boð. Byggðarráð er þó ekki fært að samþykkja boð um kaup á Álftanesi á Mýrum. Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er hlutverk sveitarfélaga að annast þau verkefni sem þeim eru falin með lögum, meðal annars rekstur grunnskóla, skipulags- og byggingarmál, félagsþjónustu og fleiri lögbundin verkefni. Því er ekki unnt að rökstyðja kaup á fasteignum og jörðum sem ekki eru nauðsynleg til að uppfylla þetta lögbundna hlutverk sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl
8. Starfsmannamál slökkviliðs
2509213
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra varðandi starfsmannamál. Heiðar Örn Jónsson, slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir grundvöll launaáætlunar fyrir slökkviliðið árið 2026.
Samþykkt samhljóða
9. Tilkynning um kæru nr. 127/2025, Ógilding ákvörðunar byggingarfulltrúa v uppsetningar rannsóknarmasturs Grjóthálsi
2509126
Lögð fram kæra sem barst sveitarfélaginu og greingargerð Borgarbyggðar, um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa v uppsetningar rannsóknarmasturs Grjóthálsi.
Farið efnislega yfir kæruna og kærumálsgögn. Lögð fram greinargerð af hálfu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða
10. Hagasjóður - niðurlagning sjóðsins
2509039
Stjórnarmenn sem síðast sátu í stjórn Hagasjóðs hafa óskað eftir að sjóðurinn verði lagður niður.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Hagasjóður verði lagður niður og að þeir fjármunir sem eru til staðar í sjóðnum renni til Staðarhraunskirkju, kt. 610269-0529 enda er það í samræmi við tilgang sjóðsins.
Máli vísað til sveitarstjórnar
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl
11. Breyttur fundatími byggðarráðs
2509240
Breyta þarf fundartíma byggðarráðs í næstu viku vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2025.
Byggðarráð leggur til að næsti fundur byggðarráðs fari fram miðvikudaginn 1. október nk. kl. 8.15.
Samþykkt samhljóða
12. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
2509122
Framlagt fundarboð á ársfund jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025.
Fundur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fer fram 1. október nk. kl. 16.00. Er Lilju Björgu Ágústsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl
13. Niðurstöður íbúakosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og skipun stjórnar til undirbúnings stofnunar sameinaðs sveitarfélags
2509247
Tillaga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps var samþykkt í báðum sveitarfélögum í íbúakosningum sem fram fóru dagana 5.-20. september sl.
Í Borgarbyggð voru 3.137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. Já sögðu 417 eða 83,2% greiddra atkvæða, Nei sögðu 82 eða 16,4%. Tveir seðlar voru auðir. Í Skorradalshreppi var 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. Já sögðu 32 eða 59,3% en 22 sögðu nei eða 40,7%.
Í ljósi niðurstöðu íbúakosninganna skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skipa tvo til þrjá fulltrúa hvor í stjórn til undirbúnings að stofnun nýs sveitarfélags skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga. Lagt er til að stjórnin verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og þremur til vara.
Byggðarráð þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar.
Sveitarstjórn skipar Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Ragnhildi Evu Jónsdóttur og Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur til vara. Málinu vísað til sveitarstjórnar
Samþykkt samhljóða
14. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2025
2503097
Framlögð fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands 18.sept 2025.
Fundargerð framlögð
Fylgiskjöl
15. Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2025
2502009
Framlögð fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 10. sept 2025.
Fundargerð framlögð
16. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlögð fundargerð 984. fundar stjórnar Sambandsins frá 12.september 2025.
Fundargerð framlögð