Byggðarráð Borgarbyggðar

720. fundur

18. september 2025 kl. 08:15 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi
Eðvar Ólafur Traustason - varamaður

Starfsmenn

Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - staðgengill sveitarstjóra

Dagskrá

1. Vatnsveita Hraunhrepps - Endurnýjun vatnstanka
2508246

Lögð fram beiðni frá stjórn Vatnsveitu Hraunhrepps um fjármagn til endurnýjunar á vatnstönkum í eigu veitunnar.

Byggðarráð vísar erindi vatnsveitu Hraunhrepps til næsta viðauka við fjárhagsáætlun og til sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur þannig til við sveitarstjórn að aðalsjóður láni vatnsveitunni (b hluta fyrirtækinu) fyrir kaupum á vatnstökunum að hámarki 7 m.kr. og unnin verði áætlun um endurgreiðslu á fjármununum.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


2. Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi
2311314

Framlögð beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2026.

Byggðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk að fjárhæð 200.000 kr. fyrir árið 2026.





Málinu vísað til staðfestingar í sveitarstjórn

Fylgiskjöl


3. Veitumál á Varmalandi
2509106

Umræða og yfirferð um stöðu veitumála á Varmalandi.

Byggðarráð þakkar Vilhjálmi Hjörleifssyni kærlega fyrir þessa samantekt og ábendingar og er sveitarstjóra falið að rýna stöðuna og vinna málið áfram. Að lögð verði aðgerðar- og kostnaðaráætlun fyrir byggðarráð í framhaldinu.







Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


4. Erindi frá körfuknattleiksdeild Skallagríms vegna Þorsteinsgötu 5
2507195

Framlögð drög að samningi við Körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæðinu við Þorsteinsgötu 5 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 716.



Lilja Björg Ágústsdóttir og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir víkja af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms um tímabundin afnot af húsnæði við Þorsteinsgötu 5, dags. 19.08.2025 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.





Samþykkt samhljóða



5. Vallarás 14D og 14E - Umsókn um lóð
2509061

Framlögð umsókn um lóðirnar Vallarás D og Vallarás E í Borgarnesi.

Byggðarráð samþykkir að úthlutað verði lóðunum Vallarás 14D og 14E til Sigur-garða ehf. enda uppfyllir lóðarhafi sett skilyrði og hefur skilað inn tilskildum gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð.





Samþykkt samhljóða



6. Vallarás 14 - Umsókn um lóð
2509062

Framlögð umsókn um lóðina Vallarás 14 í Borgarnesi.

Byggðarráð samþykkir að úthlutað verði lóðunum Vallarás 14 til Sindri sjálfur slf. enda uppfyllir lóðarhafi sett skilyrði og hefur skilað inn tilskildum gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð.





Samþykkt samhljóða



7. Beiðni um fjárstuðning við starfsemi Stígamóta 2026
2509068

Framlögð beiðni frá Stígamótum um fjárstuðning fyrir árið 2026.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Stígamótum verði veittur rekstrarstyrkur að fjárhæð 100.000 kr.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


8. Haustþing SSV 2025
2509070

Framlagt boð á Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer 24. september 2025.

Haustþing samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram 24. september nk. Fulltrúar Borgarbyggðar sbr. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 266 sem fram fór 12. júní sl. verða

Aðalfulltrúar: Sigrún Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Brynja Þorsteinsdóttir og Eðvar Ólafur Traustason.

Varafulltrúar: Guðveig Eyglóardóttir, Þórður Brynjarsson, Kristján Rafn Sigurðsson, Friðrik Aspelund og Davíð Sigurðsson.



Smþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


9. Tillögur að breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits
2405268

Lagðar fram tillögur að breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.

Nú ligga fyrir áform um breytinu á ýmsum lögum með það að markmiði að einfalda regluverk og auka skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum í Samráðsgátt. Sveitarstjórn Borgarbyggðar bókaði á fundi sínum nr. 257 sem fram fór 9. október 2024 afstöðu sína til þeirra breytinga sem liggja fyrir og ítrekar þær áhyggjur sem þar komu fram. Byggðarráð áréttar að um sé að ræða mikilvæga þjónustu og heilbrigðiseftirlit sem íbúar, stofnanir og fyrirtæki reiða sig á. Mikilvægt er að starfsmenn hafi staðgóða þekkingu og geti brugðist hratt við. Ef svo fer sem horfir virðist vera lögð aukin áhersla á miðstýringu eftirlitsstofnana sem getur haft í för með sér að staðbundin þekking geti tapist, þjónustulund minnki, viðbragðstími lengist og kostnaður notenda hækki.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


10. Endurskoðun á reglum um úthlutun lóða
2102003

Lögð fram tillaga að breytingu á úthlutunarreglum lóða í Borgarbyggð.

Farið yfir núgildandi reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð og ljóst er að þörf er á að uppfæra þær. Sveitarstjóra falið að uppfæra reglurnar og leggja aftur fyrir byggðarráð.





Samþykkt samhljóða



11. Bjargsland og Kveldúlfshöfði - Gatnagerð og kostnaður
2203079

Framlögð opnunarskýrsla vegna útboðs á gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi dags. 11. september 2025.

Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Borgarverk ehf. í gatnagerð við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið rúmast innan fjárheimilda.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


12. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs frá fundi nr. 719, farið yfir áframhaldandi vinnu við yfirferð á innsendum tilboðum. Logi Sigurðsson, umhverfisfulltrúi kemur til fundarins undir þessum lið og fer yfir valforsendur útboðs.

Mati á tilboðum er lokið. Niðurstaða matsins er að velja tilboð Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 1, Hálstak Tryggva ehf. í samningshluta 2, Hundastapa ehf. í samningshluta 5, Hundastapa ehf. í samningshluta 6 og Gests Úlfarssonar í samningshluta 7. Enginn tilboð bárust í samningshluta 3 og 4 sem uppfylla skilmála útboðslýsingar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna bjóðendum ákvörðun um val á þeim tilboðum sem voru hagkvæmust samkvæmt valforsendum útboðslýsingar og standast skilmála útboðs.





Samþykkt samhljóða



13. Styrkvegaumsóknir 2025
2502060

Borgarbyggð fékk úthlutað 3.500.000 kr. í styrkvegi frá Vegagerðinni.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir vonbrigðum yfir þeirri upphæð sem Borgarbyggð fékk úthlutað frá Vegagerðinni í ár úr styrkvegasjóði.

Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:

Vegur að Arnarvatnsheiði.

Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.

Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.

Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.

Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.

Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd og leggur til við sveitarstjórn að ákveðið verði útdeiling á styrk í samræmi við tillögu nefndarinnar eða með eftirfarandi hætti.



Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:

Vegur að Arnarvatnsheiði.

Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.

Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.

Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.

Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.



Samþykkt samhljóða



14. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2025
2509104

Lögð fram verð fyrir þáttöku Borgarbyggðar í þjónustukönnun Gallup árið 2025.

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2025 eins og síðustu ár enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar. Lagt er til að keyptur verði grunnpakki án aukaspurninga til samanburðar við fyrri ár.



Samþykkt samhljóða



Fundi slitið - kl. 10:30