Dagskrá
1. Hrannargerði - umsókn um breytingu á landnotkun - F2352589
2507056
Lögð er fram umsókn um breytingu á skráningu lóðarinnar Hrannargerði (L222543) í Lundarreykjadal í Borgarfirði úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á skráningu lóðarinnar Hrannargerði úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð þar sem umrædd lóð er nú þegar á landbúnaðarlandi.
2. Munaðarnesland 134917 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2508267
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir fyrir 57,7m² gestahúsi á einni hæð á Munaðarneslandi (134917). Húsið er byggt úr timbri og gámaeiningu. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, fellur frá grenndarkynningu byggingarleyfis þar sem sýnt er að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
3. Strýtusel 9 - umsókn um framkvæmdaleyfi - 172682
2508076
Á 61. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 28. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir vegagerð innan lóðar Strýtusels 9. Um er að ræða um 60 m langan og 4 m breiðan veg að byggingareit þar sem nú þegar hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 2. september til og með 2. október 2025. Allir hagmsunaaðilar skiluðu inn undirrituðu samþykki og er grenndarkynningartíminn því styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Framkvæmdaleyfið verður aðgengilegt í skipulagsgátt.
4. Selásar 22 - umsókn um stofnun lóða - L187682
2508102
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Selásar 22 lnr. 187682 úr landi Munaðarnes lnr. 134915 í Borgarbyggð. Ein fasteign er á lóðinni, sumarbústaður F2296422. Deiliskipulag er á svæðinu en merkjalýsing samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Lóðin er 3320 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð. Lóðin er innan frístundabyggðar Munaðarness (F62). Stærð lóðar samræmist skjali 413-M-000486/2009.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 3320 fm lóð, Selásar 22, úr upprunalandinu Munaðarnes L134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn frístundalóð.
Skipulagsfulltrúi bendir á að uppfæra þarf deiliskipulag svæðisins til samræmis við afmarkanir lóða innan svæðis.
5. Jötnagarðsás 33 - umsókn um stofnun lóða - L134963
2508097
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Jötnagarðsás 33 L134963 úr landi Munaðarnes L134915. Ein fasteign er skráð á lóðinni, sumarbústaður F2109999. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 4700 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð. Lóðin er innan frístundabyggðar Munaðarness (F62).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 4700 fm lóð, Jötnagarðsás 33,úr upprunalandinu Munaðarnes L134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.