Fjallskilanefnd Þverárréttar

75. fundur

8. september 2025 kl. 20:30 - 21:30

Sámsstaðir


Nefndarmenn

Þuríður Guðmundsdóttir - aðalmaður
Einar Guðmann Örnólfsson - aðalmaður
Ingi Björgvin Reynisson - aðalmaður
Sigurður Rúnar Gunnarsson - varamaður

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson

Dagskrá

1. Fjallskil haustið 2025
2509027

Tilefni fundarins er að yfirfara fjallskilaseðilinn í kjölfar þess að nefndin var gerð afturreka með fyrri seðil.

Nefndi bregst við með því að taka út af seðlinum álagningu, smölunar til Nesmelsréttar. Leiðréttist fjallskil samkvæmt því. Að öðru leiti stendur fyrri seðill óbreyttur en verður sendur út nýr og endurbættur seðill.



2. Fundir fjallskilanefndar
2509074

Nefndin telur einsýnt að halda þurfi fund til að ræða almennt um fjallskil og fá hugmyndir bænda um hvernig fjallskil megi betur og hagkvæmar fara framm.



3. Hlið á afréttinum
2509075

Rætt var um afleiðingar þess þegar hlið á afréttinum eru opnuð og skilin eftir opin.

Athuga verði hvort megi læsa hliðum sem óþarfi er að almenningur gangi um. Sett hefur verið á nokkur hlið merki með ábendingu um að loka hliðinu.



Fundi slitið - kl. 21:30