Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
268. fundur
11. september 2025 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn
Samþykkt samhljóða.
3. Farsímasamband í Hítardal
Samþykkt samhljóða.
4. Samstarfsyfirlýsing HVE og SSV um mannauð og starfsstöðvar
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók SÓ
5. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Samþykkt samhljóða.
6. Farsældarráð Vesturlands
Samþykkt samhljóða.
7. Ugluklettur - Stækkun
Samþykkt samhljóða.
8. Hverfahleðslur On 2025 - samningur
Samþykkt samhljóða.
9. Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
Samþykkt samhljóða.
10. Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L177317 - Nýtt deiliskipulag
Samþykkt samhljóða.
11. Lundur 3 (lnr. 179729) - Umsókn um framkvæmdarleyfi - skógrækt
Samþykkt samhljóða.
12. Borgarbraut 47 mhl. 01 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samþykkt samhljóða.
13. Vörðuberg - Umsókn um stofnun lóða
"Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Vörðuberg lnr. 134917 úr 2,4ha í 37,7ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að nýtt heiti á landareign verði Vörðuberg L134917. Samþykkt samhljóða."
Nýtt heiti á landareign lagt fram til samþykktar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
14. Hraunsás III - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - 204514
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar þar sem gögn málsins eru ekki fullnægjandi. Nefndin leggur jafnframt til við sveitarstjórn að málið verði sett inn í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 sem er í vinnslu og er áætlað að taki gildi í lok árs 2025. Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða.
15. Svæði fyrir frístundabændur með sauðfé
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þar sem heimilt verði að byggja lítil gripahús fyrir frístundabúskap ásamt skilgreindu vor og haust beitarsvæði. Samþykkt með 4 atkvæðum. (DS, EMJ, OJ, FA) einn sat hjá (KRS)."
Samþykkt samhljóða
Til máls tók KÁM
16. Fjallskilaseðill 2025
Samþykkt samhljóða.
17. Fjallskil haustið 2025
Þá liggur fyrir til samþykktar eftirfarandi afgreiðsla frá fundi nefndarinnar nr. 74: "Farið yfir fjallskil og raðað niður eins og hægt er. Mikil fækkun saufjár sem gerir það að verkum að miklar breytinar eiga sér stað. Fækkað hefur um rúmar 900 kindur frá árinu 2024 Heildarfjallskilakostnaður er 4.872.860. kr. Sem gerir 850 krónur pr. kind."
Samþykkt samhljóða.
18. Álagning fjallskila 2025
Samþykkt samhljóða.
19. Fjallskil 2025
Samþykkt samhljóða.
20. Álagning fjallskila Hítardalsréttar 2025
Samþykkt samhljóða.
21. Byggðarráð Borgarbyggðar - 719
21.1
Byggðarráð þakkar starfsmönnum fyrir góða yfirferð. Það eru töluverð umsvif í verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Framvinda hefur verið metin reglulega og fylgst grant með þeim kostnaði sem fallið hefur til. Samþykkt samhljóða
21.2
Byggðarráð þakkar sviðsstjóranum fyrir ítarlega yfirferð.Samþykkt samhljóða
21.3
Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestinga fyrstu sex mánuði ársins. Staðgreiðslutekjur eru heldur hærri en áætlun gerir ráð fyrir en launakostnaður er einnig hærri. Annar kostnaður er í takt við áætlanir. Fylgjast þarf vel með þróun launakostnaðarins og greina í hverju frávikin liggja. Kostnaður við fjárfestingar sem í gangi eru, er í takt við það sem gert er ráð fyrir í áætlun en eitthvað af fjárfestingum ársins eru ekki komnar í gang. Ákveðið hefur verið að láta gera formlegt hálfs árs uppgjör og er sú vinna farin í gang. Samþykkt samhljóða
21.4
Lagt fram til kynningar. Framkvæmdaráætlun kerfisáætlunar 25-34 var send til Raforkueftirlitsins 1. september. Breytingar voru gerðar á tímalínu Holtavörðuheiðarlínu 1 og hún færð fyrir aftan Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun munu framkvæmdir hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029.Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og Holtavörðuheiðarlínu 3. Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir við fleiri en eina 220 kV loftlínu fari fram samtímis, meðal annars til þess að nýta fjárfestingargetu flutningsfyrirtækisins með hagkvæmari hætti, Vegna óvissu um aðgang að verktökum/mannafla og til að milda áhrif á flutningsgjaldskrá.Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að víxla tímaröð Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 til að ná fram þeim kerfislega ávinningi sem felst í spennusetningu Holtavörðuheiðarlínu 3.Það verður þó ekki slegið slöku við í undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1. Stefnt er á að samningaviðræður við landeigendur hefjist núna í haust og unnið verði með sveitarfélögum að skipulags- og öðrum leyfismálum. Fari svo að undirbúningsferlið gangi betur en áætlanir gera ráð fyrir þá verður staðan endurskoðuð.Samþykkt samhljóða
21.5
Opnunarskýrsla framlögð og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða
21.6
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta hann. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.Samþykkt samhljóða
22. Byggðarráð Borgarbyggðar - 718
22.1
Nú liggur fyrir heildarkostnaður við niðurrif á Brákarbraut 25 og 27 og ljóst að um töluverðan viðbótakostnað er að ræða. Mikið af framkvæmdum eru yfirstandandi í sveitarfélaginu og því mikilvægt að sýna aðhald og gott eftirlit með fjárhag sveitarfélagsins. Byggðarráð telur æskilegast að kláraður verði fyrri áfangi verksins og beðið verði með frekara niðurrif að sinni. Hlynur Ólafsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið. Samþykkt samhljóða
22.2
Byggðarráð samþykkir tilboð frá Borgarverki að fjárhæð 9.308.496 kr. dags. 26. ágúst 2025 enda er verkið nánast á pari við kostnaðaráætlun. Hlynur Ólafsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið. Samþykkt samhljóða
22.3
Sveitarstjóra falið að leggja mat á umsóknina og leggja málið fyrir byggðarráð að nýju. Samþykkt samhljóða
22.4
Byggðarráð samþykkir að færa næsta fund ráðsins til miðvikudagsins 3. september 2025 kl. 17.00.
22.5
Lögð fram að nýju tímalína vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að vera með þrjá fundi vegna þjónustustefnu í undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar 2026, á Hvanneyri í Lindartungu og Logalandi. Sveitarstjóra falið að uppfæra tímalínuna og leggja aftur fyrir byggðarráð á næsta fundi. Samþykkt samhljóða
22.6
Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum íbúakosningum um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Samþykkt samhljóða
22.7
Byggðarráð þakkar forstöðumanni menningarmála góða yfirferð. Ljóst er að mörg spennandi verkefni eru í farvatninu fyrir Safnahús Borgarbyggðar. Í október fer fram barnamenningarhátíðin Barnó um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Forstöðumaður fór yfir möguleika á aðkomu Borgarbyggðar að hátíðinni og var falið að vinna áfram að verkefninu.
22.8
23. Byggðarráð Borgarbyggðar - 717
23.1
Byggðarráð þakkar Almannavarnanefnd og öðrum sem stóðu að fundinum fyrir góðan fund og upplýsandi umræður. Skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu við Grjótárvatn bendir til að kerfið sé vaknað til lífsins þó full óvissa sé um hvort og þá hvenær kvika nær til yfirborðsins. Þetta er nýr veruleiki fyrir íbúa og gesti við Ljósufjallakerfið og sérstaklega nærri Grjótárvatni. Borgarbyggð leggur áherslu á þétt samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi innan Almannavarnanefndar. Byggðarráð fagnar því að búið er að taka skref til aukinnar vöktunar á svæðinu. Þá hvetur byggðarráð fjarskiptafélög og yfirvöld fjarskiptamála til að taka sem fyrst stór skref í að styrkja fjarskiptasamband í byggð og á helstu ferðamannaslóðum.
23.2
Byggðarráð þakkar góða kynningu. Eigendur íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa í sveitarfélaginu munu sækja rafrænu klippikortin inni á síðunni borgarkort.is sér að kostnaðarlausu. Á þeim er inneign sem nýtist sem greiðsla fyrir þá flokka sem verða gjaldskyldir samkvæmt gjaldskrá sem tekur gildi 1. september. Það er von byggðarráðs að nýja greiðslulausnin leiði ekki til kostnaðarauka fyrir íbúa heldur þvert á móti muni koma í veg fyrir íbúar sveitarfélagsins beri kostnað af móttöku úrgangs sem er þeim óviðkomandi. Til framtíðar standa vonir til að fyrirkomulagið stuðli að enn betri flokkun úrgangs. Eftir sem áður verða algengir flokkar gjaldfrjálsir t.d. plastumbúðir, pappi, garðaúrgangur, málmar, raftæki og margt fleira. Framundan er áframhaldandi kynning á breyttu fyrirkomulagi og innleiðingu borgarkortsins sem vonandi sem flestir eigendur íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa munu nýta sér.
23.3
Byggðarráð fagnar samstarfsyfirlýsingu HVE og SSV og tekur heils hugar undir þá stefnu og markmið sem þar koma fram. Í anda yfirlýsingarinnar hvetur byggðaráð HVE, heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn til að halda áfram þeim endurbótum sem hafnar eru á starfsstöð HVE í Borgarnesi og annars staðar á Vesturlandi.
23.4
Framlagt og felur byggðarráð sveitarstjóra að láta fara fram útboð á gatnagerð við Fjóluklett/Kveldúlfshöfða í samræmi við framlögð útboðsgögn.Samþykkt samhljóða.
23.5
Sveitarstjóri kynnti þá undirbúningsvinnu sem átt hefur sér stað í sumar. Uppfærð kostnaðaráætlun kynnt. Byggðarráð samþykkir að málinu verði haldið áfram á grundvelli hennar og vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. Samþykkt samhljóða.
23.6
Byggðarráð samþykkir að stefnt skuli að því að ljúka yfirborðsfrágangi fyrir veturinn í samstarfi við Vegagerðina.Samþykkt samhljóða.
23.7
Sveitarfélagið hefur lagt kapp á það í sumar að kynna þá áskorun sem blasir við á Bifröst fyrir ráðherrum, sérfræðingum ráðuneyta, þingmönnum, Vinnumálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjölmiðlum og fjölmörgum fleiri aðilum. Mikilvægt er að halda á lofti hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess. Þar ber eftirfarandi hæst:1) Framlengja þarf heimild ríkissjóðs til að endurgreiða flóttamönnum fjárhagsaðstoð umfram tvö ár og verði ótímasett. Þannig er einstaka sveitarfélögum forðað frá því að lenda i fjárhagslegum vítahring sem þau hafa sjálf lítið um að segja. 2) Hefja þarf markvissa vinnu við að finna þorpinu á Bifröst nýtt hlutverk. Meginmarkmið við sölu á þorpinu verður að vera að þar byggist upp verðmætaskapandi starfsemi. Við sölu þorpsins á Bifröst verður að taka tillit til sveitarfélagsins og samfélagsins í Borgarbyggð. 3) Það verður að hefjast handa við að koma öllum þessum óvirka fjölda sem býr á Bifröst í virkni. Reynslan sýnir að það er ólíklegt að það gerist með áframhaldandi búsetu þeirra á Bifröst, fjarri atvinnumöguleikum og þjónustu. Uppbyggilegt samtal við stjórnendur Háskólans á Bifröst er í gangi og í samræmi við það bindur Borgarbyggð vonir við að hafa mun meiri aðkomu en hingað til að fyrirhugaðri sölu þorpsins á Bifröst.
23.8
Staða vinnunar kynnt. Íbúafundur fer fram Hjálmakletti 27. ágúst og á upplýsingasíðunni borgfirdingar.is eru birtar helstu upplýsingar er varða kosningarnar sem fram fara 5. - 20. september.
23.9
Fundargerð framlögð.
23.10
Lagt fram.
24. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 80
Fundargerðin framlögð.
24.1
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar Sigurði fyrir góða kynningu.
24.2
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að afla fekari gagna.
24.3
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við hugmyndir nefndarinnar og senda inn umsóknir.
24.4
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fara í vetvangsferð í seinni hluta septembermánaðar og velja verðlaunahafa.
24.5
Starfsmanni nefndar falið að senda út verðfyrispurn fyrir söfnun brotajárns í dreifbýli 2025. Stefnt að því að söfnun verði með sama hætti og síðasta ár.
24.6
24.7
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ræddi um hundagerði sem reist var án heimildar frá nefndinni. Nefndin vill árétta að ekki hefur farið fram umræða í nefndinni um stefnu varðandi opin svæði og hundagerði. Ekki liggur fyrir stefna í málaflokknum um hvort fjölga eigi hundagerðum eða staðsetningu þeirra. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ákveður að hundagerðið verði fjarlægt.
25. Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar - 38
26. Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 40
27. Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 33
27.1
Jafnað niður fjallskilum.Dagsverkin eru 68 og 76 kindur í dagsverkinu.Fjallskilagjald pr. kind er kr. 265.- Heildarfjöldi kinda 5143.Ákveðið var að dagsverkið væri metið á kr. 20.000.-Sé dagsverk ekki innt af hendi er lagt til að viðkomandi greiði dagsverkið með 50% álagi í fjallskilasjóð fyrir 1 desember 2025.
27.2
Fjallskilanefnd hefur ákveðið að flýta fyrstu Mýrdalsrétt og verður hún sunnudaginn 21 september kl. 16.00
28. Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 56
28.1
Gengið frá fjallskilaseðli og starfsmanni falið að prennta hann og póstleggja.Lagt var á 1205 kindur og er það fækkun um 100 kindur frá fyrra ári.Samþykkt samhljóða.
28.2
28.3
Sigvalda falið að fá verktaka til verksins.Samþykkt samhljóða.
29. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 78
Fundargerðin framlögð.
29.1
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Vörðuberg lnr. 134917 úr 2,4ha í 37,7ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að nýtt heiti á landareign verði Vörðuberg L134917.Samþykkt samhljóða.
29.2
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hagsmunaaðila og svör hönnuðar við henni eru lögð fram. Nefndin telur að þessu hafi verið svarað fullnægjandi.Samþykkt samhljóða.
29.3
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Lögð er fram athugasemd Náttúrufræðistofnunar og hefur framkvæmdaaðili svarað athugasemdinni með fullnægjandi hætti að mati nefndar. Samþykkt samhljóða.
29.4
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar voru eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagfæringarnar breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt samhljóða.
29.5
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að klára yfirferð á þeim lagfæringum sem gerðar voru á tillögunni í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið sem breyta þó ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt samhljóða.
29.6
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þar sem heimilt verði að byggja lítil gripahús fyrir frístundabúskap ásamt skilgreindu vor og haust beitarsvæði.Samþykkt með 4 atkvæðum. (DS, EMJ, OJ, FA) einn sat hjá (KRS).
29.7
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar þar sem gögn málsins eru ekki fullnægjandi. Nefndin leggur jafnframt til við sveitarstjórn að málið verði sett inn í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 sem er í vinnslu og er áætlað að taki gildi í lok árs 2025.Samþykkt samhljóða.
30. Fjallskilanefnd Þverárréttar - 74
30.1
Ákveðið var að reikna vinnu við smalamennsku til Nesmelsrétt. Þessi smalamennska hefur alltaf verið utan við álagningu fjallskila.
30.2
30.3
Fjallskilanefnd ákveður breytingar á launatöxtum vegna girðingarvinnu fara úr 6,000 kr. í 6,500 krónur á tímann og fyrir sexhjól úr 6,000 kr. í 6,500 kr.
30.4
31. Fjallskilanefnd Þverárréttar - 75
31.1
Nefndi bregst við með því að taka út af seðlinum álagningu, smölunar til Nesmelsréttar. Leiðréttist fjallskil samkvæmt því. Að öðru leiti stendur fyrri seðill óbreyttur en verður sendur út nýr og endurbættur seðill.
31.2
Nefndin telur einsýnt að halda þurfi fund til að ræða almennt um fjallskil og fá hugmyndir bænda um hvernig fjallskil megi betur og hagkvæmar fara framm.
31.3
Athuga verði hvort megi læsa hliðum sem óþarfi er að almenningur gangi um. Sett hefur verið á nokkur hlið merki með ábendingu um að loka hliðinu.
32. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 162
Fundargerðin framlögð.
32.1
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
32.2
Ekki liggur fyrir ráðningarbann innan félagsþjónustunnar í Borgarbyggð er snýr að lögbundinni þjónustu við fatlað fólk. Hins vegar hefur sveitarfélagið tekist á við þá áskorun, er snýr að ráðningu í stoðþjónustu sem getur haft áhrif á veitingu þjónustu. Félagsmálastjóra falið að svara erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
32.3
Velferðarnefnd óskar eftir kynningu á verkefninu Janus í heild sinni á næsta fundi nefndarinnar. Jafnframt lýstir velferðarnefnd yfir ánægju með hversu vel verkefnið hefur gengið og þátttaka verið góð, bæði í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum. Vilji er fyrir áframhaldandi samstarfi við Janus.
33. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 163
Fundargerðin framlögð.
33.1
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
33.2
Samkvæmt kynningu frá Ragnari þá eru jákvæðar niðurstöðum úr þeim mælingum sem gerðar hafa verið á þátttakendum í Janus verkefninu auk þess sem mat á eigin heilsu þátttakenda er betri eftir því sem liðið hefur á verkefnið. Velferðarnefnd lýsir áhuga á áframhaldandi samstarfi við Janus heilsueflingu og þakkar Ragnari kærlega fyrir góða kynningu.
33.3
Lagt fram til kynningar.
33.4
Velferðarnefnd lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er hvað varðar samræmda móttöku. Ljóst er að töluverð og umfangsmikil vinna hefur átt sér stað er snýr að auka virkni og þátttöku flóttafólks með það að markmiði að draga úr fjölda þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð. Auk þess hefur samráð og samtal við aðrar mikilvægar stofnanir átt sér stað. Velferðarnefnd óskar eftir reglulegri upplýsingagjöf og eftirfylgni af hálfu félagsþjónustu.
33.5
Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins auk verklagsreglna vegna stofnun svæðisbundis Farsældarráðs á Vesturlandi.