Fundargerð
Byggðarráð Borgarbyggðar
719. fundur
3. september 2025 kl. 17:00 - 19:40
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Staða verklegra framkvæmda 2025
Samþykkt samhljóða
2. Vinnufundir sviðsstjóra og sveitarstjórnar
Samþykkt samhljóða
3. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
Kostnaður við fjárfestingar sem í gangi eru, er í takt við það sem gert er ráð fyrir í áætlun en eitthvað af fjárfestingum ársins eru ekki komnar í gang.
Ákveðið hefur verið að láta gera formlegt hálfs árs uppgjör og er sú vinna farin í gang.
Samþykkt samhljóða
4. Breytingar á Framkvæmdaráætlun Landsnets
Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og Holtavörðuheiðarlínu 3. Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir við fleiri en eina 220 kV loftlínu fari fram samtímis, meðal annars til þess að nýta fjárfestingargetu flutningsfyrirtækisins með hagkvæmari hætti, Vegna óvissu um aðgang að verktökum/mannafla og til að milda áhrif á flutningsgjaldskrá.
Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að víxla tímaröð Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 til að ná fram þeim kerfislega ávinningi sem felst í spennusetningu Holtavörðuheiðarlínu 3.
Það verður þó ekki slegið slöku við í undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1. Stefnt er á að samningaviðræður við landeigendur hefjist núna í haust og unnið verði með sveitarfélögum að skipulags- og öðrum leyfismálum. Fari svo að undirbúningsferlið gangi betur en áætlanir gera ráð fyrir þá verður staðan endurskoðuð.
Samþykkt samhljóða
5. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
Samþykkt samhljóða
6. Hverfahleðslur On 2025 - samningur
Samþykkt samhljóða