Byggðarráð Borgarbyggðar

719. fundur

3. september 2025 kl. 17:00 - 19:40

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason - varamaður sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson boðaði forföll og Ragnhildur Eva Jónsdóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - Staðgengill sveitarstjóra

Dagskrá

1. Staða verklegra framkvæmda 2025
2509013

Mikil uppbygging er í Borgarbyggð og því töluvert um framkvæmdir víða í sveitarfélaginu á yfirstandandi ári. Borgarbyggð stendur m.a. að uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi og grunnskólahúsnæðis á Kleppjárnsreykjum fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar. Hlynur Ólafsson og Ottó Ólafsson, verkefnastjórar á´skipulags- og umhverfissviði og Sæmundur Óskarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs koma inn undir þessum lið og fara yfir stöðu verklegra framkvæmda.

Byggðarráð þakkar starfsmönnum fyrir góða yfirferð. Það eru töluverð umsvif í verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Framvinda hefur verið metin reglulega og fylgst grant með þeim kostnaði sem fallið hefur til.



Samþykkt samhljóða



2. Vinnufundir sviðsstjóra og sveitarstjórnar
2401014

Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir starfsemi sviðsins.

Byggðarráð þakkar sviðsstjóranum fyrir ítarlega yfirferð.



Samþykkt samhljóða



3. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
2401059

Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestinga fyrstu sex mánuði ársins 2025. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kemur og fer yfir stöðuna. Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari og Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir þróun rekstrar og fjárfestinga fyrstu sex mánuði ársins. Staðgreiðslutekjur eru heldur hærri en áætlun gerir ráð fyrir en launakostnaður er einnig hærri. Annar kostnaður er í takt við áætlanir. Fylgjast þarf vel með þróun launakostnaðarins og greina í hverju frávikin liggja.

Kostnaður við fjárfestingar sem í gangi eru, er í takt við það sem gert er ráð fyrir í áætlun en eitthvað af fjárfestingum ársins eru ekki komnar í gang.

Ákveðið hefur verið að láta gera formlegt hálfs árs uppgjör og er sú vinna farin í gang.



Samþykkt samhljóða





4. Breytingar á Framkvæmdaráætlun Landsnets
2509003

Farið yfir breytingar á framkvæmdaáætlun Landsnets.

Lagt fram til kynningar. Framkvæmdaráætlun kerfisáætlunar 25-34 var send til Raforkueftirlitsins 1. september. Breytingar voru gerðar á tímalínu Holtavörðuheiðarlínu 1 og hún færð fyrir aftan Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun munu framkvæmdir hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029.



Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og Holtavörðuheiðarlínu 3. Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir við fleiri en eina 220 kV loftlínu fari fram samtímis, meðal annars til þess að nýta fjárfestingargetu flutningsfyrirtækisins með hagkvæmari hætti, Vegna óvissu um aðgang að verktökum/mannafla og til að milda áhrif á flutningsgjaldskrá.

Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að víxla tímaröð Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 til að ná fram þeim kerfislega ávinningi sem felst í spennusetningu Holtavörðuheiðarlínu 3.



Það verður þó ekki slegið slöku við í undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1. Stefnt er á að samningaviðræður við landeigendur hefjist núna í haust og unnið verði með sveitarfélögum að skipulags- og öðrum leyfismálum. Fari svo að undirbúningsferlið gangi betur en áætlanir gera ráð fyrir þá verður staðan endurskoðuð.



Samþykkt samhljóða



5. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233

Lögð fram opnunarskýrsla vegna útboðs um snjómokstur í dreifbýli.

Opnunarskýrsla framlögð og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.



Samþykkt samhljóða



6. Hverfahleðslur On 2025 - samningur
2509019

Lagður fram samningur um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla á milli Borgarbyggðar og Orku náttúrunnar, dags. 29. ágúst 2025.

Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta hann. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.



Samþykkt samhljóða





Fundi slitið - kl. 19:40