Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
79. fundur
11. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson - varaformaður
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Kristján Rafn Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Logi Sigurðsson - umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson - Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
1. Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Borgarbyggð - 2025
2506085
Framlögð tillaga að uppfærðri samþykkt um fráveitur og rotþrær í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fór yfir samþykkt um fráveitur og rotþrær og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að uppfærslu á henni í samræmi við umræður á fundinum.
2. Gjaldskrá úrgangsþjónustu 2025
2504101
Lögð fram gjaldskrá fyrir söfnun, móttöku og flokkun úrgangs í Borgarbyggð með tillögum að breytingum í samræmi við breytt fyrirkomulag á móttökustöðinni að Sólbakka sem á að taka í gildi 1.september 2025.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leiti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn.
3. Styrkvegaumsóknir 2025
2502060
Borgarbyggð fékk úthlutað 3.500.000 kr. í styrkvegi frá Vegagerðinni.
Farið yfir umsóknir og lögð fram tillaga að útdeilingu styrks.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir vonbrigðum yfir þeirri upphæð sem Borgarbyggð fékk úthlutað frá Vegagerðinni í ár úr styrkvegasjóði.
Nefndin ákveður að eftirfarandi vegir fái styrk samtals að upphæð 3.500.000kr.:
Vegur að Arnarvatnsheiði.
Vegur fyrir innan Torfhvalastaði, Langavatn.
Vegur inn Grenjadal/Mjóadal.
Vegur frá Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.
Vegur frá Kvíum og fram að Þverhlíðingaafrétt.
4. Söfnun rúlluplasts 2025
2505233
Farið yfir næstu skref í fyrirkomulagi á söfnun rúlluplasts í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.
5. Umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2025
2508017
Yfirferð og val á hugmyndum að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fram hugmyndir á næsta fundi nefndarinnar.
6. Svæði fyrir frístundabændur með sauðfé
2508018
Skoðaðar hugmyndir að svæði sem ætlað væri frístundabændum með sauðfé.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að svæði ofan við Selás verði skoðað fyrir frístundarbændur með sauðfé og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
Fundi slitið - kl. 11:00