Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum

91. fundur

24. september 2025 kl. 14:00 - 15:00

í stóra fundarsal í Ráðhúsi


Nefndarmenn

Ása Erlingsdóttir - aðalmaður
Dagný Pétursdóttir - aðalmaður
Sigurður Friðgeir Friðriksson - aðalmaður

Starfsmenn

Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi

Dagskrá

1. Skipulag og kortagerð í Einkunnum
2508228

Farið yfir stöðu mála í kortagerð.

Nefndin hitti kortahönnuð í Einkunnum þar sem svæðið var skoðað með tilliti til kortagerðar. Teknar voru drónamyndir og myndskeið af svæði sem fyrihugað er að teikna upp. Hönnuður mun hefja vinnu við kortagerð í haust. Hönnuður vinnur kort í samráði við Einkunnarnefdina og nefndin hjálpar við upplýsingaöflun og þema minni svæða í Fólkvanginum. Grunnhugmynd af korti er að kortið verði aðgengilegt öllum og auðlesið.



2. Umferðarmál og bílastæði
2509204

Farið yfir stöðu mála er varðar bílastæði í Einkunnum og einnig rætt um samþættingu ýmiskonar umferðar í Einkunnir, svo sem hjólandi, gangandi, ríðandi og akandi umferð. Göngu- og hjólaleið að Einkunnum tryggir öruggar samgöngur með samfelldum stígum sem tengjast hjóla- og göngustígakerfi Borgarness. Það eykur útivistargildi og minnkar umferð bifreiða.

Aðsókn í Einkunnir hefur aukist töluvert sl ár, bílastæði eru ekki nógu mörg til að anna fjölda gesta í Fólkvanginn. Nefndin telur að gróðurlaus svæði við veginn að Einkunnum geti verið hentug fyrir bílastæði. Einnig telur nefndin jákvætt að bjóða upp á stæði á fleiri stöðum í Einkunnum.



3. Skógræktarfélag Borgarfjarðar - Vinna í Einkunnum
2509203

Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar, Pavle Estrajher og Sveinn Þórólfsson mættu til fundarins undir þessum lið og fóru yfir verkefnastöðu Skógræktarfélags Borgarfjarðar í Einkunnum.

Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum þakkar Skógræktarfélagi Borgarfjarðar fyrir kynninguna á verkefnum sem voru unnin af þeim árið 2025. Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum leggur til við Skógræktarfélag Borgarfjarðar að senda inn lokaskjali vegna vinnu og kostnaðar fyrir 2025 fyrir 1. nóvember. Í framhaldi yrði farið yfir skjalið og lokakostnað vegna ársins 2025 áður en Skógræktarfélag Borgarfjarðar sendir svo inn reikning fyrir 1. desember.



4. Umferðarhraði að Einkunnum
2509271

Rætt um umferðarhraða frá hringveginum að fólkvanginum í Einkunnum.

Umsjónanefnd fólkvangsins í Einkunnum leggur til að ökuhraði verði færður niður í 20 km/klst til að auka umferðaröryggi og vísar þeirri ákvörðun til Byggðaráðs.



Fundi slitið - kl. 15:00