Dagskrá
1. Ugluklettur - bílastæði_Umsókn um framkvæmdaleyfi
2509032
Lögð er fram umsókn Borgarbyggðar frá 04. september 2025 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu við bílastæði við Ugluklett. Verkið felst í því að losa föst jarðlög sem liggja í yfirborði á vestari hluta framkvæmdarsvæðis. Losuð klöpp skal nýtt til þess að fylla í þau svæði sem liggja undir endanlegri fyllingarhæð.
Trjágróður verður fjarlægður og honum fargað. Lífrænt efni skafað ofan af klöpp og sett niður í þau svæði þar sem koma á fylling. Klöpp verður fleyguð á vestari hluta svæðis og grjót fært á svæði sem á að fylla.
Framkvæmdatími er áætlaðir frá 19. september til lok nóvember 2025. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna jarðvinnuvið bílastæði við Ugluklett með vísan til framlagðra gagna. Eigendur Svölukletts 1 og 3 hafa verið upplýstir um framkvæmdina. Málsmeðferð verður skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Skilyrði framkvæmdarinnar mun koma fram í framkvæmdaleyfi.
2. Fyrirspurn um skipulagsmál
2509090
Sótt er um leyfi vegna breytingar á heimreið að Pálstanga. Einnig er óskað eftir samþykki Borgarbyggðar að vegurinn verði samþykktur sem héraðsvegur hjá Vegagerðinni líkt og heimreiðin að Hvannatúni og Fífusundi
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar telur að umrædd lagfæring á heimreið að Pálstanga sé þess eðlis að hún falli ekki undir reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsfulltrúi samþykkir einnig að vegurinn verður skráður sem héraðsvegur í vegaskrá Vegagerðarinnar þar sem um veg að lögheimili umsækjanda er að ræða.
3. Fyrirspurn um skipulagsmál
2509129
Lögð er fram fyrirspurn eigenda Miðháls 7 í Hálsabyggð í landi Ánabrekku hvort heimilt sé að byggja 30m2 gestahús á lóðinni.
Lóðin er skv. deiliskipulagi 4.800m2 og fyrir eru á lóðinni 81,4m2 sumarhús.
Engir skilmálar eru skráðir fyrir svæðið í deiliskipulagi.
Skipulagsfulltrúi vísar fyrirspurninni til skipulags- og byggingarnefndar.
4. Ásendi 12 - stækkun á lóð - Umsókn um stofnun lóða
2509049
Lögð er fram ósk lóðarhafa Ásenda 12 L222409 í Borgarbyggð um að breyta stærð lóðar úr 8527 fm í 10.022,1 fm. Stækkunin verður tekin úr upprunalandinu Húsafell 3 L134495 en stærð landsins er óskráð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Ásenda 12 L222409 úr 8527 fm í 10.022,1 fm í samræmi við deiliskipulag svæðisins þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
5. Selásar 23 - umsókn um stofnun lóða - L176344
2508104
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Selásar 23 L176344 úr landi Munaðaðrnes L134915. Ein fasteign er skráð á lóðinni, sumarbústaður F2228268. Deiliskipulag er á svæðinu en merkjalýsing samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Lóðin er 3520 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð í frístundabyggð Munaðarnes F62 í aðalskipulagi. Stærð lóðar samræmist skjali 413-M-001587/2014. Stærð lóðar er leiðrétt samkvæmt innmældum gps hnitum, var áður skráð 2800 fm. Lóð stækkar um 720 fm.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 3520 fm lóð, Selásar 23,úr upprunalandinu Munaðarnes L134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð.
Skipulagsfulltrúi bendir á að uppfæra þarf deiliskipulag svæðisins til samræmis við afmarkanir og leiðréttar stærðir lóða innan svæðis.
6. Selásar 7 - umsókn um stofnun lóða - L178158
2508110
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Selásar 7 L178158 úr landi Munaðarnes L134915. Ein fasteign er skráð á lóðinni, sumarbústaður F2233471. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 3723 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð. Lóðin er innan frístundabyggðar Munaðarness (F62). Stærð lóðar samræmist skjali 442-M-001441/2024. Stærð lóðar er leiðrétt samkvæmt innmældum gps hnitum, var áður skráð 3360 fm skv. gildandi deiliskipulagi. Lóð stækkar um 363 fm.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 3723 fm lóð, Selásar 7,úr upprunalandinu Munaðaðrnes L134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum uppfærðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð.
Skipulagsfulltrúi bendir á að uppfæra þarf deiliskipulag svæðisins til samræmis við afmarkanir og leiðréttar stærðir lóða innan svæðis.