Dagskrá
1. Melabraut á Hvanneyri - umsókn um framkvæmdarleyfi vegna veitna 194205
2508169
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við endurbætur á vatns-, hita- og fráveitulögnum. Framkvæmdasvæðið nær frá Þórulág út að Melabraut 2 á Hvanneyri. Samþykki umráðaaðila lands liggur fyrir.
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna veitukerfa við Melabraut á Hvanneyri með vísan til framlagðra gagna. Leiðbeiningar og skilyrði vegna framkvæmdarinnar verða tiltekin í framkvæmdaleyfi. Sýnt er að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins, landeiganda og umsækjanda. Málsmeðferð verður skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
2. Strýtusel 9 - umsókn um framkvæmdaleyfi - 172682
2508076
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð innan lóðar Strýtusels 9. Um er að ræða um 60 m langan og 4 m breiðan veg að byggingareit þar sem nú þegar hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð að Strýtuseli 9 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynnt verður fyrir eigendum Strýtusels 7 og 11.
3. Heyholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2506050
Á 58. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. júlí 2025 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 56,9m² stækkun á sumarhúsi í Heyholti 4 L135246 í Borgarbyggð. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 18. júlí til og með 22. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Jötnagarðsás 40 - umsókn um stofnun lóða - L189918
2507068
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Jötnagarðsás 40 lnr.189918 úr landi Munaðarnes lnr.134915. Ein fasteign er skráð á lóðinni, sumarbústaður F2335024.
Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 4000 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð í aðalskipulagi(sumarbústaðalóð í frístundabyggð Munaðarness (F62).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 4000 fm lóð, Jötnagarðsás 40,úr upprunalandinu Munaðarnes lnr. 134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
5. Jötnagarðsás 39 - umsókn um stofnun lóða - L197650
2508099
Lögð er fram ósk um afmörkun lóðar Jötnagarðsás 39 lnr.197650 úr landi Munaðarnes lnr.134915. Ein fasteign er skráð á lóðinni, sumarbústaður F2335023. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 4000 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð í aðalskipulagi(sumarbústaðalóð í frístundabyggð Munaðarness (F62)).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 4000 fm lóð, Jötnagarðsás 39,úr upprunalandinu Munaðarnes lnr. 134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð. Stærð og afmörkun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
6. Jötnagarðsás 50 - umsókn um stofnun lóða - L134967
2508098
Lögð er ósk afmörkun lóðar Jötnagarðsás 50 lnr. 134967 úr landi Munaðarnes lnr. 134915 í Borgarbyggð. Ein fasteign er á lóðinni, sumarbústaður F21100002. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 4270 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð í aðalskipulagi (sumarbústaðalóð í frístundabyggð Munaðarness (F62)).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 4270 fm lóð, Jötnagarðsás 50,úr upprunalandinu Munaðarnes lnr. 134915 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Frístundalóð.
7. Selásar 22 - umsókn um stofnun lóða - L187682
2508102
Lögð er ósk afmörkun lóðar Selásar 22 lnr. 187682 úr landi Munaðarnes lnr. 134915 í Borgarbyggð. Ein fasteign er á lóðinni, sumarbústaður F2296422. Deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 3320 fm að stærð og skilgreind sem sumarbústaðalóð í aðalskipulagi (sumarbústaðalóð í frístundabyggð Munaðarness (F62)).
Skipulagsfulltrúi frestar málinu og kallar eftir frekari gögnum.