Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

78. fundur

5. september 2025 kl. 08:30 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Orri Jónsson - aðalmaður
Friðrik Aspelund - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - áheyrnarfulltrúi
Kristján Rafn Sigurðsson - aðalmaður

Starfsmenn

Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgerður Hafsteinsdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Vörðuberg - Umsókn um stofnun lóða
2507076

Lögð er fram ósk landeiganda Munaðarnesland lnr.134917 um að breyta stærð lóðar úr 2,4ha í 37,7ha. Stækkunin nemur þá 35,3ha. Stækkunin kemur úr landi Munaðarnes L134915 en stærð landsins er óskráð.

Í sömu umsókn er sótt um breytingu á heiti landeignar Munaðarnesland L134917. Óskað er eftir að landeignin beri hér eftir heitið Vörðuberg.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta stærð lóðar Vörðuberg lnr. 134917 úr 2,4ha í 37,7ha þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.



Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að nýtt heiti á landareign verði Vörðuberg L134917.

Samþykkt samhljóða.



2. Borgarbraut 47 mhl. 01 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2505237

Á 57. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12.06.2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á lóð við Borgarbraut 47, uppbyggingu og skipulag innan lóðar. Færslu núverandi húss að Borgarbraut 47 og endurbyggingu þess vestar á lóðinni. Auk þess var sótt um leyfi til byggingar tveggja einbýlishúsa á lóðinni (L101336). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt samhliða. Kynningartíminn var frá 23.06 til og með 23.07.2025. 1 athugasemd barst á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hagsmunaaðila og svör hönnuðar við henni eru lögð fram. Nefndin telur að þessu hafi verið svarað fullnægjandi.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


3. Lundur 3 (lnr. 179729) - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
2501199

Á 55. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.05.2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á á 184 ha skógrækt á jörðinni Lundur 3 í Lundarreykjadal (L179729). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 21.05 til og með 22.06.2025. Athugasemd barst frá Náttúrufræðistofnun. Land og skógur senda inn umsögn vegna athugasemdar Náttúrufræðistofnunar en hefðu annars ekki gert athugasemd við áætlaða framkvæmd. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur svarað athugasemd Náttúrufræðistofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Lögð er fram athugasemd Náttúrufræðistofnunar og hefur framkvæmdaaðili svarað athugasemdinni með fullnægjandi hætti að mati nefndar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


4. Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L177317 - Nýtt deiliskipulag
2402234

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21.08.2025 þar sem stofnunin telur að form- eða efnisgallar séu á deiliskipulagi Langárbyrgis, veiðihús við Langá sem var sent þann 12.08.2025.

Uppdráttur og greinargerð dags. 21.01.2024, br. e. augl. 22.05.2025.

Uppfærður uppdráttur og greinargerð eftir yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 01.09.2025

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar voru eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Lagfæringarnar breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


5. Stuttárbotnar - Húsafell 3 L134495 - Deiliskipulag
2301040

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24.07.2025 þar sem stofnunin telur að form- eða efnisgallar séu á deiliskipulagi Stuttárbotna sem var sent þann 02.07.2025.

Uppdráttur og greinargerð dags. 28.05.2025.

Uppfærð greinargerð og uppdráttur eftir athugun Skipulagsstofnunar dags. 02.09.2025.

Samgöngustofa hefur skilað umsögn sinni og gerir ekki athugasemd.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að klára yfirferð á þeim lagfæringum sem gerðar voru á tillögunni í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið sem breyta þó ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

Samþykkt samhljóða.



6. Svæði fyrir frístundabændur með sauðfé
2508018

Afgreiðsla 79. fundar Umhverfis- og landbúnaðarnefnda:

"Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að svæði ofan við Selás verði skoðað fyrir frístundarbændur með sauðfé og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd".

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þar sem heimilt verði að byggja lítil gripahús fyrir frístundabúskap ásamt skilgreindu vor og haust beitarsvæði.

Samþykkt með 4 atkvæðum. (DS, EMJ, OJ, FA) einn sat hjá (KRS).



7. Hraunsás III - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - 204514
2404320

Þann 12.06.2025 samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 32. gr. skipulagslaga. Breytingin tekur til svæðis í landi Hraunsáss III (L204524).

Ósk um heimild til að auglýsa aðalskipulagsbreytingu var send til Skipulagsstofnunar 24.06.2025. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun um að lagfæra þyrfti nokkur atriði áður en til staðfestingar kæmi.

Brugðist hefur verið við nokkrum þeim atriðum sem stofnunin benti á að þyrfti að lagfæra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar þar sem gögn málsins eru ekki fullnægjandi. Nefndin leggur jafnframt til við sveitarstjórn að málið verði sett inn í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 sem er í vinnslu og er áætlað að taki gildi í lok árs 2025.

Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 10:30