Dagskrá
1. 2117777 - umsókn um framkvæmdarleyfi - L3211777
2507037
Lögð er fram umsókn landeigenda Stór-Fjalls (L135086) og Túns (L135170) 07.07.2025 um framkvæmdaleyfi vegna gerðar flóttaleiðar úr sumarhúsabyggða á landareignunum. Gert er ráð fyrir að styrkja bakka ár sem liggur nú í röri undir veginn með steynsteypu og leggja milli þeirra 3 x 3,3 m langar, 1,2 m breiðar og 32 cm þykkar steypuplötur. 2 stór rör sem liggja nú undir veginn er ráðgert að fjarlægja. Auk þess verða 2-3 stór björg sett ofan við vaðið sem myndi hleypa vatninu niður lækinn í straumstefnu til að varna þess að klakaburður leggist að veginum. Einnig er ráðgert að leggja slóða frá vaði að Valbjarnarvallarvegi. (Meðfylgjandi er samþykki landeigenda Litlu Grafar). Framkvæmdatími verður september og október 2025 og vorið 2026.
Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna styrkingar á flóttaleið úr sumarhúsabyggð Stóra-Fjalls og Túns með vísan til framlagðra gagna. Skilyrði vegna framkvæmdarinnar verða tiltekin í framkvæmdarleyfi. Sýnt er að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Málsmeðferð verður skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010
2. Deiliskipulag Flatahverfis á Hvanneyri - Hrafnaflöt
2506031
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 6. júní 2025 að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri í Borgarbyggð, dags. 03.06.2025 þegar tekið hafi verið tillit til þeirra atriða sem rædd voru á fundinum. Gerð var lagfæring á deiliskipulagstillögunni í samræmi dags. 11.06.2025.
Breytingin tekur til breytingu á skipulagsskilmálum, sérteikningum/byggingarskilmálum og skipulagsuppdrætti er varðar lóðir á Hrafnaflöt og húsgerð nr 2. Með breytingunni er heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús við Hrafnaflöt 2, 4 og 6 í stað þriggja íbúða. Raðhús við Hrafnaflöt 1, 3 og 5 verða áfram með þremur íbúðum en lóðarmörk hliðrast. Breytingin er ekki í ósamræmi við þá byggð sem fyrir er t.d. hvað varðar notkun, útlit og form svæðis en nýtingarhlutfall breytist í samræmi við heimildir sem gefnar eru í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 19.06.25-18.0725 eigendum Arnarflatar 6 og Lóuflatar 2 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis á Hvanneyri.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
3. Galtarholt 3_Umsókn um deiliskipulag
2412184
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 77 þann 6. júní 2025 breytingu á deiliskipulagi Galtarholts 3 sem snýr að færslu skipulagsmarka þar sem hjólhýsa- og tjaldsvæði er fellt út.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í skipulagsgátt frá 23.06 til og með 21.07.2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Galtarholts 3. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Sæunnargata 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2503170
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 77 þann 6. júní 2025 að heimila skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á Sæunnargötu 11 þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á bílskúr í íbúð.
Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 16. júní til og með 15. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Mávaklettur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2504168
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 77 þann 6. júní 2025 að heimila skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi að Mávakletti 2 (L135749) þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á bílskúr í íbúð. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 16. júní til og með 15. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.