Byggðarráð Borgarbyggðar

718. fundur

28. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - Staðgengill sveitarstjóra

Dagskrá

1. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047

Farið yfir stöðu vinnu við niðurrif gamla sláturhússins í Brákarey. Lögð fram gögn ef kæmi til stækkunar verksins.

Nú liggur fyrir heildarkostnaður við niðurrif á Brákarbraut 25 og 27 og ljóst að um töluverðan viðbótakostnað er að ræða. Mikið af framkvæmdum eru yfirstandandi í sveitarfélaginu og því mikilvægt að sýna aðhald og gott eftirlit með fjárhag sveitarfélagsins. Byggðarráð telur æskilegast að kláraður verði fyrri áfangi verksins og beðið verði með frekara niðurrif að sinni. Hlynur Ólafsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.





Samþykkt samhljóða



2. Ugluklettur - Stækkun
2212062

Lögð fram tilboð í jarðvinnu vegna bílastæða við Ugluklett.

Byggðarráð samþykkir tilboð frá Borgarverki að fjárhæð 9.308.496 kr. dags. 26. ágúst 2025 enda er verkið nánast á pari við kostnaðaráætlun. Hlynur Ólafsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.



Samþykkt samhljóða



3. Umsókn um stofnframlag frá Nemendagörðum búvísindadeildar LBHÍ
2508106

Framlagt erindi frá HMS með beiðni um staðfestingu á stofnframlagi Borgarbyggðar vegna nýbyggingar námsmannaíbúða við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Sveitarstjóra falið að leggja mat á umsóknina og leggja málið fyrir byggðarráð að nýju.





Samþykkt samhljóða



4. Dagsetning byggðarráðsfundar
2503154

Lagt til að breytt verði fundartíma byggðarráðs í næstu viku. Að fundurinn fari fram kl. 17.00 miðvikudaginn 3. september 2025.





Samþykkt samhljóða

Byggðarráð samþykkir að færa næsta fund ráðsins til miðvikudagsins 3. september 2025 kl. 17.00.



5. Fjárhagsáætlun 2026
2505064

Farið yfir tímalínu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

Lögð fram að nýju tímalína vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Ákveðið að vera með þrjá fundi vegna þjónustustefnu í undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar 2026, á Hvanneyri í Lindartungu og Logalandi. Sveitarstjóra falið að uppfæra tímalínuna og leggja aftur fyrir byggðarráð á næsta fundi.



Samþykkt samhljóða



6. Framkvæmd íbúakosninga - sameining við Skorradalshrepp
2508015

Fyrirhugaðar eru kosningar um sameiningu á milli Borgarbyggðar og Skorradalshrepps á næstu vikum. Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem snúa að íbúakosningunni.

Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum íbúakosningum um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.



Samþykkt samhljóða



7. Safnahús og menningarmál 2025
2410048

Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála kemur og fer yfir starfsemi safnahúss.

Byggðarráð þakkar forstöðumanni menningarmála góða yfirferð. Ljóst er að mörg spennandi verkefni eru í farvatninu fyrir Safnahús Borgarbyggðar.

Í október fer fram barnamenningarhátíðin Barnó um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Forstöðumaður fór yfir möguleika á aðkomu Borgarbyggðar að hátíðinni og var falið að vinna áfram að verkefninu.



8. Starfsmannamál
2508253

Farið yfir stöðu á starfsmannamálum- Trúnaðarmál



Fundi slitið - kl. 10:15