Fundargerð
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
249. fundur
28. ágúst 2025 kl. 10:00 - 11:00
á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Brekkubyggð 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi mhl-01 og gestahúsi mhl-02. Stærðir matshluta: Mhl-01, 134m2. Mhl-02, 63m3. Húsin eru byggð úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Smári Björnsson
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
2. Flesjust.Reyðarás - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir bílskúr, mhl-02. Stærð 70m2. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Vigfús Halldórsson
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
3. Borgarbraut 101 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir bráðabirgðaviðbyggingu við leikskólann Klettaborg. 14 gámaeiningum verður bætt við núverandi hús og verður innangengt í gegnum dyr sem verða setta á gafl eldra húss. Stækkun er alls 206m2.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Orri Jónsson
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4. Stafholt kirkja 134932 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu salernishúss við hlið Stafholtskirkju. Stærð 15m2, Mhl-02. Húsið er byggt úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Nýhönnun ehf.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
5. Ugluklettur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á leikskólanum við Ugluklett 1
Um er að ræða viðbyggingu við leikskólann, kjalla undir hluta húss og hluti af þakrými, notað sem tæknirými.
Einnig er um að ræða breytingar á eldra húsi.
Byggt er úr steinsteypu. Stækkun alls 718m2.
Húsið uppfyllir reglugerð um húsnæði vinnustaða 581/1995.
Húsið er í notkunarflokki 5.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Nýhönnun ehf
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
6. Munaðarnesland 134917 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir gestahúsi á einni hæð. Mhl-02. Stærð: 57.7m2.
Húsið er byggt úr timbri og gámaeiningu. Sökkulveggir eru úr járnbentri steypu á þjappaðri fyllingu. Undir hluta gestahússins er steypt gólfplata. Hluti gestahússins er einangruð gámaeining sem hvílir á steyptum undirstöðum.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður:Hlynur Ólafsson
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
7. Trönubakki 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á einni hæð. Mhl-01. Stærð: 25.2m2. Byggt er úr timbri á steyptar undirstöður.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir
Hönnuður: Nýhönnun ehf
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.