Fundargerð
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
251. fundur
24. september 2025 kl. 13:00 - 14:00
á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Borgarbraut 47 mhl. 01 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi hús og endurbyggja það örlítið vestar á lóðinni. Um er að ræða endurbyggingu á húsinu Grísatungu (mhl-01) sem stendur á lóðinni í dag og er sá hluti unnin í samstarfi við Minjastofnun Íslands. Umsögn Minjastofnunar dagsett 7.maí 2025 fylgir umsókn.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir.
Hönnuður: Sigurður Halldórsson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
2. Borgarbraut 47 mhl. 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi mhl-02, stærð 106.6m2. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir.
Hönnuður: Sigurður Halldórsson.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3. Borgarbraut 47 mhl 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum. Mhl-03, Stærð 106.6m2. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir.
Hönnuður: Sigurður Halldórsson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4. Borgarbraut 47 mhl. 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt um leyfi til að byggja sameiginlegt geymsluhús (mhl-04) á lóðinni Borgarbraut 47 fyrir Mhl. 01,02 og 03. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður. Stærð:31.2m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Sigurður Halldórsson.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
5. Skiphylsland 173837 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi íbúðarhúsi. Stækkun alls 100,1m2.
Mhl-01. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Jón Friðrik Matthíasson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.