Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
80. fundur
1. september 2025 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1. Ráðgjöf í sorpmálum
2508259
Kynning á úttekt á sorpmálum í Borgarbyggð frá Pure north.
Sigurður Halldórsson frá Pure north komu til fundarins og kynntu skýrslu um úrgangsmál í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar Sigurði fyrir góða kynningu.
2. Netalagnir við Borgarnes
2505100
Skoðaðir samningar um netalagnir sem hafa verið heimilar í sjó við Borgarnes.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að afla fekari gagna.
3. Umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2025
2508017
Val á hugmyndum að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við hugmyndir nefndarinnar og senda inn umsóknir.
4. Umhverfisviðurkenningar 2025
2508258
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fara í vetvangsferð í seinni hluta septembermánaðar og velja verðlaunahafa.
5. Hreinsunarátök 2025
2503209
Rætt um fyrirkomulag söfnunar brotajárns í dreifbýli haustið 2025.
Starfsmanni nefndar falið að senda út verðfyrispurn fyrir söfnun brotajárns í dreifbýli 2025. Stefnt að því að söfnun verði með sama hætti og síðasta ár.
6. Umhverfis- og landbúnaðarmál ágúst 2025
2508261
Farið yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni hjá umhverfisfulltrúa.
7. Hundagerði við Kjartansgötu
2509004
Hundagerði hefur verið reist á opnu svæði við enda Kjartansgötu í Borgarnesi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ræddi um hundagerði sem reist var án heimildar frá nefndinni. Nefndin vill árétta að ekki hefur farið fram umræða í nefndinni um stefnu varðandi opin svæði og hundagerði. Ekki liggur fyrir stefna í málaflokknum um hvort fjölga eigi hundagerðum eða staðsetningu þeirra.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ákveður að hundagerðið verði fjarlægt.
Fundi slitið - kl. 11:00